Stoppaði fyrir andarungum og fékk 90 daga fangelsisdóm Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2014 15:42 Varhugavert getur verið að klossbremsa fyrir andarungum sem eru á leið sinni yfir hraðbrautir. Kanadísk kona fékk nýlega dóm þar sem henni er gert að sitja í fangelsi í 90 daga fyrir að stoppa fyrir hópi andarunga. Það hljómar harður dómur, en með gjörð sinni olli hún tvöföldu dauðaslysi. Í því ljósi er dómur hennar kannski ekki mjög harður. Hún missir að auki ökuréttindi sín í 10 ár og er gert að vinna 240 klukkustunda samfélagsvinnu. Konan, Emma Czornobaj, stöðvaði bíl sinn á vinstri akrein á kanadískri hraðbraut er hún sá að fyrir framan bíl hennar var hópur af andarungum á leið sinni yfir veginn. Á eftir henni voru feðgin sem tvímenntu á mótorhjóli og dóu þau bæði er hjól þeirra skall á bíl konunnar á ríflega 100 km hraða. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent
Kanadísk kona fékk nýlega dóm þar sem henni er gert að sitja í fangelsi í 90 daga fyrir að stoppa fyrir hópi andarunga. Það hljómar harður dómur, en með gjörð sinni olli hún tvöföldu dauðaslysi. Í því ljósi er dómur hennar kannski ekki mjög harður. Hún missir að auki ökuréttindi sín í 10 ár og er gert að vinna 240 klukkustunda samfélagsvinnu. Konan, Emma Czornobaj, stöðvaði bíl sinn á vinstri akrein á kanadískri hraðbraut er hún sá að fyrir framan bíl hennar var hópur af andarungum á leið sinni yfir veginn. Á eftir henni voru feðgin sem tvímenntu á mótorhjóli og dóu þau bæði er hjól þeirra skall á bíl konunnar á ríflega 100 km hraða.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent