Spurning hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2014 20:13 Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að til greina komi að skila hríðskotabyssum sem Gæslan fékk frá Norska hernum hafi Norðmenn hætt við að gefa Íslendingum byssurnar og krefjist greiðslu. Byssurnar verði innsiglaðar af Tollinum þar til botn fæst í málið. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í morgun þar sem hann var m.a. spurður um tollafgreiðslu byssanna frá Noregi. Nefndarmenn spurðu forstjóra Landhelgisgæslunnar m.a. um hvort leynd hefði hvílt yfir innfultningi vopnanna til landsins í febrúar. Hann segir svo ekki vera. Tollurinn hafi vitað af innflutningnum á sínum tíma. En hvers vegna hafa vopin ekki enn verið tollafgreidd og hvers vegna hafa þau verið innsigluð af tollinum? „Við höfum bara ekki tekið þessi vopn í notkun. Þau komu hér í febrúar og það hefur hreinlega ekki unnist tími til að ganga frá þessari komu. Það hefur ekki verið gengið frá pappírum milli Landhelgisgæslu og lögreglu um hvernig skuli nánar háttað afhendingu,“ sagði Georg að loknum fundi með allsherjar- og menntamálanefnd. Tollurinn innsiglaði vopnin í geymslu Gæslunnar í þarsíðustu viku. „Þegar það kom upp að það kynni að leika vafi á því hvort um gjöf eða sölu væri að ræða var það sameiginleg ákvörðun landhelgisgæslu og tollstjóra að rétt væri að innsigla þessi vopn á meðan það mál væri óleyst. Og þannig verður það þar til búið er að skera úr um það. Ef gefandinn hefur skipt um skoðun þá nærð það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur,“ segir Georg. Vopnin yrðu því innsigluð á meðan þetta skýrðist enda engin brýn þörf á þeim á næstunni. Gæslan hefði verið í rausnarlegu sambandi við Norðmenn áratugum saman og m.a. fengið 50 hríðskotabyssur frá þeim árið 2011 án þess að reikningur væri sendur fyrir þeim. Rætt verði um þetta við Norðmenn á næstunni og fundið út hvort greiða þurfi fyrir byssurnar. „Ef það verður niðurstaðan þurfum við að hafa samráð við Ríkislögreglustjóra sem á stærstan part af þessum vopnum. Ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði haft náið samstarf við okkar ráðuneyti og í framhaldi af því yrði þá tekin ákvörðun um hvernig með skuli fara,“ segir Georg Lárusson. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að til greina komi að skila hríðskotabyssum sem Gæslan fékk frá Norska hernum hafi Norðmenn hætt við að gefa Íslendingum byssurnar og krefjist greiðslu. Byssurnar verði innsiglaðar af Tollinum þar til botn fæst í málið. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í morgun þar sem hann var m.a. spurður um tollafgreiðslu byssanna frá Noregi. Nefndarmenn spurðu forstjóra Landhelgisgæslunnar m.a. um hvort leynd hefði hvílt yfir innfultningi vopnanna til landsins í febrúar. Hann segir svo ekki vera. Tollurinn hafi vitað af innflutningnum á sínum tíma. En hvers vegna hafa vopin ekki enn verið tollafgreidd og hvers vegna hafa þau verið innsigluð af tollinum? „Við höfum bara ekki tekið þessi vopn í notkun. Þau komu hér í febrúar og það hefur hreinlega ekki unnist tími til að ganga frá þessari komu. Það hefur ekki verið gengið frá pappírum milli Landhelgisgæslu og lögreglu um hvernig skuli nánar háttað afhendingu,“ sagði Georg að loknum fundi með allsherjar- og menntamálanefnd. Tollurinn innsiglaði vopnin í geymslu Gæslunnar í þarsíðustu viku. „Þegar það kom upp að það kynni að leika vafi á því hvort um gjöf eða sölu væri að ræða var það sameiginleg ákvörðun landhelgisgæslu og tollstjóra að rétt væri að innsigla þessi vopn á meðan það mál væri óleyst. Og þannig verður það þar til búið er að skera úr um það. Ef gefandinn hefur skipt um skoðun þá nærð það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur,“ segir Georg. Vopnin yrðu því innsigluð á meðan þetta skýrðist enda engin brýn þörf á þeim á næstunni. Gæslan hefði verið í rausnarlegu sambandi við Norðmenn áratugum saman og m.a. fengið 50 hríðskotabyssur frá þeim árið 2011 án þess að reikningur væri sendur fyrir þeim. Rætt verði um þetta við Norðmenn á næstunni og fundið út hvort greiða þurfi fyrir byssurnar. „Ef það verður niðurstaðan þurfum við að hafa samráð við Ríkislögreglustjóra sem á stærstan part af þessum vopnum. Ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði haft náið samstarf við okkar ráðuneyti og í framhaldi af því yrði þá tekin ákvörðun um hvernig með skuli fara,“ segir Georg Lárusson.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira