Bæjarstjórahjónin í Iguala handtekin Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. nóvember 2014 11:30 Reiði Íbúar í Chilpancingo, höfuðstað Guerrero-héraðs, kasta grjóti í hús héraðsstjórans. Vísir/AP Fyrrverandi bæjarstjóri í Iguala í Mexíkó hefur verið handtekinn ásamt eiginkonu sinni. Bæjarstjórinn er sakaður um að hafa skipað mönnum sínum að gera árás á hóp háskólanema í lok september. Sex námsmenn létu lífið í árásinni og 43 virðast hafa verið numdir á brott. Málið hefur varpað nýju ljósi á náin tengsl ráðamanna sums staðar í Mexíkó við fíkniefnagengi, sem vaða þar uppi. Bæjarstjórahjónin fyrrverandi, þau Jose Luis Abarca og Maria de los Angeles Pineda, sýndu engan mótþróa þegar þau voru handtekin í Mexíkóborg snemma þriðjudags. Talsmaður mexíkósku sambandslögreglunnar staðfesti handtökuna á Twitter-síðu sinni í gær. Enn er allt óljóst um afdrif námsmannanna 43 þrátt fyrir að lögregla hafi lagt töluvert kapp á að upplýsa málið. Íbúar í Iguala og víðar í Guerrero-héraði hafa krafist svara og staðið fyrir mótmælum nánast daglega. Það voru lögreglumenn sem réðust á námsmenn við lítinn kennaraháskóla í Ayotzinapa, sem er skammt frá Iguala, þann 26. september síðastliðinn. Þessi tiltekni hópur lögreglumanna hefur starfað náið með glæpamönnum úr fíkniefnagenginu Guerreros Unidos. Stjórnvöld í Mexíkó segja nú að skipun um árásina á skólann hafi komið beint frá bæjarstjóranum. Hann hafi staðið í þeirri trú að námsmennirnir hafi ætlað sér að trufla ræðu bæjarstjórafrúarinnar síðar um daginn, en hún er jafnframt sögð hafa starfað með glæpagenginu. Leitin að námsmönnunum hefur meðal annars borist upp í hæðirnar fyrir ofan Iguala, þar sem um þrjátíu lík hafa fundist í fjöldagröfum. Enn hefur þó ekki fengist staðfest að neitt af þessum líkum sé af námsmönnunum. Þann 19. október tók stjórnin í Mexíkóborg ákvörðun um að senda sambandslögreglumenn til Iguala og taka þar við löggæslu. Lögreglumönnum bæjarins hefur verið vikið frá störfum. Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Fyrrverandi bæjarstjóri í Iguala í Mexíkó hefur verið handtekinn ásamt eiginkonu sinni. Bæjarstjórinn er sakaður um að hafa skipað mönnum sínum að gera árás á hóp háskólanema í lok september. Sex námsmenn létu lífið í árásinni og 43 virðast hafa verið numdir á brott. Málið hefur varpað nýju ljósi á náin tengsl ráðamanna sums staðar í Mexíkó við fíkniefnagengi, sem vaða þar uppi. Bæjarstjórahjónin fyrrverandi, þau Jose Luis Abarca og Maria de los Angeles Pineda, sýndu engan mótþróa þegar þau voru handtekin í Mexíkóborg snemma þriðjudags. Talsmaður mexíkósku sambandslögreglunnar staðfesti handtökuna á Twitter-síðu sinni í gær. Enn er allt óljóst um afdrif námsmannanna 43 þrátt fyrir að lögregla hafi lagt töluvert kapp á að upplýsa málið. Íbúar í Iguala og víðar í Guerrero-héraði hafa krafist svara og staðið fyrir mótmælum nánast daglega. Það voru lögreglumenn sem réðust á námsmenn við lítinn kennaraháskóla í Ayotzinapa, sem er skammt frá Iguala, þann 26. september síðastliðinn. Þessi tiltekni hópur lögreglumanna hefur starfað náið með glæpamönnum úr fíkniefnagenginu Guerreros Unidos. Stjórnvöld í Mexíkó segja nú að skipun um árásina á skólann hafi komið beint frá bæjarstjóranum. Hann hafi staðið í þeirri trú að námsmennirnir hafi ætlað sér að trufla ræðu bæjarstjórafrúarinnar síðar um daginn, en hún er jafnframt sögð hafa starfað með glæpagenginu. Leitin að námsmönnunum hefur meðal annars borist upp í hæðirnar fyrir ofan Iguala, þar sem um þrjátíu lík hafa fundist í fjöldagröfum. Enn hefur þó ekki fengist staðfest að neitt af þessum líkum sé af námsmönnunum. Þann 19. október tók stjórnin í Mexíkóborg ákvörðun um að senda sambandslögreglumenn til Iguala og taka þar við löggæslu. Lögreglumönnum bæjarins hefur verið vikið frá störfum.
Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira