Spurning hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2014 20:13 Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að til greina komi að skila hríðskotabyssum sem Gæslan fékk frá Norska hernum hafi Norðmenn hætt við að gefa Íslendingum byssurnar og krefjist greiðslu. Byssurnar verði innsiglaðar af Tollinum þar til botn fæst í málið. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í morgun þar sem hann var m.a. spurður um tollafgreiðslu byssanna frá Noregi. Nefndarmenn spurðu forstjóra Landhelgisgæslunnar m.a. um hvort leynd hefði hvílt yfir innfultningi vopnanna til landsins í febrúar. Hann segir svo ekki vera. Tollurinn hafi vitað af innflutningnum á sínum tíma. En hvers vegna hafa vopin ekki enn verið tollafgreidd og hvers vegna hafa þau verið innsigluð af tollinum? „Við höfum bara ekki tekið þessi vopn í notkun. Þau komu hér í febrúar og það hefur hreinlega ekki unnist tími til að ganga frá þessari komu. Það hefur ekki verið gengið frá pappírum milli Landhelgisgæslu og lögreglu um hvernig skuli nánar háttað afhendingu,“ sagði Georg að loknum fundi með allsherjar- og menntamálanefnd. Tollurinn innsiglaði vopnin í geymslu Gæslunnar í þarsíðustu viku. „Þegar það kom upp að það kynni að leika vafi á því hvort um gjöf eða sölu væri að ræða var það sameiginleg ákvörðun landhelgisgæslu og tollstjóra að rétt væri að innsigla þessi vopn á meðan það mál væri óleyst. Og þannig verður það þar til búið er að skera úr um það. Ef gefandinn hefur skipt um skoðun þá nærð það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur,“ segir Georg. Vopnin yrðu því innsigluð á meðan þetta skýrðist enda engin brýn þörf á þeim á næstunni. Gæslan hefði verið í rausnarlegu sambandi við Norðmenn áratugum saman og m.a. fengið 50 hríðskotabyssur frá þeim árið 2011 án þess að reikningur væri sendur fyrir þeim. Rætt verði um þetta við Norðmenn á næstunni og fundið út hvort greiða þurfi fyrir byssurnar. „Ef það verður niðurstaðan þurfum við að hafa samráð við Ríkislögreglustjóra sem á stærstan part af þessum vopnum. Ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði haft náið samstarf við okkar ráðuneyti og í framhaldi af því yrði þá tekin ákvörðun um hvernig með skuli fara,“ segir Georg Lárusson. Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að til greina komi að skila hríðskotabyssum sem Gæslan fékk frá Norska hernum hafi Norðmenn hætt við að gefa Íslendingum byssurnar og krefjist greiðslu. Byssurnar verði innsiglaðar af Tollinum þar til botn fæst í málið. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í morgun þar sem hann var m.a. spurður um tollafgreiðslu byssanna frá Noregi. Nefndarmenn spurðu forstjóra Landhelgisgæslunnar m.a. um hvort leynd hefði hvílt yfir innfultningi vopnanna til landsins í febrúar. Hann segir svo ekki vera. Tollurinn hafi vitað af innflutningnum á sínum tíma. En hvers vegna hafa vopin ekki enn verið tollafgreidd og hvers vegna hafa þau verið innsigluð af tollinum? „Við höfum bara ekki tekið þessi vopn í notkun. Þau komu hér í febrúar og það hefur hreinlega ekki unnist tími til að ganga frá þessari komu. Það hefur ekki verið gengið frá pappírum milli Landhelgisgæslu og lögreglu um hvernig skuli nánar háttað afhendingu,“ sagði Georg að loknum fundi með allsherjar- og menntamálanefnd. Tollurinn innsiglaði vopnin í geymslu Gæslunnar í þarsíðustu viku. „Þegar það kom upp að það kynni að leika vafi á því hvort um gjöf eða sölu væri að ræða var það sameiginleg ákvörðun landhelgisgæslu og tollstjóra að rétt væri að innsigla þessi vopn á meðan það mál væri óleyst. Og þannig verður það þar til búið er að skera úr um það. Ef gefandinn hefur skipt um skoðun þá nærð það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur,“ segir Georg. Vopnin yrðu því innsigluð á meðan þetta skýrðist enda engin brýn þörf á þeim á næstunni. Gæslan hefði verið í rausnarlegu sambandi við Norðmenn áratugum saman og m.a. fengið 50 hríðskotabyssur frá þeim árið 2011 án þess að reikningur væri sendur fyrir þeim. Rætt verði um þetta við Norðmenn á næstunni og fundið út hvort greiða þurfi fyrir byssurnar. „Ef það verður niðurstaðan þurfum við að hafa samráð við Ríkislögreglustjóra sem á stærstan part af þessum vopnum. Ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði haft náið samstarf við okkar ráðuneyti og í framhaldi af því yrði þá tekin ákvörðun um hvernig með skuli fara,“ segir Georg Lárusson.
Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira