Giftingarhringurinn fannst eftir rúmt ár í blóðmörskepp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 13:16 Hringurinn fannst djúpt inni í seinasta blóðmörskeppnum. Anna Guðný Egilsdóttir var að taka slátur fyrir ári síðan ásamt vinkonu sinni og móður hennar þegar hún lenti í því óhappi að týna giftingarhringnum sínum í blóðmörskeppi. Akureyrarvefurinn greindi fyrst frá. „Þetta var alveg ótrúlegt því það var verið að segja mér sögu af konu sem hafði einmitt týnt giftingarhringnum sínum þegar hún var að taka slátur. Svo átta ég mig á því að ég er ekki með hringinn minn lengur á fingri svo við byrjum að leita að honum,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún segir að þær hafi verið búnar að setja í alla keppina og verið var að sauma þá saman. „Við þukluðum og þukluðum alla keppina en fundum ekki neitt en ég var alveg handviss um að hringurinn kæmi í leitirnar. Ég var því mjög meðvituð allt árið þegar ég var að skera blóðmörskeppina. Ég skar slátrið bara einhvern veginn en blóðmörinn skar ég alltaf á ákveðinn hátt svo ég sæi hringinn ef hann kæmi í ljós.“ Hún hafði svo heppnina með sér um helgina þegar hringurinn fannst djúpt inni í einum keppnum. „Ég held hreinlega að þetta hafi verið síðasti keppurinn, það var kannski einn annar eftir. Hringurinn var djúpt inni í keppnum, ég var búin að skera meira en helminginn niður þegar ég fann hringinn.“ Aðspurð segir Anna að það sjái ekki á hringnum, þrátt fyrir að hann hafi verið inni í blóðmörskepp í rúmt ár.Kannski fékk huldufólk hringinn lánaðan? Anna segir að það sé til skemmtileg þjóðtrú hvað verði um hluti sem hverfa. Sagan segir að huldufólk fái hlutina lánaða og skili þeim stundum aftur, jafnvel á allt annan stað en þar sem það tók hlutinn. Þá á huldufólk að nota hringa sem það fær lánað við sérstakar manndómsvígslur en skili þeim svo aftur. „Mér finnst þetta svona skemmtilegri tilhugsun en að hringurinn hafi bara verið allan tímann inni í keppnum,“ segir Anna létt í bragði. „Þó að svona sögur af huldufólki séu ekkert endilega sannar þá er þetta gömul þjóðtrú og mér finnst mikilvægt að við gleymum henni ekki. Það er gott að halda svona sögum til haga, þó að það sé ekki nema bara til skemmtunar.“ Anna er að vonum hæstánægð með að hafa fundið hringinn aftur. „Ég er heppnari en maðurinn minn sem missti sinn hring í sjóinn fyrir 10 árum. Við segjum að hann hafi trúlega farið í þorskkjaft. Maðurinn minn fékk sér nýjan hring en það stóð aldrei til að ég fengi mér nýjan hring þar sem ég var viss um að finna hringinn minn aftur.“ Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Anna Guðný Egilsdóttir var að taka slátur fyrir ári síðan ásamt vinkonu sinni og móður hennar þegar hún lenti í því óhappi að týna giftingarhringnum sínum í blóðmörskeppi. Akureyrarvefurinn greindi fyrst frá. „Þetta var alveg ótrúlegt því það var verið að segja mér sögu af konu sem hafði einmitt týnt giftingarhringnum sínum þegar hún var að taka slátur. Svo átta ég mig á því að ég er ekki með hringinn minn lengur á fingri svo við byrjum að leita að honum,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún segir að þær hafi verið búnar að setja í alla keppina og verið var að sauma þá saman. „Við þukluðum og þukluðum alla keppina en fundum ekki neitt en ég var alveg handviss um að hringurinn kæmi í leitirnar. Ég var því mjög meðvituð allt árið þegar ég var að skera blóðmörskeppina. Ég skar slátrið bara einhvern veginn en blóðmörinn skar ég alltaf á ákveðinn hátt svo ég sæi hringinn ef hann kæmi í ljós.“ Hún hafði svo heppnina með sér um helgina þegar hringurinn fannst djúpt inni í einum keppnum. „Ég held hreinlega að þetta hafi verið síðasti keppurinn, það var kannski einn annar eftir. Hringurinn var djúpt inni í keppnum, ég var búin að skera meira en helminginn niður þegar ég fann hringinn.“ Aðspurð segir Anna að það sjái ekki á hringnum, þrátt fyrir að hann hafi verið inni í blóðmörskepp í rúmt ár.Kannski fékk huldufólk hringinn lánaðan? Anna segir að það sé til skemmtileg þjóðtrú hvað verði um hluti sem hverfa. Sagan segir að huldufólk fái hlutina lánaða og skili þeim stundum aftur, jafnvel á allt annan stað en þar sem það tók hlutinn. Þá á huldufólk að nota hringa sem það fær lánað við sérstakar manndómsvígslur en skili þeim svo aftur. „Mér finnst þetta svona skemmtilegri tilhugsun en að hringurinn hafi bara verið allan tímann inni í keppnum,“ segir Anna létt í bragði. „Þó að svona sögur af huldufólki séu ekkert endilega sannar þá er þetta gömul þjóðtrú og mér finnst mikilvægt að við gleymum henni ekki. Það er gott að halda svona sögum til haga, þó að það sé ekki nema bara til skemmtunar.“ Anna er að vonum hæstánægð með að hafa fundið hringinn aftur. „Ég er heppnari en maðurinn minn sem missti sinn hring í sjóinn fyrir 10 árum. Við segjum að hann hafi trúlega farið í þorskkjaft. Maðurinn minn fékk sér nýjan hring en það stóð aldrei til að ég fengi mér nýjan hring þar sem ég var viss um að finna hringinn minn aftur.“
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira