Norðmenn vilja greiðslu í lok þessa árs og næsta fyrir byssurnar Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2014 19:09 Ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir Norðmenn alltaf hafa litið svo á að greitt yrði fyrir 250 hríðskotabyssur sem Landhelgisgæslan fékk frá norska hernum. Samkvæmt samningum eigi að greiða fyrir byssurnar í lok þessa árs og þess næsta. Ekki verði upplýst um önnur vopnaviðskipti landanna að ósk íslenskra stjórnvalda. Georg Lárusson forstjóra Landhelgisgæslunnar og talsmanni norska hersins hefur ekki borið saman um hvort 250 hríðskotabyssur frá norska hernum sem komu hingað til lands í febrúar voru seldar eða gefnar til Landhelgisgæslunnar. Forstjórinn og nokkrir aðrir starfsmenn Gæslunnar komu öðru sinni fyrir Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í gær vegna málsins og að þeim fundi loknum sagði forstjórinn. „Ef að gefandinn hefur skipt um skoðun þá nær það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur,“ sagði Georg í gær. Fréttastofan spurðist fyrir um málið á skrifstofu Ine Eriksen Søreide varnarmálaráðherra Noregs og fékk svör frá Birgitte Frisch sérstökum ráðgjafa hennar í dag þar sem segir: „Frá norskum bæjardyrum séð var alltaf um sölu að ræða á hríðskotabyssunum sem fluttar voru til Íslands. Hvað varðar síðustu sölu á 250 MP-5s hríðskotabyssum verður íslenskum stjórnvöldum sendur reikningur í lok árs 2014 og aftur í lok árs 2015, samkvæmt samningi og áður gerðum gagnkvæmum samningum,“ segir sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans. Þú fullyrtir engu að síður í fjölmiðlum á dögunum að þetta væri gjöf og þið hefðuð skilið það þannig. Voruð þið þá aldrei með neina pappíra í höndunum frá norskum yfirvöldum um að svo væri? „Við höfum staðið í áratuga samstarfi við Norðmenn. Mjög góðu samstarfi og mjög rausnarlegu samstarfi af þeirra hálfu. Þegið af þeim ýmis konar gjafir og þjónustu í gegnum árin sem eru mun verðmætari og mikilsverðari en þessi gjöf og í ljósi þeirra samskipta máttum við ætla að farið yrði með þetta eins og verið hefur,“ segir Georg. Og vísaði þar m.a. til vopna sem Gæslan fékk frá Norðmönnum árið 2011. Fréttastofan spurði norska varnarmálaráðuneytið einnig út í fyrri vopnasamskipti þjóðanna. „Að beiðni íslenskra stjórnvalda mun norska varnarmálaráðuneytið á þessu stigi máls ekki greina nánar frá flutningi annarra vopna til Íslands,“ segir Birgitte Frisch. Hafið þið óskað eftir því við Norðmenn að þeir skýri þetta út með formlegum hætti? Hvort um gjöf eða sölu sé að ræða? „Við höfum ekki enn stofnað til neinnra formlegra umræða við Norðmenn um þessi mál. Enda hreinlega ekki bara gefist tími til þess. En við munum væntanlega á næstu dögum eða vikum ræða við Norðmenn um framhald þessa máls,“ segir Georg Lárusson. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir Norðmenn alltaf hafa litið svo á að greitt yrði fyrir 250 hríðskotabyssur sem Landhelgisgæslan fékk frá norska hernum. Samkvæmt samningum eigi að greiða fyrir byssurnar í lok þessa árs og þess næsta. Ekki verði upplýst um önnur vopnaviðskipti landanna að ósk íslenskra stjórnvalda. Georg Lárusson forstjóra Landhelgisgæslunnar og talsmanni norska hersins hefur ekki borið saman um hvort 250 hríðskotabyssur frá norska hernum sem komu hingað til lands í febrúar voru seldar eða gefnar til Landhelgisgæslunnar. Forstjórinn og nokkrir aðrir starfsmenn Gæslunnar komu öðru sinni fyrir Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í gær vegna málsins og að þeim fundi loknum sagði forstjórinn. „Ef að gefandinn hefur skipt um skoðun þá nær það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur,“ sagði Georg í gær. Fréttastofan spurðist fyrir um málið á skrifstofu Ine Eriksen Søreide varnarmálaráðherra Noregs og fékk svör frá Birgitte Frisch sérstökum ráðgjafa hennar í dag þar sem segir: „Frá norskum bæjardyrum séð var alltaf um sölu að ræða á hríðskotabyssunum sem fluttar voru til Íslands. Hvað varðar síðustu sölu á 250 MP-5s hríðskotabyssum verður íslenskum stjórnvöldum sendur reikningur í lok árs 2014 og aftur í lok árs 2015, samkvæmt samningi og áður gerðum gagnkvæmum samningum,“ segir sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans. Þú fullyrtir engu að síður í fjölmiðlum á dögunum að þetta væri gjöf og þið hefðuð skilið það þannig. Voruð þið þá aldrei með neina pappíra í höndunum frá norskum yfirvöldum um að svo væri? „Við höfum staðið í áratuga samstarfi við Norðmenn. Mjög góðu samstarfi og mjög rausnarlegu samstarfi af þeirra hálfu. Þegið af þeim ýmis konar gjafir og þjónustu í gegnum árin sem eru mun verðmætari og mikilsverðari en þessi gjöf og í ljósi þeirra samskipta máttum við ætla að farið yrði með þetta eins og verið hefur,“ segir Georg. Og vísaði þar m.a. til vopna sem Gæslan fékk frá Norðmönnum árið 2011. Fréttastofan spurði norska varnarmálaráðuneytið einnig út í fyrri vopnasamskipti þjóðanna. „Að beiðni íslenskra stjórnvalda mun norska varnarmálaráðuneytið á þessu stigi máls ekki greina nánar frá flutningi annarra vopna til Íslands,“ segir Birgitte Frisch. Hafið þið óskað eftir því við Norðmenn að þeir skýri þetta út með formlegum hætti? Hvort um gjöf eða sölu sé að ræða? „Við höfum ekki enn stofnað til neinnra formlegra umræða við Norðmenn um þessi mál. Enda hreinlega ekki bara gefist tími til þess. En við munum væntanlega á næstu dögum eða vikum ræða við Norðmenn um framhald þessa máls,“ segir Georg Lárusson.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira