Eitt efnilegasta nýstirnið í Hollywood Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. júní 2014 09:00 Indía leikur Ninu í kvikmyndinni Uncertain Terms. „Þetta er saga um ást sem er sprottin af hugarórum og það að taka og forðast ákvarðanir. Ég leik stúlku sem býr á heimili fyrir vanfærar táningsstúlkur og er í basli með að stofna til sambands við föður ófædda barnsins á meðan hún venst návist nýrrar manneskju á heimilinu,“ segir leikkonan Indía Salvör Menuez sem búsett er í New York. Indía leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Uncertain Terms úr smiðju kvikmyndagerðarmannsins Nathans Silver sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Los Angeles. Indía hefur fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína í hlutverki Ninu og segir Bob Strauss, gagnrýnandi Los Angeles Daily News, að Indía negli flóknasta hlutverkið í myndinni. Segir hann jafnframt að hún sé eitt efnilegasta nýstirnið á hátíðinni. Katie Walsh hjá Indiewire segir Indíu gullfallega og dularfulla í hlutverki sínu. Leikkonan unga er í skýjunum yfir viðtökunum. „Ég er þakklát fyrir tækifærið sem Nathan gaf mér og treysti mér til að leika Ninu. Það erfiðasta fyrir mig þegar ég leik í mynd er að horfa á hana. Það er erfið og ólýsanleg tilfinning að sjá sjálfa mig í öðru fólki og í öðru lífi. Ég efast alltaf um frammistöðu mína því ég get aldrei horft á sjálfa mig. En þegar öllu er á botninn hvolft verð ég að treysta því að við endum þar sem við eigum að enda. Fókusinn minn er á að vera til staðar og gera mitt besta og það er góð tilfinning að finna fyrir að heimurinn tekur vel á móti verkinu þegar myndin er sýnd,“ segir hún. Indía er nú við tökur á sjálfstæðri kvikmynd með leikstjóranum Luigi Campi þar sem hún leikur aðalhlutverkið. Þá vinnur hún einnig mikið í listahópnum Luck You sem hún stofnaði ásamt öðrum þegar hún var fimmtán ára. Hún samdi einnig handrit með leikstjóranum Maiko Endo en sú mynd er í eftirvinnslu núna og tók upp plötu með vini sínum Brian Close sem kemur út á næstunni. Það er því nóg að gera hjá þessari upprennandi listakonu. En hvernig lítur framtíðin annars út hjá Indíu? „Framtíðin er full af óvæntum uppákomum, hreyfingu og upplifunum. Í átt að hlutverkum sem ýta mér á nýjan stað þar sem ég fæ tækifæri til að vinna með hæfileikaríku fólki sem er traustsins vert. Mér finnst ég vera takmarkalaus þegar ég horfi fram á veginn.“Súrrealískt að lenda á plötuumslagi Pharrells Indía er ein þriggja kvenna sem prýða nýjasta plötuumslag tónlistarmannsins Pharrells Williams fyrir plötuna Girl ásamt Pharrell sjálfum. Indía segir reynsluna hafa verið sérstaka. „Þetta var súrrealískt og kom til á óvæntan og náttúrulegan hátt þar sem það var vinur minn sem tók myndina og mælti með mér. Þetta var tækifæri til að upplifa eitthvað sem ég gæti ekki upplifað á annan hátt og að hitta einhvern sem er að móta menninguna í gegnum list sína í dag. Ég get ímyndað mér að barnabörnin mín hlæi að þessu í framtíðinni,“ segir Indía glöð í bragði. Hún segist taka að sér fyrirsætuverkefni við og við þótt það sé ekki ástríða hjá henni. „Ég byrjaði í fyrirsætubransanum til að afla mér tekna þannig að það er vinna sem hefur aldrei verið mér kær. En, þótt það sé auðvelt að gera grín að því í samanburði við annað sem ég vinn við, elska ég samt að vinna með og læra af ótrúlegum ljósmyndurum og vinna með listamönnum í tískuheiminum. Ég hef þurft að afþakka verkefni oftar en ég vildi en mér finnst þetta starf alltaf þess virði þegar ég helga mig verkefni.“ Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
„Þetta er saga um ást sem er sprottin af hugarórum og það að taka og forðast ákvarðanir. Ég leik stúlku sem býr á heimili fyrir vanfærar táningsstúlkur og er í basli með að stofna til sambands við föður ófædda barnsins á meðan hún venst návist nýrrar manneskju á heimilinu,“ segir leikkonan Indía Salvör Menuez sem búsett er í New York. Indía leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Uncertain Terms úr smiðju kvikmyndagerðarmannsins Nathans Silver sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Los Angeles. Indía hefur fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína í hlutverki Ninu og segir Bob Strauss, gagnrýnandi Los Angeles Daily News, að Indía negli flóknasta hlutverkið í myndinni. Segir hann jafnframt að hún sé eitt efnilegasta nýstirnið á hátíðinni. Katie Walsh hjá Indiewire segir Indíu gullfallega og dularfulla í hlutverki sínu. Leikkonan unga er í skýjunum yfir viðtökunum. „Ég er þakklát fyrir tækifærið sem Nathan gaf mér og treysti mér til að leika Ninu. Það erfiðasta fyrir mig þegar ég leik í mynd er að horfa á hana. Það er erfið og ólýsanleg tilfinning að sjá sjálfa mig í öðru fólki og í öðru lífi. Ég efast alltaf um frammistöðu mína því ég get aldrei horft á sjálfa mig. En þegar öllu er á botninn hvolft verð ég að treysta því að við endum þar sem við eigum að enda. Fókusinn minn er á að vera til staðar og gera mitt besta og það er góð tilfinning að finna fyrir að heimurinn tekur vel á móti verkinu þegar myndin er sýnd,“ segir hún. Indía er nú við tökur á sjálfstæðri kvikmynd með leikstjóranum Luigi Campi þar sem hún leikur aðalhlutverkið. Þá vinnur hún einnig mikið í listahópnum Luck You sem hún stofnaði ásamt öðrum þegar hún var fimmtán ára. Hún samdi einnig handrit með leikstjóranum Maiko Endo en sú mynd er í eftirvinnslu núna og tók upp plötu með vini sínum Brian Close sem kemur út á næstunni. Það er því nóg að gera hjá þessari upprennandi listakonu. En hvernig lítur framtíðin annars út hjá Indíu? „Framtíðin er full af óvæntum uppákomum, hreyfingu og upplifunum. Í átt að hlutverkum sem ýta mér á nýjan stað þar sem ég fæ tækifæri til að vinna með hæfileikaríku fólki sem er traustsins vert. Mér finnst ég vera takmarkalaus þegar ég horfi fram á veginn.“Súrrealískt að lenda á plötuumslagi Pharrells Indía er ein þriggja kvenna sem prýða nýjasta plötuumslag tónlistarmannsins Pharrells Williams fyrir plötuna Girl ásamt Pharrell sjálfum. Indía segir reynsluna hafa verið sérstaka. „Þetta var súrrealískt og kom til á óvæntan og náttúrulegan hátt þar sem það var vinur minn sem tók myndina og mælti með mér. Þetta var tækifæri til að upplifa eitthvað sem ég gæti ekki upplifað á annan hátt og að hitta einhvern sem er að móta menninguna í gegnum list sína í dag. Ég get ímyndað mér að barnabörnin mín hlæi að þessu í framtíðinni,“ segir Indía glöð í bragði. Hún segist taka að sér fyrirsætuverkefni við og við þótt það sé ekki ástríða hjá henni. „Ég byrjaði í fyrirsætubransanum til að afla mér tekna þannig að það er vinna sem hefur aldrei verið mér kær. En, þótt það sé auðvelt að gera grín að því í samanburði við annað sem ég vinn við, elska ég samt að vinna með og læra af ótrúlegum ljósmyndurum og vinna með listamönnum í tískuheiminum. Ég hef þurft að afþakka verkefni oftar en ég vildi en mér finnst þetta starf alltaf þess virði þegar ég helga mig verkefni.“
Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira