Erlent

Sprenging í verslunarmiðstöð í höfuðborg Nígeríu

Bjarki Ármannsson skrifar
Eins og sést, liggur mikill reykur yfir nágrenni verslunarmiðstöðvarinnar.
Eins og sést, liggur mikill reykur yfir nágrenni verslunarmiðstöðvarinnar. Mynd/Idomfon Nse-Imeh
Talið er að að minnsta kosti tólf manns hafi látist í sprengingu í verslunarmiðstöð í Abuja, höfuðborg Nígeríu, fyrir stuttu. Erlendir miðlar hafa greint frá því að fólk hafi flúið verslanir þakið blóði og að sprengingin hafi mölvað glugga í grennd við verslunarmiðstöðina.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað olli sprengingunni. Hryðjuverkahópurinn Boko Haram hefur staðið á bak við margar mannskæðar árásir í landinu undanfarið, sjaldan í höfuðborginni þó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×