Norðmenn vilja greiðslu í lok þessa árs og næsta fyrir byssurnar Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2014 19:09 Ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir Norðmenn alltaf hafa litið svo á að greitt yrði fyrir 250 hríðskotabyssur sem Landhelgisgæslan fékk frá norska hernum. Samkvæmt samningum eigi að greiða fyrir byssurnar í lok þessa árs og þess næsta. Ekki verði upplýst um önnur vopnaviðskipti landanna að ósk íslenskra stjórnvalda. Georg Lárusson forstjóra Landhelgisgæslunnar og talsmanni norska hersins hefur ekki borið saman um hvort 250 hríðskotabyssur frá norska hernum sem komu hingað til lands í febrúar voru seldar eða gefnar til Landhelgisgæslunnar. Forstjórinn og nokkrir aðrir starfsmenn Gæslunnar komu öðru sinni fyrir Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í gær vegna málsins og að þeim fundi loknum sagði forstjórinn. „Ef að gefandinn hefur skipt um skoðun þá nær það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur,“ sagði Georg í gær. Fréttastofan spurðist fyrir um málið á skrifstofu Ine Eriksen Søreide varnarmálaráðherra Noregs og fékk svör frá Birgitte Frisch sérstökum ráðgjafa hennar í dag þar sem segir: „Frá norskum bæjardyrum séð var alltaf um sölu að ræða á hríðskotabyssunum sem fluttar voru til Íslands. Hvað varðar síðustu sölu á 250 MP-5s hríðskotabyssum verður íslenskum stjórnvöldum sendur reikningur í lok árs 2014 og aftur í lok árs 2015, samkvæmt samningi og áður gerðum gagnkvæmum samningum,“ segir sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans. Þú fullyrtir engu að síður í fjölmiðlum á dögunum að þetta væri gjöf og þið hefðuð skilið það þannig. Voruð þið þá aldrei með neina pappíra í höndunum frá norskum yfirvöldum um að svo væri? „Við höfum staðið í áratuga samstarfi við Norðmenn. Mjög góðu samstarfi og mjög rausnarlegu samstarfi af þeirra hálfu. Þegið af þeim ýmis konar gjafir og þjónustu í gegnum árin sem eru mun verðmætari og mikilsverðari en þessi gjöf og í ljósi þeirra samskipta máttum við ætla að farið yrði með þetta eins og verið hefur,“ segir Georg. Og vísaði þar m.a. til vopna sem Gæslan fékk frá Norðmönnum árið 2011. Fréttastofan spurði norska varnarmálaráðuneytið einnig út í fyrri vopnasamskipti þjóðanna. „Að beiðni íslenskra stjórnvalda mun norska varnarmálaráðuneytið á þessu stigi máls ekki greina nánar frá flutningi annarra vopna til Íslands,“ segir Birgitte Frisch. Hafið þið óskað eftir því við Norðmenn að þeir skýri þetta út með formlegum hætti? Hvort um gjöf eða sölu sé að ræða? „Við höfum ekki enn stofnað til neinnra formlegra umræða við Norðmenn um þessi mál. Enda hreinlega ekki bara gefist tími til þess. En við munum væntanlega á næstu dögum eða vikum ræða við Norðmenn um framhald þessa máls,“ segir Georg Lárusson. Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira
Ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir Norðmenn alltaf hafa litið svo á að greitt yrði fyrir 250 hríðskotabyssur sem Landhelgisgæslan fékk frá norska hernum. Samkvæmt samningum eigi að greiða fyrir byssurnar í lok þessa árs og þess næsta. Ekki verði upplýst um önnur vopnaviðskipti landanna að ósk íslenskra stjórnvalda. Georg Lárusson forstjóra Landhelgisgæslunnar og talsmanni norska hersins hefur ekki borið saman um hvort 250 hríðskotabyssur frá norska hernum sem komu hingað til lands í febrúar voru seldar eða gefnar til Landhelgisgæslunnar. Forstjórinn og nokkrir aðrir starfsmenn Gæslunnar komu öðru sinni fyrir Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í gær vegna málsins og að þeim fundi loknum sagði forstjórinn. „Ef að gefandinn hefur skipt um skoðun þá nær það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur,“ sagði Georg í gær. Fréttastofan spurðist fyrir um málið á skrifstofu Ine Eriksen Søreide varnarmálaráðherra Noregs og fékk svör frá Birgitte Frisch sérstökum ráðgjafa hennar í dag þar sem segir: „Frá norskum bæjardyrum séð var alltaf um sölu að ræða á hríðskotabyssunum sem fluttar voru til Íslands. Hvað varðar síðustu sölu á 250 MP-5s hríðskotabyssum verður íslenskum stjórnvöldum sendur reikningur í lok árs 2014 og aftur í lok árs 2015, samkvæmt samningi og áður gerðum gagnkvæmum samningum,“ segir sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans. Þú fullyrtir engu að síður í fjölmiðlum á dögunum að þetta væri gjöf og þið hefðuð skilið það þannig. Voruð þið þá aldrei með neina pappíra í höndunum frá norskum yfirvöldum um að svo væri? „Við höfum staðið í áratuga samstarfi við Norðmenn. Mjög góðu samstarfi og mjög rausnarlegu samstarfi af þeirra hálfu. Þegið af þeim ýmis konar gjafir og þjónustu í gegnum árin sem eru mun verðmætari og mikilsverðari en þessi gjöf og í ljósi þeirra samskipta máttum við ætla að farið yrði með þetta eins og verið hefur,“ segir Georg. Og vísaði þar m.a. til vopna sem Gæslan fékk frá Norðmönnum árið 2011. Fréttastofan spurði norska varnarmálaráðuneytið einnig út í fyrri vopnasamskipti þjóðanna. „Að beiðni íslenskra stjórnvalda mun norska varnarmálaráðuneytið á þessu stigi máls ekki greina nánar frá flutningi annarra vopna til Íslands,“ segir Birgitte Frisch. Hafið þið óskað eftir því við Norðmenn að þeir skýri þetta út með formlegum hætti? Hvort um gjöf eða sölu sé að ræða? „Við höfum ekki enn stofnað til neinnra formlegra umræða við Norðmenn um þessi mál. Enda hreinlega ekki bara gefist tími til þess. En við munum væntanlega á næstu dögum eða vikum ræða við Norðmenn um framhald þessa máls,“ segir Georg Lárusson.
Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira