Dæmi um að asbest sé losað í venjulega ruslagáma Hrund Þórsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 17:55 Fólk getur þurft að greiða hátt í hundrað þúsund krónur fyrir förgun á asbesti. Efnið er baneitrað en hætt er við að farið sé á svig við reglur um förgun vegna hás kostnaðar eða vanþekkingar. Í þættinum Gulli byggir voru nýlega heimsótt hjón sem þurftu að fjarlægja asbest af heimili sínu, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Þar var rætt við Arnar Guðnason, trésmið, en hann hefur farið á námskeið og hefur þekkingu til að fjarlægja asbest. Sagði hann asbest hafa marga góða eiginleika, og að í raun væri það undraefni. Asbest er hitaþolið og veitir góða eldvörn auk þess sem það er endingargott og það var mjög oft notað í hús áður en fólk áttaði sig á að það væri stórhættulegt. Gullaldartími asbests var um miðja síðustu öld og enn er víða asbest í húsum. Asbest er tiltölulega meinlaust sé það látið vera en brotnar auðveldlega niður sé átt við það og myndar fínsallað ryk sem festist í lungum við innöndun. Skaði kemur oft ekki fram fyrr en áratugum síðar, sem steinlunga eða krabbamein. Afar mikilvægt er því að umgangast efnið rétt og urða það með viðurkenndum leiðum. Asbest er urðað í Álfsnesi. Þar voru í fyrra urðuð 104 tonn en 30 árið þar á undan. Í meðalári er um 70 til 80 tonn að ræða en þar sem ekki eru til upplýsingar um magn af asbesti sem er í umferð er nær ómögulegt að halda uppi eftirliti með því að efnið skili sér rétta leið. Sækja þarf um leyfi hjá Heilbrigðiseftirlitinu til að fá að farga asbesti og kostar það tæpar 24 þúsund krónur. Þá þarf að greiða förgunargjald í Sorpu, lágmark tæpar 3.000 krónur og fá viðurkenndan aðila til að annast verkið. Í tilfelli hjónanna í Gulli byggir voru greiddar 60.000 krónur fyrir manninn í hálfan dag svo samtals greiddu þau tæp 90 þúsund. Þetta finnst Arnari ótækt. „Að borga 24.000 krónur fyrir starfsleyfi til að fá að rífa niður eina plötu finnst mér óásættanlegt,“ segir hann og kveðst hann gera ráð fyrir að fólk fari á skjön við reglur til að forðast kostnað og vesen sem fylgir því að útvega tilskilin leyfi. Auk þess segir hann fræðslu skorta þar sem margir þekki ekki asbest og fargi því á eigin vegum, jafnvel án nauðsynlegra varúðarráðstafana, vegna vanþekkingar. Af hverju er slæmt ef fólk tekur þetta í eigin hendur og hendir asbesti til dæmis bara í næstu gjótu? „Af því að þá getur þetta poppað upp eftir 20 ár til dæmis ef börn eru að leika sér eða það er verið að byggja hús,“ segir hann. „Og þá veit fólk jafnvel ekkert um hvaða efni er að ræða og getur skaðast á því.“ Arnar segir fjölda útkalla til að fjarlægja asbest ekki í samræmi við magn af efninu í umferð og hefur hann raunar séð dæmi um að farið sé á svig við förgunarreglur. „Já, ég hef séð asbest í venjulegum ruslagámum.“ Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Fólk getur þurft að greiða hátt í hundrað þúsund krónur fyrir förgun á asbesti. Efnið er baneitrað en hætt er við að farið sé á svig við reglur um förgun vegna hás kostnaðar eða vanþekkingar. Í þættinum Gulli byggir voru nýlega heimsótt hjón sem þurftu að fjarlægja asbest af heimili sínu, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Þar var rætt við Arnar Guðnason, trésmið, en hann hefur farið á námskeið og hefur þekkingu til að fjarlægja asbest. Sagði hann asbest hafa marga góða eiginleika, og að í raun væri það undraefni. Asbest er hitaþolið og veitir góða eldvörn auk þess sem það er endingargott og það var mjög oft notað í hús áður en fólk áttaði sig á að það væri stórhættulegt. Gullaldartími asbests var um miðja síðustu öld og enn er víða asbest í húsum. Asbest er tiltölulega meinlaust sé það látið vera en brotnar auðveldlega niður sé átt við það og myndar fínsallað ryk sem festist í lungum við innöndun. Skaði kemur oft ekki fram fyrr en áratugum síðar, sem steinlunga eða krabbamein. Afar mikilvægt er því að umgangast efnið rétt og urða það með viðurkenndum leiðum. Asbest er urðað í Álfsnesi. Þar voru í fyrra urðuð 104 tonn en 30 árið þar á undan. Í meðalári er um 70 til 80 tonn að ræða en þar sem ekki eru til upplýsingar um magn af asbesti sem er í umferð er nær ómögulegt að halda uppi eftirliti með því að efnið skili sér rétta leið. Sækja þarf um leyfi hjá Heilbrigðiseftirlitinu til að fá að farga asbesti og kostar það tæpar 24 þúsund krónur. Þá þarf að greiða förgunargjald í Sorpu, lágmark tæpar 3.000 krónur og fá viðurkenndan aðila til að annast verkið. Í tilfelli hjónanna í Gulli byggir voru greiddar 60.000 krónur fyrir manninn í hálfan dag svo samtals greiddu þau tæp 90 þúsund. Þetta finnst Arnari ótækt. „Að borga 24.000 krónur fyrir starfsleyfi til að fá að rífa niður eina plötu finnst mér óásættanlegt,“ segir hann og kveðst hann gera ráð fyrir að fólk fari á skjön við reglur til að forðast kostnað og vesen sem fylgir því að útvega tilskilin leyfi. Auk þess segir hann fræðslu skorta þar sem margir þekki ekki asbest og fargi því á eigin vegum, jafnvel án nauðsynlegra varúðarráðstafana, vegna vanþekkingar. Af hverju er slæmt ef fólk tekur þetta í eigin hendur og hendir asbesti til dæmis bara í næstu gjótu? „Af því að þá getur þetta poppað upp eftir 20 ár til dæmis ef börn eru að leika sér eða það er verið að byggja hús,“ segir hann. „Og þá veit fólk jafnvel ekkert um hvaða efni er að ræða og getur skaðast á því.“ Arnar segir fjölda útkalla til að fjarlægja asbest ekki í samræmi við magn af efninu í umferð og hefur hann raunar séð dæmi um að farið sé á svig við förgunarreglur. „Já, ég hef séð asbest í venjulegum ruslagámum.“
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira