„Það líður öllum vel í hjartanu núna“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. desember 2014 19:57 Aðeins tók um hálfa klukkustund að hífa upp tólf hross sem drukknuðu í Bessastaðatjörn á dögunum en starfsmenn Íshesta og félagsmenn sameinuðust í miklu átaki þar í dag til að koma dýrunum undir mold. Við vörum viðkvæma við myndefni sem fylgir þessari frétt. Hestarnir drukknuðu þegar þeir voru á haustbeit á Bessastaðanesinu. Þeir voru á vegum hestamannafélagsins Sóta og Íshesta. Aðeins helmingur dýranna skilaði sér í smölun. Fljótlega kom í ljós aðtólf hestar höfðu drukknað þegar ísinn á Bessastaðatjörn gaf sig, líklegast í óveðrinu í síðustu viku. Eigendur hestanna sem fréttastofa ræddi við í dag og í gær eru harmi slegnir enda bindast menn hestunum oft sterkum böndum. Starfsmenn Íshesta og félagsmenn Sóta vildu losa hræin úr tjörninni sem fyrst en það þurfti að þangað til að lengsta nótt ársins var liðin. Þegar birti til um hádegisbil var ákveðið að ráðast í verkið. Hátt í þrjátíu manns, stór hluti þeirra liðsmenn Íshesta og Sóta, tóku þátt í skipulagningunni og Reykjavík Helicopters bauð fram þjónustu sína, gjaldfrjálst. Vel gekk að losa hræin úr tjörninni og það tók um hálfa klukkustund að færa þau á pall á vörubíl. „Þetta er bara ömurleg sjón,“ segir Jóhann Kolbeins, formaður hestamannafélagsins Sóta. „Og ömurlegt að vita af þeim hérna. Það er gott fyrir aðstandendur hrossanna að vita að við náðum þeim upp og að þeir fá gröf.“ Að öllum líkindum hafa hrossin lent í hrakningum í óveðrinu í síðustu viku og farið út á ísinn í leit að skjóli. Skjól er í raun hvergi að finna á Bessastaðanesinu sem er að mestu leyti flatt. Eigendur hestanna fylgdust með þegar þyrlan flutti hræin úr vökinni og ofan í flutningabíl. Verkið gekk hratt fyrir sig. Fjórir kafarar brutu sig í gegnum ísinn, því næst fóru tveir starfsmenn Íshesta ofaní vökina slógu böndum um hrossin. Einar var einn af þeim sem stjórnuðu aðgerðum á Bessastaðatjörn. Hann er umsjónarmaður hesthúsa Íshesta og átti sjálfur tvo hestanna sem drukknuðu í tjörninni. „Það er bara ánægjulegt að ná þeim upp og koma þeim undir mold,“ segir Einar Þór Jóhannsson, umsjónarmaður hesthúsa Íshesta. „Að þeir séu ekki að liggja hérna í vökinni. En svona er þetta, þaðrættist úr þessu að lokum.“ Hræin voru flutt í urðunarstöðina við Álfsnes. Harmur eigenda varir enn og hægara sagt en gert að halda gleðileg jól undir þessum kringumstæðum. „Það líður öllum vel í hjartanu núna. Hrossin eru komin upp úr vökinni og þá getum við farið að huga að því að veita þeim fallega athöfn,“ segir Jóhann og bætir við að lokum að nú verði haldin gleðileg jól: „Eða eins og við getum allavega.“ Tengdar fréttir Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. 21. desember 2014 14:07 Stefna að því að sækja hrossin á morgun Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. 21. desember 2014 22:10 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Aðeins tók um hálfa klukkustund að hífa upp tólf hross sem drukknuðu í Bessastaðatjörn á dögunum en starfsmenn Íshesta og félagsmenn sameinuðust í miklu átaki þar í dag til að koma dýrunum undir mold. Við vörum viðkvæma við myndefni sem fylgir þessari frétt. Hestarnir drukknuðu þegar þeir voru á haustbeit á Bessastaðanesinu. Þeir voru á vegum hestamannafélagsins Sóta og Íshesta. Aðeins helmingur dýranna skilaði sér í smölun. Fljótlega kom í ljós aðtólf hestar höfðu drukknað þegar ísinn á Bessastaðatjörn gaf sig, líklegast í óveðrinu í síðustu viku. Eigendur hestanna sem fréttastofa ræddi við í dag og í gær eru harmi slegnir enda bindast menn hestunum oft sterkum böndum. Starfsmenn Íshesta og félagsmenn Sóta vildu losa hræin úr tjörninni sem fyrst en það þurfti að þangað til að lengsta nótt ársins var liðin. Þegar birti til um hádegisbil var ákveðið að ráðast í verkið. Hátt í þrjátíu manns, stór hluti þeirra liðsmenn Íshesta og Sóta, tóku þátt í skipulagningunni og Reykjavík Helicopters bauð fram þjónustu sína, gjaldfrjálst. Vel gekk að losa hræin úr tjörninni og það tók um hálfa klukkustund að færa þau á pall á vörubíl. „Þetta er bara ömurleg sjón,“ segir Jóhann Kolbeins, formaður hestamannafélagsins Sóta. „Og ömurlegt að vita af þeim hérna. Það er gott fyrir aðstandendur hrossanna að vita að við náðum þeim upp og að þeir fá gröf.“ Að öllum líkindum hafa hrossin lent í hrakningum í óveðrinu í síðustu viku og farið út á ísinn í leit að skjóli. Skjól er í raun hvergi að finna á Bessastaðanesinu sem er að mestu leyti flatt. Eigendur hestanna fylgdust með þegar þyrlan flutti hræin úr vökinni og ofan í flutningabíl. Verkið gekk hratt fyrir sig. Fjórir kafarar brutu sig í gegnum ísinn, því næst fóru tveir starfsmenn Íshesta ofaní vökina slógu böndum um hrossin. Einar var einn af þeim sem stjórnuðu aðgerðum á Bessastaðatjörn. Hann er umsjónarmaður hesthúsa Íshesta og átti sjálfur tvo hestanna sem drukknuðu í tjörninni. „Það er bara ánægjulegt að ná þeim upp og koma þeim undir mold,“ segir Einar Þór Jóhannsson, umsjónarmaður hesthúsa Íshesta. „Að þeir séu ekki að liggja hérna í vökinni. En svona er þetta, þaðrættist úr þessu að lokum.“ Hræin voru flutt í urðunarstöðina við Álfsnes. Harmur eigenda varir enn og hægara sagt en gert að halda gleðileg jól undir þessum kringumstæðum. „Það líður öllum vel í hjartanu núna. Hrossin eru komin upp úr vökinni og þá getum við farið að huga að því að veita þeim fallega athöfn,“ segir Jóhann og bætir við að lokum að nú verði haldin gleðileg jól: „Eða eins og við getum allavega.“
Tengdar fréttir Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. 21. desember 2014 14:07 Stefna að því að sækja hrossin á morgun Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. 21. desember 2014 22:10 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. 21. desember 2014 14:07
Stefna að því að sækja hrossin á morgun Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. 21. desember 2014 22:10