Kynna ungu fólki rétt sinn á hátíðum í sumar Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2014 15:09 Vísir/Stefán Snarrótin samtök um borgaraleg réttindi, ætla að dreifa plakötum og spjöldum um réttindi einstaklinga í samskiptum við lögreglu. Meðlimir samtakana munu dreifa spjöldunum á tónlistarhátíðum í sumar. „Við vildum fara af stað með vakningu svo fólk bæði þekki réttindi sín, sé meðvitað um þau og vonandi stöðva brot gegn venjulegu fólki,“ segir Júlía Birgisdóttir, gjaldkeri Snarrótarinnar í samtali við Vísi. „Við erum ótrúlega stolt af þessu. Spjaldið kemur tvíbrotið í nafnspjaldastærð, svo allir geti haft það í vasanum. Við reyndum að koma öllum mikilvægum upplýsingum á spjaldið.“ Júlía segir að ákveðið hafi verið að bregðast við eftir Secret Solstice hátíðina sem haldin var í Laugardalnum fyrr í sumar. Þá gagnrýndi Snarrótin framferði lögreglu. „Þetta er það sem við köllum „Cultural-profiling“, gegn ungu fólki sem að hlustar á ákveðna tegund af tónlist.“ Spjöldin og plakötin voru gerð í samstarfi við Gísla Tryggvason lögmann. Júlía segir hann hafa verið í samráði við aðra lögmenn og lögreglu. Júlía segir Snarrótina vilja að tekið sé á öllum vandamálum þegar þau komi upp og mikilvægt sé að koma fram við lögreglumenn af virðingu og sýna störfum þeirra skilning. „Núna virðist þó eins og lögreglan sé sú sem er að búa til vandamálin,“ segir Júlía. Núna um helgina verður Snarrótin á Eistnaflugi á Neskaupstað auk þess verða meðlimir Snarrótarinnar á fleiri hátíðum í sumar. „Þeir á Eistnaflugi voru boðnir og búnir til að leyfa okkur að dreifa þessu og láta plakötin liggja frammi. Því ég held að þeir séu ekkert sérstaklega sáttir við hvernig lögreglan hefur gengið fram þar,“ segir Júlía.Mynd/SnarrótinMynd/Snarrótin Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Snarrótin samtök um borgaraleg réttindi, ætla að dreifa plakötum og spjöldum um réttindi einstaklinga í samskiptum við lögreglu. Meðlimir samtakana munu dreifa spjöldunum á tónlistarhátíðum í sumar. „Við vildum fara af stað með vakningu svo fólk bæði þekki réttindi sín, sé meðvitað um þau og vonandi stöðva brot gegn venjulegu fólki,“ segir Júlía Birgisdóttir, gjaldkeri Snarrótarinnar í samtali við Vísi. „Við erum ótrúlega stolt af þessu. Spjaldið kemur tvíbrotið í nafnspjaldastærð, svo allir geti haft það í vasanum. Við reyndum að koma öllum mikilvægum upplýsingum á spjaldið.“ Júlía segir að ákveðið hafi verið að bregðast við eftir Secret Solstice hátíðina sem haldin var í Laugardalnum fyrr í sumar. Þá gagnrýndi Snarrótin framferði lögreglu. „Þetta er það sem við köllum „Cultural-profiling“, gegn ungu fólki sem að hlustar á ákveðna tegund af tónlist.“ Spjöldin og plakötin voru gerð í samstarfi við Gísla Tryggvason lögmann. Júlía segir hann hafa verið í samráði við aðra lögmenn og lögreglu. Júlía segir Snarrótina vilja að tekið sé á öllum vandamálum þegar þau komi upp og mikilvægt sé að koma fram við lögreglumenn af virðingu og sýna störfum þeirra skilning. „Núna virðist þó eins og lögreglan sé sú sem er að búa til vandamálin,“ segir Júlía. Núna um helgina verður Snarrótin á Eistnaflugi á Neskaupstað auk þess verða meðlimir Snarrótarinnar á fleiri hátíðum í sumar. „Þeir á Eistnaflugi voru boðnir og búnir til að leyfa okkur að dreifa þessu og láta plakötin liggja frammi. Því ég held að þeir séu ekkert sérstaklega sáttir við hvernig lögreglan hefur gengið fram þar,“ segir Júlía.Mynd/SnarrótinMynd/Snarrótin
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira