Valdimar fer í sína fyrstu Evrópuferð Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. febrúar 2014 11:00 Hljómsveitin Valdimar er hér í Stuttgart, ásamt Reini (þriðji f.h.), sem er eigandi tónleikastaðarins og jafnframt eigandi speglanna sem brotnuðu. mynd/einkasafn „Þetta er fyrsta formlega tónleikaferðalagið okkar á erlendri grundu,“ segir Valdimar Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar Valdimars. Hljómsveitin var stödd í höfuðborg Þýskalands, Berlín, þegar að blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af söngvaranum. Sveitin hélt út þann 31. janúar og dvelur ytra til 10. febrúar. „Við spilum á sjö tónleikum í heildina, fimm tónleikum víðs vegar um Þýskaland og svo verða stakir tónleikar í Austurríki og í Sviss,“ útskýrir Valdimar. Tónleikastaðirnir eru misjafnir, allt frá leikhúsum yfir í stofur í heimahúsum. „Við spiluðum á svokölluðum stofutónleikum sem fram fóru í stofunni heima hjá kærustu gítarleikarans í hljómsveitinni Kapnorth sem er frá Sviss.“Hljómsveitin Valdimar er hér að koma sér í gírinn fyrir tónleika.mynd/einkasafnHljómsveitin Kapnorth fékk Valdimar og félaga til koma með sér á tónleikaferðalag en þeir sáu Valdimar spila á tónleikum á Faktorý. „Þeir sáu okkur á tónleikum þegar þeir voru hér á landi að taka upp plötu og í kjölfarið spurðu þeir okkur hvort við værum til í að koma til Sviss og spila með þeim.“ Tónleikaplönin breyttust og fyrr en varir var búið að skipuleggja tónleikaferðalag. Ferðalagið hefur gengið vel hingað til og hefur ávallt myndast góð stemning á tónleikum sveitarinnar. „Þetta hefur gengið vel, við höfum ekki lent í neinum hremmingum nema þegar Kristinn hljómborðsleikari braut spegla í íbúðinni sem við gistum í.“ Kristinn Evertsson hljómborðsleikari varð fyrir því óláni að brjóta tvo spegla í íbúð sem sveitin dvaldi í sem varð til þess að fleiri meðlimir skáru sig á speglabrotunum. „Þetta var nú bara slys, ekkert alvarlegt en það skáru sig reyndar nokkrir.“ Eins og flestir vita eru textar sveitarinnar á íslensku, hvernig tekur fólk íslensku textunum ytra? „Í gærkvöldi var ég að tala við Þjóðverja sem mættu á tónleika, ég sagði að við værum að pæla í að semja enska texta sem myndu henta betur á erlendan markað, þá sagði Þjóðverjinn að það væri miklu betra að hafa textana á íslensku. Íslenskan hefur því hingað til bara verið til góðs,“ útskýrir Valdimar. Spurður út í þau verkefni sem taka við þegar heim er komið, segir Valdimar vinnu í nýrri plötu taka við. „Við erum búnir að taka upp nokkra grunna og ætlum að halda áfram að vinna í nýju plötunni,“ segir Valdimar og bætir við að sveitin stefni á að gefa út nýja plötu síðar á árinu. Hljómsveitin hefur áður gefið út tvær breiðskífur, Undraland og Um stund. Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta er fyrsta formlega tónleikaferðalagið okkar á erlendri grundu,“ segir Valdimar Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar Valdimars. Hljómsveitin var stödd í höfuðborg Þýskalands, Berlín, þegar að blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af söngvaranum. Sveitin hélt út þann 31. janúar og dvelur ytra til 10. febrúar. „Við spilum á sjö tónleikum í heildina, fimm tónleikum víðs vegar um Þýskaland og svo verða stakir tónleikar í Austurríki og í Sviss,“ útskýrir Valdimar. Tónleikastaðirnir eru misjafnir, allt frá leikhúsum yfir í stofur í heimahúsum. „Við spiluðum á svokölluðum stofutónleikum sem fram fóru í stofunni heima hjá kærustu gítarleikarans í hljómsveitinni Kapnorth sem er frá Sviss.“Hljómsveitin Valdimar er hér að koma sér í gírinn fyrir tónleika.mynd/einkasafnHljómsveitin Kapnorth fékk Valdimar og félaga til koma með sér á tónleikaferðalag en þeir sáu Valdimar spila á tónleikum á Faktorý. „Þeir sáu okkur á tónleikum þegar þeir voru hér á landi að taka upp plötu og í kjölfarið spurðu þeir okkur hvort við værum til í að koma til Sviss og spila með þeim.“ Tónleikaplönin breyttust og fyrr en varir var búið að skipuleggja tónleikaferðalag. Ferðalagið hefur gengið vel hingað til og hefur ávallt myndast góð stemning á tónleikum sveitarinnar. „Þetta hefur gengið vel, við höfum ekki lent í neinum hremmingum nema þegar Kristinn hljómborðsleikari braut spegla í íbúðinni sem við gistum í.“ Kristinn Evertsson hljómborðsleikari varð fyrir því óláni að brjóta tvo spegla í íbúð sem sveitin dvaldi í sem varð til þess að fleiri meðlimir skáru sig á speglabrotunum. „Þetta var nú bara slys, ekkert alvarlegt en það skáru sig reyndar nokkrir.“ Eins og flestir vita eru textar sveitarinnar á íslensku, hvernig tekur fólk íslensku textunum ytra? „Í gærkvöldi var ég að tala við Þjóðverja sem mættu á tónleika, ég sagði að við værum að pæla í að semja enska texta sem myndu henta betur á erlendan markað, þá sagði Þjóðverjinn að það væri miklu betra að hafa textana á íslensku. Íslenskan hefur því hingað til bara verið til góðs,“ útskýrir Valdimar. Spurður út í þau verkefni sem taka við þegar heim er komið, segir Valdimar vinnu í nýrri plötu taka við. „Við erum búnir að taka upp nokkra grunna og ætlum að halda áfram að vinna í nýju plötunni,“ segir Valdimar og bætir við að sveitin stefni á að gefa út nýja plötu síðar á árinu. Hljómsveitin hefur áður gefið út tvær breiðskífur, Undraland og Um stund.
Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp