Óeðlilegt að Gæslan þurfi að koma tvisvar 5. nóvember 2014 08:00 Forstjóri Landhelgisgæslunnar mætti ásamt fylgdarliði og svaraði öðru sinni fyrir allsherjarnefnd Alþingis spurningum um vopnamálið. Fréttablaðið/GVA Ef Norðmenn gefa Íslendingum ekki umtalaðar hríðskotabyssur sem sendar voru hingað til lands og ríkið leggur ekki fram fé til kaupa á þeim er hugsanlegt að Landhelgisgæslan greiði fyrir byssurnar með því að veita þjónustu í staðinn. Þetta kom fram í máli Georgs Lárussonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, sem mætti í gær öðru sinni fyrir allsherjarnefnd Alþingis vegna hríðskotabyssumálsins. „Það er óeðlilegt í sjálfu sér að gæslan þurfi að koma tvisvar. Af hverju lá þetta ekki bara alveg fyrir og var allt saman sagt á síðasta fundi?“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem situr í allsherjarnefnd fyrir Vinstri græna. Bjarkey kveðst hafa spurt forstjórann hvers vegna æft hafi verið með ótollafgreiddum hríðskotabyssum á Keflavíkurflugvelli og hvort það hafi gerst áður. „Hann sagði að þetta væri einangrað tilvik.“ Enn er óljóst hvort hríðskotabyssurnar eru gjöf frá Norðmönnum eins og Georg segir. „Hann nefndi að þeir hefðu hitt einhverja Norðmenn á ráðstefnu í Hörpunni um helgina og það var hvorki reikningur né gjafabréf sem þeir höfðu fram að færa,“ hefur Bjarkey eftir forstjóranum. „Hann heldur sig við að þetta hafi átt að vera gjafagjörningur. Bakki menn út úr því sé ekkert annað en að leita til ráðuneytisins með hvort það á þá að kaupa helminginn af þessu á móti ríkislögreglustjóra eða hvort það á að senda þetta til baka.“ Bjarkey segir enn ekki öll kurl komin til grafar. Þar vísar hún meðal annars í reglur um vopnaburð lögreglunnar sem meðlimir allsherjarnefndar fengu að sjá í trúnaði í gær. „Þar komu fram hlutir sem vöktu töluverðar spurningar og ekki má ræða – sem er auðvitað afar óþægilegt,“ segir Bjarkey og upplýsir að ríkislögreglustjóri hafi í gær boðið allsherjarnefnd í heimsókn í næstu viku. „Við ætlum að heimsækja ríkislögreglustjóra til að reyna að loka þessu máli.“ Að sögn Bjarkeyjar sagði Georg að útvega þyrfti vopn með einhverjum hætti. „Hann hefur viðrað það að greiða fyrir þetta með einhvers konar þjónustuskiptum. Það er algerlega órætt en það á ábyggilega að reyna að fara þá leið,“ segir Bjarkey. Þá segir Bjarkey að óskað hafi verið eftir því formlega að tekin verði saman tímalína í málinu. „Þá kemur kannski að því að við sjáum hvort fólk talar einu máli í þessu eða ekki,“ segir hún. Georg Lárusson sagði eftir fundinn hjá allsherjarnefnd í gær að byssurnar yrðu áfram innsiglaðar. „Meðan ekki er búið að leysa úr þessu eru vopnin undir innsigli og fara hvergi enda engin brýn þörf á þeim hér alveg á næstunni.“ Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Ef Norðmenn gefa Íslendingum ekki umtalaðar hríðskotabyssur sem sendar voru hingað til lands og ríkið leggur ekki fram fé til kaupa á þeim er hugsanlegt að Landhelgisgæslan greiði fyrir byssurnar með því að veita þjónustu í staðinn. Þetta kom fram í máli Georgs Lárussonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, sem mætti í gær öðru sinni fyrir allsherjarnefnd Alþingis vegna hríðskotabyssumálsins. „Það er óeðlilegt í sjálfu sér að gæslan þurfi að koma tvisvar. Af hverju lá þetta ekki bara alveg fyrir og var allt saman sagt á síðasta fundi?“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem situr í allsherjarnefnd fyrir Vinstri græna. Bjarkey kveðst hafa spurt forstjórann hvers vegna æft hafi verið með ótollafgreiddum hríðskotabyssum á Keflavíkurflugvelli og hvort það hafi gerst áður. „Hann sagði að þetta væri einangrað tilvik.“ Enn er óljóst hvort hríðskotabyssurnar eru gjöf frá Norðmönnum eins og Georg segir. „Hann nefndi að þeir hefðu hitt einhverja Norðmenn á ráðstefnu í Hörpunni um helgina og það var hvorki reikningur né gjafabréf sem þeir höfðu fram að færa,“ hefur Bjarkey eftir forstjóranum. „Hann heldur sig við að þetta hafi átt að vera gjafagjörningur. Bakki menn út úr því sé ekkert annað en að leita til ráðuneytisins með hvort það á þá að kaupa helminginn af þessu á móti ríkislögreglustjóra eða hvort það á að senda þetta til baka.“ Bjarkey segir enn ekki öll kurl komin til grafar. Þar vísar hún meðal annars í reglur um vopnaburð lögreglunnar sem meðlimir allsherjarnefndar fengu að sjá í trúnaði í gær. „Þar komu fram hlutir sem vöktu töluverðar spurningar og ekki má ræða – sem er auðvitað afar óþægilegt,“ segir Bjarkey og upplýsir að ríkislögreglustjóri hafi í gær boðið allsherjarnefnd í heimsókn í næstu viku. „Við ætlum að heimsækja ríkislögreglustjóra til að reyna að loka þessu máli.“ Að sögn Bjarkeyjar sagði Georg að útvega þyrfti vopn með einhverjum hætti. „Hann hefur viðrað það að greiða fyrir þetta með einhvers konar þjónustuskiptum. Það er algerlega órætt en það á ábyggilega að reyna að fara þá leið,“ segir Bjarkey. Þá segir Bjarkey að óskað hafi verið eftir því formlega að tekin verði saman tímalína í málinu. „Þá kemur kannski að því að við sjáum hvort fólk talar einu máli í þessu eða ekki,“ segir hún. Georg Lárusson sagði eftir fundinn hjá allsherjarnefnd í gær að byssurnar yrðu áfram innsiglaðar. „Meðan ekki er búið að leysa úr þessu eru vopnin undir innsigli og fara hvergi enda engin brýn þörf á þeim hér alveg á næstunni.“
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira