Jólatíð Ólafur Halldórsson skrifar 22. desember 2014 07:00 Stundum bregður fyrir þeim misskilningi að jól séu eingöngu fæðingarhátíð Krists, eða Kristsmessa. Jólahátíðin er ævaforn sólhvarfahátíð á norðurhveli jarðar og sem slík er hún hátíð allra, jafnt trúleysingja sem allra trúa fólks. Frá fornu fari hafa jólin verið birtu-, gleði- og gjafahátíð. Það þótti auðvitað tilefni samfagnaðar hér áður fyrr, og þykir enn, þegar sólin tók að hysja sig ofar á himininn í síðari hluta desember. Vetrarsólhvörf, þegar sólin fer að hækka á lofti eftir að hafa lækkað í hálft ár, eru 20. - 21. desember. Fljótlega upp úr því kemur í ljós hvernig þetta gengur hjá henni. Rómverjar héldu vetrarsólhvörfin hátíðleg og tilbáðu þá hina ósigruðu sól, Sol Invictus. Síðan gerðist það smám saman á 4. og 5. öld að farið var að minnast fæðingar Jesú á þessum birtu- og gleðidögum, en um raunverulegan fæðingartíma Jesú veit enginn. Þetta var vel til fundið því fæðing Jesú er í huga kristinna manna mikill birtu- og gleðiatburður. Á norðurhveli eru vetrarsólhvörfin enn greinilegri en suður við Miðjarðarhaf. Hugtakið jól er notað í norrænum málum, og stundum bregður því enn fyrir í ensku þótt einhver engilsaxneskur biskup hafi tekið upp á því að kalla þessa hátíð Kristsmessu (Christmas). Englendingar tala stundum upp á gamla mátann um Yuletide, Jólatíð. Gleðilega jólatíð, með von og jafnvel vissu um að sólin muni bráðlega taka að fikra sig upp himinhvelið, nú eins og endranær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Stundum bregður fyrir þeim misskilningi að jól séu eingöngu fæðingarhátíð Krists, eða Kristsmessa. Jólahátíðin er ævaforn sólhvarfahátíð á norðurhveli jarðar og sem slík er hún hátíð allra, jafnt trúleysingja sem allra trúa fólks. Frá fornu fari hafa jólin verið birtu-, gleði- og gjafahátíð. Það þótti auðvitað tilefni samfagnaðar hér áður fyrr, og þykir enn, þegar sólin tók að hysja sig ofar á himininn í síðari hluta desember. Vetrarsólhvörf, þegar sólin fer að hækka á lofti eftir að hafa lækkað í hálft ár, eru 20. - 21. desember. Fljótlega upp úr því kemur í ljós hvernig þetta gengur hjá henni. Rómverjar héldu vetrarsólhvörfin hátíðleg og tilbáðu þá hina ósigruðu sól, Sol Invictus. Síðan gerðist það smám saman á 4. og 5. öld að farið var að minnast fæðingar Jesú á þessum birtu- og gleðidögum, en um raunverulegan fæðingartíma Jesú veit enginn. Þetta var vel til fundið því fæðing Jesú er í huga kristinna manna mikill birtu- og gleðiatburður. Á norðurhveli eru vetrarsólhvörfin enn greinilegri en suður við Miðjarðarhaf. Hugtakið jól er notað í norrænum málum, og stundum bregður því enn fyrir í ensku þótt einhver engilsaxneskur biskup hafi tekið upp á því að kalla þessa hátíð Kristsmessu (Christmas). Englendingar tala stundum upp á gamla mátann um Yuletide, Jólatíð. Gleðilega jólatíð, með von og jafnvel vissu um að sólin muni bráðlega taka að fikra sig upp himinhvelið, nú eins og endranær.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar