Þunginn fer vaxandi í læknaverkfallinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2014 19:07 Þunginn í verkfalli lækna fer vaxandi og óttast yfirlæknir á bráðamóttöku að eldra fólk veigri sér við að leita þangað vegna álags. Fjármálaráðherra segir að ekki verði orðið við óraunhæfum kröfum lækna sem vilji fimmtíu prósenta launahækkun. Enn ber mikið í milli í deilu lækna og ríksins. Í dag eru ríflega eitt hundrað læknar í verkfalli og hafa aðgerðirnar haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. Í dag eru það skurðlæknar, gjörgæslu- og svæfingalæknar, öldrunarlæknar og læknar á bráðamóttöku sem eru í verkfalli. Verkfallsverðir Læknafélagsins gengu um ganga spítalans til að fylgjast með. Töluvert álag var á bráðamóttökunni og erfitt reyndist að koma sjúklingum þaðan á aðrar deildir. Hilmar Kjartansson, yfirlæknir á bráðamóttöku, segir færri hafa leitað á bráðamóttökuna í dag en í gær. Hann telur að álag vegna verkfallsins á deildinni og fréttaflutningur um það hafi gert það að verkum að sumir veigri sér við að leita þangað. „ Þunginn í verkfallinu hann er svona stigvaxandi og það sem ég hef svolitlar áhyggjur af að til dæmis eldri Íslendingar sem að eru mjög kurteisir og eru kannski með einhver einkenni sem að þyrfti að skoða strax. Þau horfa á fréttir og segja það er verkfall þarna á bráðamóttökunni, ég ætla ekki að fara í dag, ég ætla ekki að vera að íþyngja fólki með mínum vandamálum. Sumir af þessum hlutum geta beðið en eftir því sem þetta dregst lengur og lengur þá held ég að það sé meiri hætta á ferðum,“ segir Hilmar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur fundað með aðalfulltrúa ríkisins í samninganefndinni. Hann telur talsvert enn í að samningar náist. „ Ég er ekki við samningaborðið og ég fylgist með þessu máli. Ég bara segi þær kröfur sem ég hef heyrt af eru óraunhæfar, við munum ekki semja um 50 % launahækkun,“ segir Bjarni. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Þunginn í verkfalli lækna fer vaxandi og óttast yfirlæknir á bráðamóttöku að eldra fólk veigri sér við að leita þangað vegna álags. Fjármálaráðherra segir að ekki verði orðið við óraunhæfum kröfum lækna sem vilji fimmtíu prósenta launahækkun. Enn ber mikið í milli í deilu lækna og ríksins. Í dag eru ríflega eitt hundrað læknar í verkfalli og hafa aðgerðirnar haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. Í dag eru það skurðlæknar, gjörgæslu- og svæfingalæknar, öldrunarlæknar og læknar á bráðamóttöku sem eru í verkfalli. Verkfallsverðir Læknafélagsins gengu um ganga spítalans til að fylgjast með. Töluvert álag var á bráðamóttökunni og erfitt reyndist að koma sjúklingum þaðan á aðrar deildir. Hilmar Kjartansson, yfirlæknir á bráðamóttöku, segir færri hafa leitað á bráðamóttökuna í dag en í gær. Hann telur að álag vegna verkfallsins á deildinni og fréttaflutningur um það hafi gert það að verkum að sumir veigri sér við að leita þangað. „ Þunginn í verkfallinu hann er svona stigvaxandi og það sem ég hef svolitlar áhyggjur af að til dæmis eldri Íslendingar sem að eru mjög kurteisir og eru kannski með einhver einkenni sem að þyrfti að skoða strax. Þau horfa á fréttir og segja það er verkfall þarna á bráðamóttökunni, ég ætla ekki að fara í dag, ég ætla ekki að vera að íþyngja fólki með mínum vandamálum. Sumir af þessum hlutum geta beðið en eftir því sem þetta dregst lengur og lengur þá held ég að það sé meiri hætta á ferðum,“ segir Hilmar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur fundað með aðalfulltrúa ríkisins í samninganefndinni. Hann telur talsvert enn í að samningar náist. „ Ég er ekki við samningaborðið og ég fylgist með þessu máli. Ég bara segi þær kröfur sem ég hef heyrt af eru óraunhæfar, við munum ekki semja um 50 % launahækkun,“ segir Bjarni.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira