Enski boltinn

Kári fékk skurð yfir auganu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári í leik með Rotherham.
Kári í leik með Rotherham. Vísir/Getty
Kári Árnason fékk skurð á aðra augabrúnina þegar lið hans, Rotherham, tapaði fyrir Reading í ensku B-deildinni í gær.

Kári þurfti að fara af velli á 76. mínútu en staðan var þá þegar orðin 3-0 heimamönnum í vil. „Það þurfti að sauma til að loka skurðinum og læknirinn gat ekki gert það á meðan leiknum stóð,“ sagði Kári í samtali við Vísi í dag.

„Það var því ekkert annað í stöðunni, í raun. En þetta var sem betur fer ekkert alvarlegt.“

Kári hefur verið fastamaður í liði Rotherham sem er nýliði í ensku B-deildinni. Liðið byrjaði tímabilið vel en hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum. Það er nú í átjánda sæti deildarinnar.

Ísland mætir næst Belgíu í vináttulandsleik þann 12. nóvember og svo Tékklandi í undankeppni EM 2016 fjórum dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×