Miðhálendi Íslands: Háspennulínur og hraðbrautir? Nei, takk! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Tilkynningar tveggja aðila, Landsnets og Vegagerðarinnar, um að vinna sé að hefjast við umhverfismat á háspennulínu og uppbyggðum vegi um Sprengisand sæta tíðindum. Fyrir það fyrsta vaknar spurningin; er það svona sem framtíð miðhálendisins á að ráðast? Að einstakir framkvæmdaaðilar hefji undirbúning svo umdeildra framkvæmda án undangenginnar opinberrar umræðu og stefnumótunar sem tekur mið af viðhorfum dagsins og framtíðarinnar? Er nóg að menn telji sig hafa glugga í gömlu miðhálendisskipulagi, sem einmitt nú sætir endurskoðun, sbr. vinnu við mótun Landsskipulagsstefnu 2015-2026? Og hvaðan kemur fé til þessara verkefna? Vegagerðin hefur ekki talið sig fara varhluta af samdrætti og niðurskurði og því miður með réttu. Stórir hlutar vegakerfisins eru að grotna niður. Hvernig er þá hægt að koma því við að setja mat á Sprengisandsleið í forgang?Um hjartað þvert Það er ekkert einkamál Landsnets og Vegagerðarinnar hvort farið verður með skóg háspennumastra og uppbyggðan veg þvert um hjarta miðhálendis Íslands. Ég kalla það að fara um hjarta miðhálendisins ef þræða á möstur og uppbyggðan veg milli friðlands í Þjórsárverum og Hofsjökuls á aðra hönd og Vatnajökulsþjóðgarðs að meðtöldum Vatnajökli og Tungnafellsjökli á hina. Og, síðan áfram norður um víðáttur Sprengisands allt norður í Bárðardal. Vissulega hefur Landsnet með í sínum drögum að matsáætlun þann möguleika að einhver hluti leiðarinnar á allra viðkvæmasta svæðinu fari í jörð og Vegagerðin gerir ekki ráð fyrir heilsársvegi. En hér þarf að mörgu að hyggja. Verður ekki þrýstingurinn á að hafa jarðstrengsbútinn í 220 kv. línu sem allra stystan ef nokkurn og veginn það uppbyggðan og burðarmikinn að sumarið teygist í 6-9 mánuði ef ekki árið allt? Í upphafi skyldi endinn skoða ef yfir höfuð á að leggja af stað.Bíðum við Áhugi Landsnets á þessari framkvæmd kemur mér minna á óvart en þátttaka Vegagerðarinnar. Ég vissi ekki til þess að nýr vegur um Sprengisand væri þar framarlega í áætlunum og þaðan af síður að Vegagerðin væri svo vel sett með fjármuni að hún gæti kostað miklu til í slík áform nú. Og spyrja má; á að tengja nýjan Sprengisandsveg við Bárðardalsveg vestri í núverandi ástandi eða væri ráð að byggja hann upp fyrst? Og hvað með Kjalveg; væri frekar einhver friður um að lagfæra hann eitthvað á næstu árum en leyfa Sprengisandi að bíða? Þurfa ekki þing og þjóð að koma með einhverjum hætti beint og milliliðalaust að svo stóru máli sem framtíð miðhálendisins er áður en ákvarðanir eru teknar? Er ekki mál að vakna, bræður og systur, áður en það verður of seint? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Tilkynningar tveggja aðila, Landsnets og Vegagerðarinnar, um að vinna sé að hefjast við umhverfismat á háspennulínu og uppbyggðum vegi um Sprengisand sæta tíðindum. Fyrir það fyrsta vaknar spurningin; er það svona sem framtíð miðhálendisins á að ráðast? Að einstakir framkvæmdaaðilar hefji undirbúning svo umdeildra framkvæmda án undangenginnar opinberrar umræðu og stefnumótunar sem tekur mið af viðhorfum dagsins og framtíðarinnar? Er nóg að menn telji sig hafa glugga í gömlu miðhálendisskipulagi, sem einmitt nú sætir endurskoðun, sbr. vinnu við mótun Landsskipulagsstefnu 2015-2026? Og hvaðan kemur fé til þessara verkefna? Vegagerðin hefur ekki talið sig fara varhluta af samdrætti og niðurskurði og því miður með réttu. Stórir hlutar vegakerfisins eru að grotna niður. Hvernig er þá hægt að koma því við að setja mat á Sprengisandsleið í forgang?Um hjartað þvert Það er ekkert einkamál Landsnets og Vegagerðarinnar hvort farið verður með skóg háspennumastra og uppbyggðan veg þvert um hjarta miðhálendis Íslands. Ég kalla það að fara um hjarta miðhálendisins ef þræða á möstur og uppbyggðan veg milli friðlands í Þjórsárverum og Hofsjökuls á aðra hönd og Vatnajökulsþjóðgarðs að meðtöldum Vatnajökli og Tungnafellsjökli á hina. Og, síðan áfram norður um víðáttur Sprengisands allt norður í Bárðardal. Vissulega hefur Landsnet með í sínum drögum að matsáætlun þann möguleika að einhver hluti leiðarinnar á allra viðkvæmasta svæðinu fari í jörð og Vegagerðin gerir ekki ráð fyrir heilsársvegi. En hér þarf að mörgu að hyggja. Verður ekki þrýstingurinn á að hafa jarðstrengsbútinn í 220 kv. línu sem allra stystan ef nokkurn og veginn það uppbyggðan og burðarmikinn að sumarið teygist í 6-9 mánuði ef ekki árið allt? Í upphafi skyldi endinn skoða ef yfir höfuð á að leggja af stað.Bíðum við Áhugi Landsnets á þessari framkvæmd kemur mér minna á óvart en þátttaka Vegagerðarinnar. Ég vissi ekki til þess að nýr vegur um Sprengisand væri þar framarlega í áætlunum og þaðan af síður að Vegagerðin væri svo vel sett með fjármuni að hún gæti kostað miklu til í slík áform nú. Og spyrja má; á að tengja nýjan Sprengisandsveg við Bárðardalsveg vestri í núverandi ástandi eða væri ráð að byggja hann upp fyrst? Og hvað með Kjalveg; væri frekar einhver friður um að lagfæra hann eitthvað á næstu árum en leyfa Sprengisandi að bíða? Þurfa ekki þing og þjóð að koma með einhverjum hætti beint og milliliðalaust að svo stóru máli sem framtíð miðhálendisins er áður en ákvarðanir eru teknar? Er ekki mál að vakna, bræður og systur, áður en það verður of seint?
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun