Tónlist

Ekta fjölskyldumyndband – dóttirin syngur bakraddir

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
„Lagið heitir Vi har hinanden og er sungið á dönsku. Við bjuggum um tíma í Danmörku og fjallar textinn um drauma sem rættust, það er að flytja til annars lands og svo eignast barn,“ segir Valgerður Jónsdóttir. Hún skipar sveitina My Sweet Baklava ásamt eiginmanni sínum, Þórði Sævarssyni.

Valgerður samdi textann við Vi har hinanden en lagasmíðin var í höndum hennar og Þórðs

„Við bjuggum um tíma í Danmörku og eigum yndislegar minningar þaðan. Við fengum einmitt nokkrar vini okkar í Kaupmannahöfn til að senda okkur myndir frá borginni, sem fléttast inn í myndbandið. Þetta er ekta fjölskyldumyndband því dóttir okkar Sylvía kemur fram í myndbandinu. Hún syngur einnig bakraddir í laginu, en auk okkar spilar svo Haraldur Ægir Guðmundsson á kontrabassa,“ segir Valgerður en myndbandið við Vi har hinanden var tekið upp á Safnasvæðinu á Akranesi.

Valgerður og Þórður hafa starfað saman í tónlist frá unglingsárunum.

„Við höfum samið fjöldann allan af lögum og textum í gegnum tíðina, þó einungis lítið brot hafi ratað í útgáfu. Í fyrra gáfum við svo út okkar fyrsta geisladisk í fullri lengd undir nafninu My Sweet Baklava. Diskurinn heitir Drops of sound og með okkur á disknum spiluðu meðal annars þeir Smári Þorsteinsson, trommuleikari og Sveinn Rúnar Grímarsson, bassaleikari,“ segir Valgerður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.