Skemmtidagskrá í Guantanamo Jónas Sen skrifar 6. febrúar 2014 10:00 Ryoji Ikeda Tónlist: Verk eftir Ryoji Ikeda Hátíð helgaðri sjónrænni tónlist Silfurbergi í Hörpu laugardaginn 1. febrúar Sjónræn tónlist er eitthvað sem verður æ meira áberandi. Sumir tónleikanna á síðustu Airwaves-hátíðinni voru t.d. skreyttir myndefni. Á Bíófilíu-tónleikum Bjarkar Guðmundsdóttur voru stórir skjáir með gríðarlega flottum myndskeiðum undir nánast hverju lagi. Og eitt aðalatriðið á Myrkum músíkdögum í fyrra var þegar Megumi Masaki flutti tónverk byggt á kvikmyndum Alfreds Hitchcocks. Þannig mætti lengi telja. Þetta er ekkert skrýtið í ljósi þess að skjáir eru allt í kringum okkur, frá snjallsímum upp í flatskjái, í matvöruverslunum, flugvélum og heima í stofu. Flest af því sem þar sést inniheldur tónlist. Fólk er því farið að gera kröfu um að upplifa tónlist á tónleikum í sýnilegri mynd. Og ef það er ekki hægt, eins og t.d. á Sinfóníutónleikum, þá alltént að geta lesið eitthvað fróðlegt um tónlistina í tónleikaskrám. Ég hugsa að það sé orðið býsna sjaldgæft að maður loki bara augunum og hlusti. Um helgina var haldin hátíð sem var helguð sjónrænni tónlist, að þessu sinni samspili tónlistar og afstrakt myndlistar. Þetta tengdist spænskri hátíð sem nefnist Punto y Raya. Á hennar vegum var m.a. haldin alþjóðleg samkeppni stuttmynda, og mátti sjá allt það besta úr keppninni á hátíðinni hér. Því miður missti ég af opnunartónleikunum á fimmtudagskvöldið, með nýjum verkum eftir Huga Guðmundsson og Önnu Þorvaldsdóttur. Ég fór hins vegar á lokatónleikana, sem voru í Silfurbergi í Hörpu á laugardagskvöldið. Þar tróð upp hinn japanski Ryoji Ikeda. Sýnilegi þátturinn var mjög flottur. Hann byrjaði sem eins konar skjáhvíla í tvívídd. Svo magnaðist hann og varð að flókinni þrívídd sem var hrein veisla fyrir augað. Tónlistin var ekki eins áhugaverð. Hún var ákaflega endurtekningarsöm, samanstóð megnið af tímanum af einhverju sem helst líktist vélbyssuskothríð og fallbyssudrunum. Það hefði í sjálfu sér verið ásættanlegt, tónlist getur verið svo margt. Vissulega passaði hún prýðilega við það sem sást á skjánum. Gallinn var sá að hún var afar hátt stillt og það var þreytandi að þurfa að halda fyrir eyrun í heil þrjú korter. Þurfti þetta að vera svona? Mér datt í hug að einhvern veginn á þessa leið væru skemmtikvöld í Guantanamo-búðunum. Fangar eru m.a. pyntaðir með hávaða, þeir fá ekki að sofa og loks brotna þeir saman. Þannig var upplifunin á tónleikunum. Á endanum leið mér eins og ég þyrfti að standa upp og segja frá öllu sem ég hef gert af mér í gegnum tíðina. Bara til að fá þögn. Máttur óhljóðanna er mikill.Niðurstaða: Sjónrænt flott en óþarflega hávaðsamt verk eftir Ryoji Ikeda. Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist: Verk eftir Ryoji Ikeda Hátíð helgaðri sjónrænni tónlist Silfurbergi í Hörpu laugardaginn 1. febrúar Sjónræn tónlist er eitthvað sem verður æ meira áberandi. Sumir tónleikanna á síðustu Airwaves-hátíðinni voru t.d. skreyttir myndefni. Á Bíófilíu-tónleikum Bjarkar Guðmundsdóttur voru stórir skjáir með gríðarlega flottum myndskeiðum undir nánast hverju lagi. Og eitt aðalatriðið á Myrkum músíkdögum í fyrra var þegar Megumi Masaki flutti tónverk byggt á kvikmyndum Alfreds Hitchcocks. Þannig mætti lengi telja. Þetta er ekkert skrýtið í ljósi þess að skjáir eru allt í kringum okkur, frá snjallsímum upp í flatskjái, í matvöruverslunum, flugvélum og heima í stofu. Flest af því sem þar sést inniheldur tónlist. Fólk er því farið að gera kröfu um að upplifa tónlist á tónleikum í sýnilegri mynd. Og ef það er ekki hægt, eins og t.d. á Sinfóníutónleikum, þá alltént að geta lesið eitthvað fróðlegt um tónlistina í tónleikaskrám. Ég hugsa að það sé orðið býsna sjaldgæft að maður loki bara augunum og hlusti. Um helgina var haldin hátíð sem var helguð sjónrænni tónlist, að þessu sinni samspili tónlistar og afstrakt myndlistar. Þetta tengdist spænskri hátíð sem nefnist Punto y Raya. Á hennar vegum var m.a. haldin alþjóðleg samkeppni stuttmynda, og mátti sjá allt það besta úr keppninni á hátíðinni hér. Því miður missti ég af opnunartónleikunum á fimmtudagskvöldið, með nýjum verkum eftir Huga Guðmundsson og Önnu Þorvaldsdóttur. Ég fór hins vegar á lokatónleikana, sem voru í Silfurbergi í Hörpu á laugardagskvöldið. Þar tróð upp hinn japanski Ryoji Ikeda. Sýnilegi þátturinn var mjög flottur. Hann byrjaði sem eins konar skjáhvíla í tvívídd. Svo magnaðist hann og varð að flókinni þrívídd sem var hrein veisla fyrir augað. Tónlistin var ekki eins áhugaverð. Hún var ákaflega endurtekningarsöm, samanstóð megnið af tímanum af einhverju sem helst líktist vélbyssuskothríð og fallbyssudrunum. Það hefði í sjálfu sér verið ásættanlegt, tónlist getur verið svo margt. Vissulega passaði hún prýðilega við það sem sást á skjánum. Gallinn var sá að hún var afar hátt stillt og það var þreytandi að þurfa að halda fyrir eyrun í heil þrjú korter. Þurfti þetta að vera svona? Mér datt í hug að einhvern veginn á þessa leið væru skemmtikvöld í Guantanamo-búðunum. Fangar eru m.a. pyntaðir með hávaða, þeir fá ekki að sofa og loks brotna þeir saman. Þannig var upplifunin á tónleikunum. Á endanum leið mér eins og ég þyrfti að standa upp og segja frá öllu sem ég hef gert af mér í gegnum tíðina. Bara til að fá þögn. Máttur óhljóðanna er mikill.Niðurstaða: Sjónrænt flott en óþarflega hávaðsamt verk eftir Ryoji Ikeda.
Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira