Viðskipti innlent

Skýrsla um fjármálalæsi í haust

Breki hefur þá tilfinningu að íslenskir krakkar séu hvorki verri né betri í fjármálalæsi en aðrar þjóðir.
Breki hefur þá tilfinningu að íslenskir krakkar séu hvorki verri né betri í fjármálalæsi en aðrar þjóðir. Fréttablaðið/GVA
„Mér þykir það mjög miður að við skyldum ekki taka þátt,“ segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, en hann er staddur í París þar sem OECD kynnti í höfuðstöðvum sínum niðurstöður fyrstu PISA-rannsóknarinnar í fjármálalæsi.

Ísland tók ekki þátt af sparnaðarástæðum.

„Við hefðum getað lært mjög mikið af þessu eins og þær þjóðir sem eru að taka þátt gera.“

Breki hefur þó sjálfur lagt fram spurningalista og unnið úr rannsókn á fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu.

Breki Karlsson
PISA-rannsóknin beindist að fjármálalæsi fimmtán ára ungmenna í átján löndum. Niðurstöðurnar leiddu það í ljós að aðeins tíu prósent fimmtán ára ungmenna geta leyst flókin fjárhagsleg dæmi og um fimmtán prósent þeirra geta varla tekið einfaldar fjárhagslegar ákvarðanir.

Síðarnefndi hópurinn þekkti ekki hversdagsleg skjöl eins og reikninga. Nánar verður unnið úr niðurstöðum rannsóknar þeirrar sem Breki réðst í hér á landi í menntamálaráðuneytinu og verða þær gefnar út í skýrslu um fjármálalæsi með haustinu, vonar Breki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×