Það sem við höfum lært Yngvi Örn Kristinsson skrifar 5. nóvember 2014 07:00 Í Markaðshorni síðustu viku mátti lesa þá fullyrðingu Þorbjörns Þórðarsonar fréttamanns að engin raunveruleg verðmætasköpun eigi sér stað í bönkum. Fullyrðingin var sett fram til að skjóta fótum undir umræðu um launamál í bönkum og hagnað þeirra. Hugsunin var sú að þar sem fjármálafyrirtæki skapa ekki raunveruleg verðmæti en væru bakhjarlar raunverulegrar verðmætasköpunar ættu laun og hagnaður í geiranum að vera lág. Hér er ekki ætlunin að draga úr gildi þess að hagkvæmni sé gætt í allri efnahagsstarfsemi. Hagfræðin kennir og reynslan sýnir að það er líklegast til að gerast þegar saman fer frelsi á markaði og lýðræðislegt skipulag í stjórnmálum. Sú hugsun sem Þorbjörn styðst við er býsna gamaldags. Hún tilheyrir þeim kenningum sem skildar voru eftir í vegkantinum við framgang hagfræðinnar, þó hún fyrirfinnist enn í marxískri hugmyndafræði. Uppruni þessara hugmynda um að skipta megi efnahagsstarfseminni í framleiðslu raunverulegra verðmæta og aðra starfsemi, með áherslu á gildi þeirrar fyrri, má rekja til frönsku búauðgistefnunnar frá miðri átjándu öld. Búauðgistefnan taldi að landbúnaður væri uppspretta allra raunverulegra verðmæta, en seinni tíma fylgjendur stefnunnar útvíkkuðu hana þannig að áherslan er á vöruframleiðsluna sem hina raunverulega uppsprettu verðmæta í hagkerfinu. Áhrif marxisma á þróun þessarar hugmyndar er því greinileg. Nútímahagfræði byggir að meginstofni á tveimur kenningum. Annars vegar kenningum Adams Smith frá seinni hluta átjándu aldar sem í riti sínu Auðlegð þjóðanna lagði áherslu á að efnahagsstarfsemi væri samfelld keðja þar sem hlekkir keðjunnar mótuðust af verkaskiptingu í efnahagsstarfseminni. Enginn hlekkur væri í raun mikilvægari en annar. Hins vegar á kenningum Alfreds Marshall (og reyndar fleiri) frá seinustu árum nítjándu aldar um verðmyndun vöru og þjónustu, þar sem framboð og eftirspurn eftir vöru og þjónustu á jaðrinum ákvarðar viðskiptaverð. Þessar kenningar gera engan greinarmun á efnahagsstarfsemi hvort sem hún er framleiðsla á vörum eða veiting þjónustu: hvort tveggja er nauðsynlegur hlekkur í efnahagsstarfseminni og verð beggja ákvarðast með sama hætti. Sömu efnahagslögmál gilda um rekstur, laun og arðsemi fyrirtækja óháð því hvort um er að ræða framleiðslu á vörum eða þjónustu. Engin hlutlæg rök liggja því til grundvallar fullyrðinga um að ein tiltekin efnahagsstarfsemi skapi raunveruleg verðmæti en aðrar ekki. Þannig er verslun sem selur aðföng til vöruframleiðslu, þjónustufyrirtækja eða neytenda mikilvægur hlekkur í efnahagsstarfseminni og veitir raunverulega þjónustu. Eins er um lánastofnun sem veitir lán til fjárfestingar eða rekstrar. Sama gildir um tryggingafélag sem tryggir rekstur og eignir fyrirtækja og heimila. Sama gildir um aðra fjármálaþjónustu og þjónustu á sviði rannsókna, mennta, heilbrigðismála og löggæslu svo fleiri dæmi séu tekin. Fjármálafyrirtæki veita fyrirtækjum og heimilum margvíslega þjónustu. Grunnþættir í starfsemi þeirra eru þrír: greiðslumiðlun, miðlun á sparnaði og dreifing áhættu. Hagræði af greiðslumiðlun bæði innanlands og milli landa er oft vanmetið. Eilítil umhugsun ætti þó að leiða í ljós hvílíkur tímasparnaður nútíma greiðslumiðlun er fyrir fyrirtæki og heimili. Aðilar sem ætla að skiptast á greiðslum þurfa ekki að hittast á sama stað og sama tíma til að inna af hendi greiðslu og ekki að burðast með reiðufé. Gildi hinna ýmsu tegunda fjármálafyrirtækja við söfnun sparnaðar og miðlun fjármagns heimila og fyrirtækja og dreifingu áhættu er hins vegar augljósara og þekktara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í Markaðshorni síðustu viku mátti lesa þá fullyrðingu Þorbjörns Þórðarsonar fréttamanns að engin raunveruleg verðmætasköpun eigi sér stað í bönkum. Fullyrðingin var sett fram til að skjóta fótum undir umræðu um launamál í bönkum og hagnað þeirra. Hugsunin var sú að þar sem fjármálafyrirtæki skapa ekki raunveruleg verðmæti en væru bakhjarlar raunverulegrar verðmætasköpunar ættu laun og hagnaður í geiranum að vera lág. Hér er ekki ætlunin að draga úr gildi þess að hagkvæmni sé gætt í allri efnahagsstarfsemi. Hagfræðin kennir og reynslan sýnir að það er líklegast til að gerast þegar saman fer frelsi á markaði og lýðræðislegt skipulag í stjórnmálum. Sú hugsun sem Þorbjörn styðst við er býsna gamaldags. Hún tilheyrir þeim kenningum sem skildar voru eftir í vegkantinum við framgang hagfræðinnar, þó hún fyrirfinnist enn í marxískri hugmyndafræði. Uppruni þessara hugmynda um að skipta megi efnahagsstarfseminni í framleiðslu raunverulegra verðmæta og aðra starfsemi, með áherslu á gildi þeirrar fyrri, má rekja til frönsku búauðgistefnunnar frá miðri átjándu öld. Búauðgistefnan taldi að landbúnaður væri uppspretta allra raunverulegra verðmæta, en seinni tíma fylgjendur stefnunnar útvíkkuðu hana þannig að áherslan er á vöruframleiðsluna sem hina raunverulega uppsprettu verðmæta í hagkerfinu. Áhrif marxisma á þróun þessarar hugmyndar er því greinileg. Nútímahagfræði byggir að meginstofni á tveimur kenningum. Annars vegar kenningum Adams Smith frá seinni hluta átjándu aldar sem í riti sínu Auðlegð þjóðanna lagði áherslu á að efnahagsstarfsemi væri samfelld keðja þar sem hlekkir keðjunnar mótuðust af verkaskiptingu í efnahagsstarfseminni. Enginn hlekkur væri í raun mikilvægari en annar. Hins vegar á kenningum Alfreds Marshall (og reyndar fleiri) frá seinustu árum nítjándu aldar um verðmyndun vöru og þjónustu, þar sem framboð og eftirspurn eftir vöru og þjónustu á jaðrinum ákvarðar viðskiptaverð. Þessar kenningar gera engan greinarmun á efnahagsstarfsemi hvort sem hún er framleiðsla á vörum eða veiting þjónustu: hvort tveggja er nauðsynlegur hlekkur í efnahagsstarfseminni og verð beggja ákvarðast með sama hætti. Sömu efnahagslögmál gilda um rekstur, laun og arðsemi fyrirtækja óháð því hvort um er að ræða framleiðslu á vörum eða þjónustu. Engin hlutlæg rök liggja því til grundvallar fullyrðinga um að ein tiltekin efnahagsstarfsemi skapi raunveruleg verðmæti en aðrar ekki. Þannig er verslun sem selur aðföng til vöruframleiðslu, þjónustufyrirtækja eða neytenda mikilvægur hlekkur í efnahagsstarfseminni og veitir raunverulega þjónustu. Eins er um lánastofnun sem veitir lán til fjárfestingar eða rekstrar. Sama gildir um tryggingafélag sem tryggir rekstur og eignir fyrirtækja og heimila. Sama gildir um aðra fjármálaþjónustu og þjónustu á sviði rannsókna, mennta, heilbrigðismála og löggæslu svo fleiri dæmi séu tekin. Fjármálafyrirtæki veita fyrirtækjum og heimilum margvíslega þjónustu. Grunnþættir í starfsemi þeirra eru þrír: greiðslumiðlun, miðlun á sparnaði og dreifing áhættu. Hagræði af greiðslumiðlun bæði innanlands og milli landa er oft vanmetið. Eilítil umhugsun ætti þó að leiða í ljós hvílíkur tímasparnaður nútíma greiðslumiðlun er fyrir fyrirtæki og heimili. Aðilar sem ætla að skiptast á greiðslum þurfa ekki að hittast á sama stað og sama tíma til að inna af hendi greiðslu og ekki að burðast með reiðufé. Gildi hinna ýmsu tegunda fjármálafyrirtækja við söfnun sparnaðar og miðlun fjármagns heimila og fyrirtækja og dreifingu áhættu er hins vegar augljósara og þekktara.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun