„Ég vil að útvarpsgjaldið mitt renni þangað sem það á að fara samkvæmt lögum: til RÚV“ Harpa Rut Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 11:46 Ég er held ég frekar venjulegur fjölmiðlanotandi. Ég byrja daginn með útvarpið kveikt í eldhúsinu og bílnum, kíki á vefmiðlana í vinnunni, elda kvöldmatinn yfir fréttunum og veit svo fátt betra en að fleygja mér í sófann og ylja mér yfir góðri mynd eða þætti í sjónvarpinu eða tölvunni. En ég er búin að vera dálítið hugsi undanfarnar vikur þegar ég nýt hinnar yfirleitt ágætu dagskrá RÚV, það flögrar að mér skrýtin tilfinning. Svona „of gott til að vera satt“ tilfinning, eins og gamla fólkið í sveitinni fékk þegar veðrið var einhvern vegin of gott. Mér finnst verið að svindla á mér. Ég greiði útvarpsgjald. Upphæðin samkvæmt álagningarseðlinum er 19.400 krónur á ári. Það eru um 1.616 krónur á mánuði, rétt um 53 krónur á dag. Þessi fimmtíukall er mitt daglega framlag til að tryggja það að Ríkisútvarpið geti sinnt mikilvægri og lögbundinni þjónustu við mig. Fimmtíukallinn minn dugar reyndar ekki bara fyrir mig, heldur líka fyrir krakkana, gamla fólkið og þá sem eru með tekjur undir 130 þús á mánuði. Mér finnst rúmur fimmtíukall á dag alls ekki mikið, og eiginlega bara frekar góður díll. Og þar til um daginn stóð ég í þeirri góðu trú til að gjaldið sem gengur undir heitinu „útvarpsgjald“ á álagningarseðlinum renni óskipt til RÚV. Staðreyndin er hins vegar sú að síðustu ár hefur nær fjórðungur af gjaldinu verið notaður í annað! Fimmtíukallinn minn er semsagt ekki lengur fimmtíukall þegar hann er greiddur til RÚV í gegnum ríkissjóð, heldur rétt um fjörutíu krónur! Um fjórðungur af útvarpsgjaldinu, sem þó samkvæmt lögum á að renna beint til RÚV, verður nefnilega eftir í ríkissjóði og skilar sér ekki þangað sem hann á að fara. Þetta er ósanngjarnt og ólöglegt að mínu mati. Að ríkið taki til sín fjórðung af útvarpsgjaldinu okkar áður en það skilar sér til RÚV hefur þær afleiðingar að RÚV á ekki möguleika á að uppfylla skyldur sínar sem almannafjölmiðils í minni þjónustu. Það veikir grundvallastoðir íslenskrar menningar og lýðræðissamfélags. Til geta búið til góðar glæpaseríur og útvarpsleikrit, safaríkt barnaefni á íslensku, tekið upp stóra tónleika, vaktað eldgosið á hálendinu, flutt þægilegar og óþægilegar fréttir og splæst í risastór söngatriði í áramótaskaupinu þarf RÚV að fá útvarpsgjaldið mitt allt, og geta treyst því frá ári til árs. Mér finnst það sanngjörn krafa. Ég er ósátt við þá ákvörðun stjórnvalda að nota hluta af útvarpsskattinum í annað en rekstur RÚV. Upphæðin má alls ekki lækka, eins og lagt hefur verið til. Og ég vil að þessir peningar skili sér til RÚV – óskertir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Ég er held ég frekar venjulegur fjölmiðlanotandi. Ég byrja daginn með útvarpið kveikt í eldhúsinu og bílnum, kíki á vefmiðlana í vinnunni, elda kvöldmatinn yfir fréttunum og veit svo fátt betra en að fleygja mér í sófann og ylja mér yfir góðri mynd eða þætti í sjónvarpinu eða tölvunni. En ég er búin að vera dálítið hugsi undanfarnar vikur þegar ég nýt hinnar yfirleitt ágætu dagskrá RÚV, það flögrar að mér skrýtin tilfinning. Svona „of gott til að vera satt“ tilfinning, eins og gamla fólkið í sveitinni fékk þegar veðrið var einhvern vegin of gott. Mér finnst verið að svindla á mér. Ég greiði útvarpsgjald. Upphæðin samkvæmt álagningarseðlinum er 19.400 krónur á ári. Það eru um 1.616 krónur á mánuði, rétt um 53 krónur á dag. Þessi fimmtíukall er mitt daglega framlag til að tryggja það að Ríkisútvarpið geti sinnt mikilvægri og lögbundinni þjónustu við mig. Fimmtíukallinn minn dugar reyndar ekki bara fyrir mig, heldur líka fyrir krakkana, gamla fólkið og þá sem eru með tekjur undir 130 þús á mánuði. Mér finnst rúmur fimmtíukall á dag alls ekki mikið, og eiginlega bara frekar góður díll. Og þar til um daginn stóð ég í þeirri góðu trú til að gjaldið sem gengur undir heitinu „útvarpsgjald“ á álagningarseðlinum renni óskipt til RÚV. Staðreyndin er hins vegar sú að síðustu ár hefur nær fjórðungur af gjaldinu verið notaður í annað! Fimmtíukallinn minn er semsagt ekki lengur fimmtíukall þegar hann er greiddur til RÚV í gegnum ríkissjóð, heldur rétt um fjörutíu krónur! Um fjórðungur af útvarpsgjaldinu, sem þó samkvæmt lögum á að renna beint til RÚV, verður nefnilega eftir í ríkissjóði og skilar sér ekki þangað sem hann á að fara. Þetta er ósanngjarnt og ólöglegt að mínu mati. Að ríkið taki til sín fjórðung af útvarpsgjaldinu okkar áður en það skilar sér til RÚV hefur þær afleiðingar að RÚV á ekki möguleika á að uppfylla skyldur sínar sem almannafjölmiðils í minni þjónustu. Það veikir grundvallastoðir íslenskrar menningar og lýðræðissamfélags. Til geta búið til góðar glæpaseríur og útvarpsleikrit, safaríkt barnaefni á íslensku, tekið upp stóra tónleika, vaktað eldgosið á hálendinu, flutt þægilegar og óþægilegar fréttir og splæst í risastór söngatriði í áramótaskaupinu þarf RÚV að fá útvarpsgjaldið mitt allt, og geta treyst því frá ári til árs. Mér finnst það sanngjörn krafa. Ég er ósátt við þá ákvörðun stjórnvalda að nota hluta af útvarpsskattinum í annað en rekstur RÚV. Upphæðin má alls ekki lækka, eins og lagt hefur verið til. Og ég vil að þessir peningar skili sér til RÚV – óskertir.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun