Fótsporin ekki eftir Ástu Snærós Sindradóttir skrifar 17. júní 2014 00:01 Ásta Stefánsdóttir hvarf við Fljótshlíð Nærri útilokað er að íslensku konunni, Ástu Stefánsdóttur, sem leitað hefur verið að í Fljótshlíð frá því í síðustu viku, hafi skolað niður með Bleiksárgili og út í Markarfljót. Til þess er áin of grunn. „Við erum á þeirri skoðun að konunni hafi ekki getað skolað út í Markarfljót með eðlilegu vatnsmagni. Það hafa engar stórleysingar verið síðan svo það er ekkert sem bendir til þess að það hafi getað gerst,“ segir Jón Hermannsson hjá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli. Hann segir að vatnadrög gilsins nái þó upp í fjöll þar sem snjó kynni að hafa leyst. „Ef einhvers staðar hefði myndast krapastífla sem hefði brostið á þessu tímabili þá hefði getað komið í þetta smáskot en það er ekkert sem bendir til þess að vatnið hafi hækkað neitt.“ Kærasta íslensku konunnar, hin spænska Pino Becerra, fannst látin í hyl neðan við foss gljúfursins. Föt kvennanna fundust efst við gljúfurbrúnina en þau eru eina vísbendingin um Ástu. Fótspor sem fundust þrjá kílómetra austur af gljúfrinu eru ekki eftir Ástu eins og talið var að gæti verið.„Það finnast þarna fótspor og við köllum strax til sérfræðinga í að rekja spor. Í framhaldi af því koma rannsóknarlögreglumenn sem hugsanlega gætu greint blóð í sporunum því það má reikna með að það sé blóð í þeim. Það var ekkert sem svaraði jákvætt í þessum málum,“ segir Jón. Talið er að konurnar hafi gengið um kílómetra langa leið austur að gilinu frá sumarbústað sem þær dvöldu í. Þorsteinn segir að ólíklegustu möguleikar hafi verið kannaðir. „Við teljum okkur vera sérfræðinga og þess vegna skoðum við alla möguleika jafnvel þótt þeir séu óhugsandi.“ Mjög umfangsmikil leit hefur staðið yfir að Ástu Stefánsdóttur síðan á þriðjudag í síðustu viku. Hátt í 200 björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinni án nokkurs árangurs. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að draga úr leitinni en fjölskylda og vinir Ástu hyggjast fara og leita hennar í dag. Ásta Stefánsdóttir er 35 ára lögfræðingur að mennt. Hún er hávaxin og grönn með ljóst skollitað hár. Lögreglan á Hvolsvelli telur nær útilokað að Ásta finnist á lífi úr þessu. Kærasta Ástu, Pino Becerra, fannst látin við botn Bleiksársgljúfurs á þriðjudag. Áður var talið að hún hefði drukknað. Krufning leiddi í ljós að Pino lést við að falla þrjátíu metra niður gljúfrið. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Nærri útilokað er að íslensku konunni, Ástu Stefánsdóttur, sem leitað hefur verið að í Fljótshlíð frá því í síðustu viku, hafi skolað niður með Bleiksárgili og út í Markarfljót. Til þess er áin of grunn. „Við erum á þeirri skoðun að konunni hafi ekki getað skolað út í Markarfljót með eðlilegu vatnsmagni. Það hafa engar stórleysingar verið síðan svo það er ekkert sem bendir til þess að það hafi getað gerst,“ segir Jón Hermannsson hjá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli. Hann segir að vatnadrög gilsins nái þó upp í fjöll þar sem snjó kynni að hafa leyst. „Ef einhvers staðar hefði myndast krapastífla sem hefði brostið á þessu tímabili þá hefði getað komið í þetta smáskot en það er ekkert sem bendir til þess að vatnið hafi hækkað neitt.“ Kærasta íslensku konunnar, hin spænska Pino Becerra, fannst látin í hyl neðan við foss gljúfursins. Föt kvennanna fundust efst við gljúfurbrúnina en þau eru eina vísbendingin um Ástu. Fótspor sem fundust þrjá kílómetra austur af gljúfrinu eru ekki eftir Ástu eins og talið var að gæti verið.„Það finnast þarna fótspor og við köllum strax til sérfræðinga í að rekja spor. Í framhaldi af því koma rannsóknarlögreglumenn sem hugsanlega gætu greint blóð í sporunum því það má reikna með að það sé blóð í þeim. Það var ekkert sem svaraði jákvætt í þessum málum,“ segir Jón. Talið er að konurnar hafi gengið um kílómetra langa leið austur að gilinu frá sumarbústað sem þær dvöldu í. Þorsteinn segir að ólíklegustu möguleikar hafi verið kannaðir. „Við teljum okkur vera sérfræðinga og þess vegna skoðum við alla möguleika jafnvel þótt þeir séu óhugsandi.“ Mjög umfangsmikil leit hefur staðið yfir að Ástu Stefánsdóttur síðan á þriðjudag í síðustu viku. Hátt í 200 björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinni án nokkurs árangurs. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að draga úr leitinni en fjölskylda og vinir Ástu hyggjast fara og leita hennar í dag. Ásta Stefánsdóttir er 35 ára lögfræðingur að mennt. Hún er hávaxin og grönn með ljóst skollitað hár. Lögreglan á Hvolsvelli telur nær útilokað að Ásta finnist á lífi úr þessu. Kærasta Ástu, Pino Becerra, fannst látin við botn Bleiksársgljúfurs á þriðjudag. Áður var talið að hún hefði drukknað. Krufning leiddi í ljós að Pino lést við að falla þrjátíu metra niður gljúfrið.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira