Ekki ljóst hvað mun sparast á uppsögnum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Með uppsögnunum á að hagræða í Rekstrarfélagi Stjórnarráðsins. Ræstingar verða boðnar út. „Þetta er enn einn skellurinn. Við erum alltaf jafn hissa og verðum fyrir jafn miklum vonbrigðum. Það er verið að fækka okkar félagsmönnum hjá ríkinu og við söknum þess að það sé ekki horft á heildarmyndina,“ segir Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjarasviðs Eflingar stéttarfélags, um uppsagnir sautján ræstitækna hjá Stjórnarráðinu. Þeir sem missa vinnuna eru allt konur, þar af eru þrettán yfir fimmtugu. Margar kvennanna hafa langan starfsaldur í Stjórnarráðinu; meðal annars hafa tvær unnið þar í 20 ár, tvær í 19 ár og ein í 18 ár. Guðmundur H. Kjærnested, framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Stjórnarráðsins, segir að unnið hafi verið að því undanfarið að gera rekstur félagsins hagkvæmari. Vegna þess hafi verið ákveðið að breyta fyrirkomulagi ræstinga í fjórum ráðuneytum og bjóða þær út. „Rekstrarfélagið hefur þurft að laga rekstur sinn að veittum fjárheimildum og þessi aðgerð er liður í því,“ segir hann. Með breytingunum muni ræstingar verða unnar á dagvinnutíma en hingað til hafi starfsfólk ræstinga fengið greidd laun samkvæmt flatarmælingu og yfirvinnu.Harpa ÓlafsdóttirGuðmundur segir að búið sé í samstarfi við Ríkiskaup að undirbúa útboð ræstinganna. Gert sé ráð fyrir að það verði auglýst í þessum mánuði og breytt fyrirkomulag innleitt í upphafi næsta árs. Hann segir niðurstöðu útboðsins munu leiða það í ljós hversu mikil hagræðingin verður. Í útboðsskilmálum verði gerð sú krafa að sem flestu núverandi starfsfólki verði gefinn kostur á starfi hjá nýjum rekstraraðila. Á undanförnum árum hefur mörgum félagsmönnum Eflingar, sem starfa við ræstingar hjá ríkinu, verið sagt upp störfum. „Við höfum fylgst með þessum einstaklingum sem hafa verið að missa vinnuna, treysta sér ekki til þess að starfa undir ræstingarfyrirtækjunum á almenna markaðnum eða eru í raun bara búnir á líkama og sál og fara þá á örorkubætur,“ segir hún og veltir fyrir sér í hverju sparnaðurinn við það felist fyrir ríkið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frétti af uppsögnunum í fjölmiðlum. „Við höfum ekkert verið að velta því fyrir okkur að ráða annað fólk í ræstingarnar. Allavega vissi ég ekki til þess og myndi vita af því ef það væri í mínu ráðuneyti,“ sagði hann í Reykjavík síðdegis í gær. Hann sagði það mikilvægt að halda í reynslumikið fólk, sér í lagi þegar skapast hefur traust milli vinnuveitanda og starfsfólks. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
„Þetta er enn einn skellurinn. Við erum alltaf jafn hissa og verðum fyrir jafn miklum vonbrigðum. Það er verið að fækka okkar félagsmönnum hjá ríkinu og við söknum þess að það sé ekki horft á heildarmyndina,“ segir Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjarasviðs Eflingar stéttarfélags, um uppsagnir sautján ræstitækna hjá Stjórnarráðinu. Þeir sem missa vinnuna eru allt konur, þar af eru þrettán yfir fimmtugu. Margar kvennanna hafa langan starfsaldur í Stjórnarráðinu; meðal annars hafa tvær unnið þar í 20 ár, tvær í 19 ár og ein í 18 ár. Guðmundur H. Kjærnested, framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Stjórnarráðsins, segir að unnið hafi verið að því undanfarið að gera rekstur félagsins hagkvæmari. Vegna þess hafi verið ákveðið að breyta fyrirkomulagi ræstinga í fjórum ráðuneytum og bjóða þær út. „Rekstrarfélagið hefur þurft að laga rekstur sinn að veittum fjárheimildum og þessi aðgerð er liður í því,“ segir hann. Með breytingunum muni ræstingar verða unnar á dagvinnutíma en hingað til hafi starfsfólk ræstinga fengið greidd laun samkvæmt flatarmælingu og yfirvinnu.Harpa ÓlafsdóttirGuðmundur segir að búið sé í samstarfi við Ríkiskaup að undirbúa útboð ræstinganna. Gert sé ráð fyrir að það verði auglýst í þessum mánuði og breytt fyrirkomulag innleitt í upphafi næsta árs. Hann segir niðurstöðu útboðsins munu leiða það í ljós hversu mikil hagræðingin verður. Í útboðsskilmálum verði gerð sú krafa að sem flestu núverandi starfsfólki verði gefinn kostur á starfi hjá nýjum rekstraraðila. Á undanförnum árum hefur mörgum félagsmönnum Eflingar, sem starfa við ræstingar hjá ríkinu, verið sagt upp störfum. „Við höfum fylgst með þessum einstaklingum sem hafa verið að missa vinnuna, treysta sér ekki til þess að starfa undir ræstingarfyrirtækjunum á almenna markaðnum eða eru í raun bara búnir á líkama og sál og fara þá á örorkubætur,“ segir hún og veltir fyrir sér í hverju sparnaðurinn við það felist fyrir ríkið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frétti af uppsögnunum í fjölmiðlum. „Við höfum ekkert verið að velta því fyrir okkur að ráða annað fólk í ræstingarnar. Allavega vissi ég ekki til þess og myndi vita af því ef það væri í mínu ráðuneyti,“ sagði hann í Reykjavík síðdegis í gær. Hann sagði það mikilvægt að halda í reynslumikið fólk, sér í lagi þegar skapast hefur traust milli vinnuveitanda og starfsfólks.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira