Kemur til greina að Gæslan skili byssunum Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2014 12:56 Georg Lárusson (annar frá hægri), forstjóri Landhelgisgæslunnar, á fundi allsherjarnefndar Alþingis. Vísir/GVA Yfirmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Landhelgisgæslunnar komu fyrir tvær nefndir Alþingis í morgun, annars vegar vegna skýrslu lögreglunnar um mótmæli í búsáhaldabyltingunni og hins vegar vegna byssuinnflutnings Gæslunnar. Forstjóri Gæslunnar segir til greina koma að skila byssunum ef þær reynist ekki vera gjöf frá Norðmönnum. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og fleiri yfirmenn hennar komu fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í morgun til að svara spurningum um innflutning á hátt í 300 hríðskotabyssum stofnunarinnar frá Noregi í febrúar, sem enn hafa ekki verið tollafgreiddar og eru nú innsiglaðar af Tollinum í geymslu Gæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Georg segir nefndina hafa viljað vita hvort leynd hefði hvílt yfir innflutningnum en svo hafi ekki verið. Hins vegar hafi ekki unnist tími til að tollafgreiða vopnin þótt tollurinn hafi vitað af innflutningnum. „Þegar það kom upp að það kynni að leika vafi á því hvort um gjöf eða sölu væri að ræða var það sameiginleg ákvörðun landhelgisgæslu og tollstjóra að rétt væri að innsigla þessi vopn á meðan það mál væri óleyst. Og þannig verður það þar til búið er að skera úr um það. Ef gefandinn hefur skipt um skoðun þá nærð það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur. Meðan ekki er búið að leysa úr þessu eru vopnin undir innsigli og fara hvergi enda engin brýn þörf á þeim hér á allra næstunni,“ segir Georg. Gæslan hafi átt í gjöfulu samstarfi við Norðmenn á undanförnum áratugum og af þeim samskiptum hefði mátt ráða að um gjöf væri að ræða eins og áður. Enda hafi Gæslan fengið 50 hríðskotabyssur frá Norðmönnum árið 2011 án þess að reikningur væri sendur fyrir þeim.Við erum þótt lítil séum sjálfstætt ríki, er ekki meiri reisn yfir því að löggæslustofnanir eins og Landhelgisgæslan og lögreglan fari ekki bónveg til búðar heldur fest kaup á vopnum þegar á þarf að halda? „Jú það er svo sannarlega rétt. Það er svo margt í þessu þjóðfélagi sem þyrfti að vera meiri reisn yfir hvað varðar fjármál eins og á stendur nú. En við erum að reyna að bjarga okkur við erfitt árferði,“ segir Georg. Þá komu Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og nokkrir af æðstu yfirmönnum lögreglunnar á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis vegna skýrslu lögreglu um búsáhaldabyltinguna, birtingu skýrslunnar og nafgreinda einstaklinga þar. Sigríður Björk segir ekki hennar að meta hvaða forsendur lágu til grundvallar skýrslugerðarinnar á sínum tíma, enda var hún þá ekki í þessu embætti. „Það er svona eftir á að hyggja þá hefði sumt af því sem kom fram í samantektinni mátt setja fram með öðrum hætti. Til dæmis hvað varðar aðferðir lögreglu, sem var einn af tilgangnum með þessari samantekt, hefði ekki þurft nöfn eða einhverjar persónulegar skoðanir inn í þá umfjöllun. En eins og ég segi það er voðalega auðvelt að koma eftirá og meta hvernig hefði átt að gera hlutina,“ segir Sigríður Björk. Tengdar fréttir Fjölgun lögreglumanna mikilvægari en vopnavæðing Lögreglukona og mannfræðingur segir umræðu um vopnaburð lögreglumanna á villigötum. Aðgengi að vopnum sé ekki til þess fallið að auka öryggi. 29. október 2014 19:37 Svona heyrist þegar skotið er úr MG3 hríðskotabyssum eins sem gæslan á Gæslan fékk tíu byssur af gerðinni Rheinmetall MG3 að gjöf frá norska hernum. 29. október 2014 23:15 Allt sem við vitum um byssurnar á 90 sekúndum Staðreyndirnar sem liggja fyrir í byssumálinu. 27. október 2014 13:11 Vatnsbyssumótmæli gegn hríðskotabyssum Fólk er hvatt til að taka með sér vatnsbyssur í mótmæli við lögreglustöðina á Hverfisgötu í dag. 24. október 2014 14:53 Byssurnar um borð í skipin Landhelgisgæslan ætlar að nota þær eitt hundrað hríðskotabyssur sem hún fékk frá Norðmönnum um borð í skipunum sínum og í varahluti. 26. október 2014 13:14 Ráðherrar sverja af sér vélbyssur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki haft nein afskipti af komu 250 MP5-hríðskotabyssa hingað til lands. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lögreglan hafi heimild til að endurnýja búnað sinn án þess að ráðherra skipti 25. október 2014 08:00 Utanríkisráðherra segir eðlilegt að lögreglan endurnýi vopnabúnað Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi ekki haft neina aðkomu að kaupum Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá Noregi. 24. október 2014 14:48 Utanríkisráðuneytið kom ekki að vopnakaupunum Utanríkisráðherra segist með engum hætti hafa komið að kaupunum á vélbyssunum frá Noregi þvert á það sem kom fram á fundi Allsherjarnefndar Alþingis í vikunni. 25. október 2014 12:45 „Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi“ „Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd.“ 29. október 2014 07:38 Tollskylt hafi vopn verið keypt Tollstjóri hefur innsiglað norsku hríðskotabyssurnar vegna óvissu um hvort þær eru keyptar eða gefnar. 1. nóvember 2014 11:30 Höfum fengið 310 hríðskotabyssur frá norska hernum frá 2011 Ríkislögreglustjóri óskaði eftir vopnum frá Norðmönnum en Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu vopnanna. 27. október 2014 16:27 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Yfirmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Landhelgisgæslunnar komu fyrir tvær nefndir Alþingis í morgun, annars vegar vegna skýrslu lögreglunnar um mótmæli í búsáhaldabyltingunni og hins vegar vegna byssuinnflutnings Gæslunnar. Forstjóri Gæslunnar segir til greina koma að skila byssunum ef þær reynist ekki vera gjöf frá Norðmönnum. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og fleiri yfirmenn hennar komu fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í morgun til að svara spurningum um innflutning á hátt í 300 hríðskotabyssum stofnunarinnar frá Noregi í febrúar, sem enn hafa ekki verið tollafgreiddar og eru nú innsiglaðar af Tollinum í geymslu Gæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Georg segir nefndina hafa viljað vita hvort leynd hefði hvílt yfir innflutningnum en svo hafi ekki verið. Hins vegar hafi ekki unnist tími til að tollafgreiða vopnin þótt tollurinn hafi vitað af innflutningnum. „Þegar það kom upp að það kynni að leika vafi á því hvort um gjöf eða sölu væri að ræða var það sameiginleg ákvörðun landhelgisgæslu og tollstjóra að rétt væri að innsigla þessi vopn á meðan það mál væri óleyst. Og þannig verður það þar til búið er að skera úr um það. Ef gefandinn hefur skipt um skoðun þá nærð það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur. Meðan ekki er búið að leysa úr þessu eru vopnin undir innsigli og fara hvergi enda engin brýn þörf á þeim hér á allra næstunni,“ segir Georg. Gæslan hafi átt í gjöfulu samstarfi við Norðmenn á undanförnum áratugum og af þeim samskiptum hefði mátt ráða að um gjöf væri að ræða eins og áður. Enda hafi Gæslan fengið 50 hríðskotabyssur frá Norðmönnum árið 2011 án þess að reikningur væri sendur fyrir þeim.Við erum þótt lítil séum sjálfstætt ríki, er ekki meiri reisn yfir því að löggæslustofnanir eins og Landhelgisgæslan og lögreglan fari ekki bónveg til búðar heldur fest kaup á vopnum þegar á þarf að halda? „Jú það er svo sannarlega rétt. Það er svo margt í þessu þjóðfélagi sem þyrfti að vera meiri reisn yfir hvað varðar fjármál eins og á stendur nú. En við erum að reyna að bjarga okkur við erfitt árferði,“ segir Georg. Þá komu Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og nokkrir af æðstu yfirmönnum lögreglunnar á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis vegna skýrslu lögreglu um búsáhaldabyltinguna, birtingu skýrslunnar og nafgreinda einstaklinga þar. Sigríður Björk segir ekki hennar að meta hvaða forsendur lágu til grundvallar skýrslugerðarinnar á sínum tíma, enda var hún þá ekki í þessu embætti. „Það er svona eftir á að hyggja þá hefði sumt af því sem kom fram í samantektinni mátt setja fram með öðrum hætti. Til dæmis hvað varðar aðferðir lögreglu, sem var einn af tilgangnum með þessari samantekt, hefði ekki þurft nöfn eða einhverjar persónulegar skoðanir inn í þá umfjöllun. En eins og ég segi það er voðalega auðvelt að koma eftirá og meta hvernig hefði átt að gera hlutina,“ segir Sigríður Björk.
Tengdar fréttir Fjölgun lögreglumanna mikilvægari en vopnavæðing Lögreglukona og mannfræðingur segir umræðu um vopnaburð lögreglumanna á villigötum. Aðgengi að vopnum sé ekki til þess fallið að auka öryggi. 29. október 2014 19:37 Svona heyrist þegar skotið er úr MG3 hríðskotabyssum eins sem gæslan á Gæslan fékk tíu byssur af gerðinni Rheinmetall MG3 að gjöf frá norska hernum. 29. október 2014 23:15 Allt sem við vitum um byssurnar á 90 sekúndum Staðreyndirnar sem liggja fyrir í byssumálinu. 27. október 2014 13:11 Vatnsbyssumótmæli gegn hríðskotabyssum Fólk er hvatt til að taka með sér vatnsbyssur í mótmæli við lögreglustöðina á Hverfisgötu í dag. 24. október 2014 14:53 Byssurnar um borð í skipin Landhelgisgæslan ætlar að nota þær eitt hundrað hríðskotabyssur sem hún fékk frá Norðmönnum um borð í skipunum sínum og í varahluti. 26. október 2014 13:14 Ráðherrar sverja af sér vélbyssur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki haft nein afskipti af komu 250 MP5-hríðskotabyssa hingað til lands. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lögreglan hafi heimild til að endurnýja búnað sinn án þess að ráðherra skipti 25. október 2014 08:00 Utanríkisráðherra segir eðlilegt að lögreglan endurnýi vopnabúnað Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi ekki haft neina aðkomu að kaupum Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá Noregi. 24. október 2014 14:48 Utanríkisráðuneytið kom ekki að vopnakaupunum Utanríkisráðherra segist með engum hætti hafa komið að kaupunum á vélbyssunum frá Noregi þvert á það sem kom fram á fundi Allsherjarnefndar Alþingis í vikunni. 25. október 2014 12:45 „Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi“ „Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd.“ 29. október 2014 07:38 Tollskylt hafi vopn verið keypt Tollstjóri hefur innsiglað norsku hríðskotabyssurnar vegna óvissu um hvort þær eru keyptar eða gefnar. 1. nóvember 2014 11:30 Höfum fengið 310 hríðskotabyssur frá norska hernum frá 2011 Ríkislögreglustjóri óskaði eftir vopnum frá Norðmönnum en Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu vopnanna. 27. október 2014 16:27 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Fjölgun lögreglumanna mikilvægari en vopnavæðing Lögreglukona og mannfræðingur segir umræðu um vopnaburð lögreglumanna á villigötum. Aðgengi að vopnum sé ekki til þess fallið að auka öryggi. 29. október 2014 19:37
Svona heyrist þegar skotið er úr MG3 hríðskotabyssum eins sem gæslan á Gæslan fékk tíu byssur af gerðinni Rheinmetall MG3 að gjöf frá norska hernum. 29. október 2014 23:15
Allt sem við vitum um byssurnar á 90 sekúndum Staðreyndirnar sem liggja fyrir í byssumálinu. 27. október 2014 13:11
Vatnsbyssumótmæli gegn hríðskotabyssum Fólk er hvatt til að taka með sér vatnsbyssur í mótmæli við lögreglustöðina á Hverfisgötu í dag. 24. október 2014 14:53
Byssurnar um borð í skipin Landhelgisgæslan ætlar að nota þær eitt hundrað hríðskotabyssur sem hún fékk frá Norðmönnum um borð í skipunum sínum og í varahluti. 26. október 2014 13:14
Ráðherrar sverja af sér vélbyssur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki haft nein afskipti af komu 250 MP5-hríðskotabyssa hingað til lands. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lögreglan hafi heimild til að endurnýja búnað sinn án þess að ráðherra skipti 25. október 2014 08:00
Utanríkisráðherra segir eðlilegt að lögreglan endurnýi vopnabúnað Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi ekki haft neina aðkomu að kaupum Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá Noregi. 24. október 2014 14:48
Utanríkisráðuneytið kom ekki að vopnakaupunum Utanríkisráðherra segist með engum hætti hafa komið að kaupunum á vélbyssunum frá Noregi þvert á það sem kom fram á fundi Allsherjarnefndar Alþingis í vikunni. 25. október 2014 12:45
„Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi“ „Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd.“ 29. október 2014 07:38
Tollskylt hafi vopn verið keypt Tollstjóri hefur innsiglað norsku hríðskotabyssurnar vegna óvissu um hvort þær eru keyptar eða gefnar. 1. nóvember 2014 11:30
Höfum fengið 310 hríðskotabyssur frá norska hernum frá 2011 Ríkislögreglustjóri óskaði eftir vopnum frá Norðmönnum en Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu vopnanna. 27. október 2014 16:27