Kútter Sigurfari verði tekinn í sundur Freyr Bjarnason skrifar 6. febrúar 2014 07:00 Milljónirnar fimm frá forsætisráðuneytinu duga langt í frá til að gera við kútter Sigurfara. Mynd/Jón Allansson „Þó að við séum þakklát fyrir þennan stuðning er þetta alls ekki nægjanlegt til að gera skipið upp,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi. Forsætisráðuneytið hefur veitt fimm milljónir í viðgerðir á kútter Sigurfara á Akranesi. Styrkurinn er hluti af átaksverkefni í samvinnu við Minjastofnun Íslands sem felur í sér atvinnuskapandi friðunarverkefni um land allt. Ástand kúttersins, sem stendur við Byggðasafnið í Görðum, hefur verið slæmt undanfarin ár og í raun hefur verið hættulegt að fara um borð í skipið. Ekki hefur fengist nægjanlegt fjármagn í endurbætur og hafa Akurnesingar því þurft að horfa upp á eina af táknmyndum bæjarins grotna niður. Samningar náðust við menntamálaráðuneytið árið 2007 um að gera kútterinn sjóhæfan og átti ráðuneytið að greiða sextíu milljónir króna í verkið. Ekkert varð úr þeirri framkvæmd enda kostar fleiri hundruð milljónir að koma kútternum á sjó og hafa menn í staðinn horft til þess að byggja yfir skipið og gera við það á staðnum. Sú viðgerð gæti verið hluti af lifandi sýningu. Fjárhagsáætlun slíkrar byggingar hljóðar upp á um 117 milljónir króna. Að sögn Regínu hefur ráðuneytið ekki komið með fjármagnið sem þarf til yfirbyggingarinnar. „Við höfum verið í samningaviðræðum við ríkið. Við höfum sjálf ekki bolmagn í verkefnið án stuðnings ríkisvaldsins en kútterinn hefur að geyma merkilega sögu fyrir atvinnu og menningu á Íslandi.“ Bæjarráð óskaði eftir umsögn hjá stjórn Byggðasafnsins í Görðum sem er í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um hvað gera skyldi við milljónirnar fimm frá forsætisráðuneytinu. Lagði það til að rúm ein milljón færi í að leita eftir styrkjum til endurbóta, bæði erlendis og hér heima, og afgangurinn, 3,9 milljónir króna, í að koma heillegum hlutum kúttersins í forvörslu og geymslu þar til hægt verður að fjármagna endurbyggingu. Sem sagt að taka hann í sundur „Bæjarráð á eftir að fjalla um þessa samþykkt stjórnarinnar. Hver endanleg niðurstaða verður eigum við eftir að sjá,“ segir Regína og bætir við að tillögur um ráðstöfun fjármagnsins þurfi að leggjast fyrir Minjastofnun. Hún reiknar með því að ef taka þarf kútterinn í sundur þurfi meira fjármagn að koma til og bætir við að brýnt sé að ráðist verði í aðgerðir sem allra fyrst. „Þetta er merkilegt skip. En kútterinn getur ekki staðið svona lengur, hann er að skemmast.“ Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
„Þó að við séum þakklát fyrir þennan stuðning er þetta alls ekki nægjanlegt til að gera skipið upp,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi. Forsætisráðuneytið hefur veitt fimm milljónir í viðgerðir á kútter Sigurfara á Akranesi. Styrkurinn er hluti af átaksverkefni í samvinnu við Minjastofnun Íslands sem felur í sér atvinnuskapandi friðunarverkefni um land allt. Ástand kúttersins, sem stendur við Byggðasafnið í Görðum, hefur verið slæmt undanfarin ár og í raun hefur verið hættulegt að fara um borð í skipið. Ekki hefur fengist nægjanlegt fjármagn í endurbætur og hafa Akurnesingar því þurft að horfa upp á eina af táknmyndum bæjarins grotna niður. Samningar náðust við menntamálaráðuneytið árið 2007 um að gera kútterinn sjóhæfan og átti ráðuneytið að greiða sextíu milljónir króna í verkið. Ekkert varð úr þeirri framkvæmd enda kostar fleiri hundruð milljónir að koma kútternum á sjó og hafa menn í staðinn horft til þess að byggja yfir skipið og gera við það á staðnum. Sú viðgerð gæti verið hluti af lifandi sýningu. Fjárhagsáætlun slíkrar byggingar hljóðar upp á um 117 milljónir króna. Að sögn Regínu hefur ráðuneytið ekki komið með fjármagnið sem þarf til yfirbyggingarinnar. „Við höfum verið í samningaviðræðum við ríkið. Við höfum sjálf ekki bolmagn í verkefnið án stuðnings ríkisvaldsins en kútterinn hefur að geyma merkilega sögu fyrir atvinnu og menningu á Íslandi.“ Bæjarráð óskaði eftir umsögn hjá stjórn Byggðasafnsins í Görðum sem er í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um hvað gera skyldi við milljónirnar fimm frá forsætisráðuneytinu. Lagði það til að rúm ein milljón færi í að leita eftir styrkjum til endurbóta, bæði erlendis og hér heima, og afgangurinn, 3,9 milljónir króna, í að koma heillegum hlutum kúttersins í forvörslu og geymslu þar til hægt verður að fjármagna endurbyggingu. Sem sagt að taka hann í sundur „Bæjarráð á eftir að fjalla um þessa samþykkt stjórnarinnar. Hver endanleg niðurstaða verður eigum við eftir að sjá,“ segir Regína og bætir við að tillögur um ráðstöfun fjármagnsins þurfi að leggjast fyrir Minjastofnun. Hún reiknar með því að ef taka þarf kútterinn í sundur þurfi meira fjármagn að koma til og bætir við að brýnt sé að ráðist verði í aðgerðir sem allra fyrst. „Þetta er merkilegt skip. En kútterinn getur ekki staðið svona lengur, hann er að skemmast.“
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira