Ekki sætt í embætti ef lög voru brotin Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 17. júní 2014 13:33 Brynjar vill að lögum verði breytt svo mál gegn rannsóknaraðilum fyrnist ekki áður en upp um þau kemst. Vísir/Vilhelm/Pjetur „Þetta er ótæk staða. Annaðhvort verður að lengja þennan fyrningarfrest eða breyta lögunum þannig að hann byrjar ekki að líða fyrr en grunur vaknar um brot,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður og hæstaréttarlögmaður um fyrningu á brotum sérstaks saksóknara sem upp hefur komist um í tengslum við hleranir á sakborningum og verjendum þeirra. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði sérstakan saksóknara hafa brotið gegn lögum með því að hafa hlerað samtöl verjanda og sakborninga í Imon málinu svokallaða gegn stjórnendum Landsbankans. Þá hefur Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings kært hleranir sérstaks saksóknara á símtölum hans og Hreiðars. Brynjar segir óeðlilegt að brot rannsóknaraðila séu fyrnd þegar upp um þau kemst, annað hvort þurfi að breyta lögum þannig að fyrningarfrestur byrji ekki að líða fyrr en upp kemst um brot eða hann lengdur. Hann segir að ef rétt sé að sérstakur saksóknari hafi brotið gegn lögum sé honum ekki sætt í embætti. „Endanlegur dómur er ekki fallinn en auðvitað er það þannig að ef menn brjóta lög í embætti þá er þeim ekki sætt þar,“ segir Brynjar og vill að stjórnvöld og ráðherra bregðist við. Þá segir Brynjar að sér sýnist sem framkvæmd á þvingunarráðstöfunum sé í miklum lamasessi og þeim beitt í óhófi. „Þetta er til þess fallið að rýra traust almennings á þessu öllu, þess vegna eru þær svo mikilvægar þessar formreglur, sem mönnum finnst oft þvælast fyrir.“ Sérstakur saksóknari þingfesti á dögunum ákæru á hendur Hreiðari og tveimur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings en áður hafa þeir hlotið þunga refsidóma í Al-Thani-málinu svokallaða. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Hreiðar hefði kært sérstakan saksóknara og fyrrverandi héraðsdómara fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa staðið óeðlilega að hlerunarúrskurði gegn Hreiðari. „Þetta er mjög alvarlegur hlutur sem hefur átt sér stað og vegna þess að um gríðarlegt inngrip í rétt manna til friðhelgi einkalífs er að ræða þá eru lögfestar reglur um meðferð slíkra mála,“ segir Hreiðar sem gagnrýnir að Ríkissaksóknari hafi vísað máli sínu frá á grundvelli fyrningar. „Er staðan þá raunverulega sú að sérstakur saksóknari og embættisdómari geta brotið með jafn alvarlegum hætti gegn lögum og komist upp með það sökum þess hversu lengi málin eru til rannsóknar,“ spyr Hreiðar. Tengdar fréttir Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um hleranir á símtölum lögmanna og sakborninga árið 2012. Ríkissaksóknari segir að brugðist hafi verið við þessum ásökunum en þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sér 13. júní 2014 07:30 Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39 Kærði dómara og sérstakan saksóknara fyrir skjalafals Ríkissaksóknari tók ekki efnislega afstöðu til sannleiksgildis ásakana í úrskurði sínum. 16. júní 2014 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Þetta er ótæk staða. Annaðhvort verður að lengja þennan fyrningarfrest eða breyta lögunum þannig að hann byrjar ekki að líða fyrr en grunur vaknar um brot,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður og hæstaréttarlögmaður um fyrningu á brotum sérstaks saksóknara sem upp hefur komist um í tengslum við hleranir á sakborningum og verjendum þeirra. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði sérstakan saksóknara hafa brotið gegn lögum með því að hafa hlerað samtöl verjanda og sakborninga í Imon málinu svokallaða gegn stjórnendum Landsbankans. Þá hefur Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings kært hleranir sérstaks saksóknara á símtölum hans og Hreiðars. Brynjar segir óeðlilegt að brot rannsóknaraðila séu fyrnd þegar upp um þau kemst, annað hvort þurfi að breyta lögum þannig að fyrningarfrestur byrji ekki að líða fyrr en upp kemst um brot eða hann lengdur. Hann segir að ef rétt sé að sérstakur saksóknari hafi brotið gegn lögum sé honum ekki sætt í embætti. „Endanlegur dómur er ekki fallinn en auðvitað er það þannig að ef menn brjóta lög í embætti þá er þeim ekki sætt þar,“ segir Brynjar og vill að stjórnvöld og ráðherra bregðist við. Þá segir Brynjar að sér sýnist sem framkvæmd á þvingunarráðstöfunum sé í miklum lamasessi og þeim beitt í óhófi. „Þetta er til þess fallið að rýra traust almennings á þessu öllu, þess vegna eru þær svo mikilvægar þessar formreglur, sem mönnum finnst oft þvælast fyrir.“ Sérstakur saksóknari þingfesti á dögunum ákæru á hendur Hreiðari og tveimur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings en áður hafa þeir hlotið þunga refsidóma í Al-Thani-málinu svokallaða. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Hreiðar hefði kært sérstakan saksóknara og fyrrverandi héraðsdómara fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa staðið óeðlilega að hlerunarúrskurði gegn Hreiðari. „Þetta er mjög alvarlegur hlutur sem hefur átt sér stað og vegna þess að um gríðarlegt inngrip í rétt manna til friðhelgi einkalífs er að ræða þá eru lögfestar reglur um meðferð slíkra mála,“ segir Hreiðar sem gagnrýnir að Ríkissaksóknari hafi vísað máli sínu frá á grundvelli fyrningar. „Er staðan þá raunverulega sú að sérstakur saksóknari og embættisdómari geta brotið með jafn alvarlegum hætti gegn lögum og komist upp með það sökum þess hversu lengi málin eru til rannsóknar,“ spyr Hreiðar.
Tengdar fréttir Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um hleranir á símtölum lögmanna og sakborninga árið 2012. Ríkissaksóknari segir að brugðist hafi verið við þessum ásökunum en þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sér 13. júní 2014 07:30 Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39 Kærði dómara og sérstakan saksóknara fyrir skjalafals Ríkissaksóknari tók ekki efnislega afstöðu til sannleiksgildis ásakana í úrskurði sínum. 16. júní 2014 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um hleranir á símtölum lögmanna og sakborninga árið 2012. Ríkissaksóknari segir að brugðist hafi verið við þessum ásökunum en þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sér 13. júní 2014 07:30
Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39
Kærði dómara og sérstakan saksóknara fyrir skjalafals Ríkissaksóknari tók ekki efnislega afstöðu til sannleiksgildis ásakana í úrskurði sínum. 16. júní 2014 07:00