Íslenski boltinn

Gunnar Þór samdi til fjögurra ára

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Stefán
Gunnar Þór Gunnarsson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við KR en hann var orðinn samninglaus eftir tímabilið. Þetta staðfesti Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við Vísi í dag.

„Hann er lykilmaður í okkar liði og við höfum verið afskaplega ánægðir með hans framlag,“ sagði Kristinn. „Hann hefur verið óheppinn með meiðsli en að margra mati var hann okkar besti maður undir lok tímabilsins.“

Grétar Sigfinnur Sigurðarson skrifar í dag undir nýjan tveggja ára samning við félagið eins og komið hefur fram en framtíð Baldur Sigurðssonar er enn í óvissu. Hann æfði með danska liðinu SönderjyskE á dögunum.

„Það er ekki vitað hvað verður hjá honum en það er ljóst að ef hann fer þurfum við að líta í kringum okkur eftir miðjumanni.“

„En svo eru líka strákar í liðinu sem hafa ekki fengið nægilega mörg tækifæri til að sanna sig og þeir munu auðvitað líka fá tækifæri til þess.“

Gunnar Þór er 29 ára varnarmaður sem gekk í raðir KR árið 2011. Hann er uppalinn hjá Fram en hefur einnig leikið með Hammarby og Norrköping í Svíþjóð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×