Gefur Beyoncé út nýja plötu eftir tíu daga? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 15:00 vísir/getty Söngkonan Beyoncé kom aðdáendum sínum í opna skjöldu þegar hún gaf út sína fimmtu stúdíóplötu, Beyoncé, þann 13. desember á síðasta ári á iTunes. Enginn nema hennar nánustu vissu af þessari óvæntu plötuútgáfu en platan seldist í rúmlega átta hundruð þúsund eintökum fyrstu þrjá dagana á iTunes. Platan hefur selst í meira en fimm milljón eintaka á heimsvísu. Nú þegar styttist í eins árs afmæli þessa óvænta viðburðar hafa sögusagnir farið á kreik að Beyoncé ætli að endurtaka leikinn. Dularfull mynd sem hefur farið víða á netinu ýtir enn fremur undir þessar sögur. Á myndinni sést það sem virðist vera útgáfusamningur frá Parkwood Entertainment og Columbia Records um plötuna Beyoncé - Self Titled - Volume 2. Samkvæmt myndinni ætti nýja platan að koma út föstudaginn 14. nóvember á iTunes.Plaggið fræga.Þá stendur einnig á plagginu að fjölmargir listamenn muni heyrast á plötunni, þar á meðal Drake, Jay Z, Nicki Minaj, Justin Timberlake, Rihanna, Frank Ocean og dóttir Beyoncé og Jay Z, Blue Ivy. Svo virðist sem um sé að ræða lúxusútgáfu af plötunni Beyoncé með ellefu nýju lögum, þar á meðal endurhljóðblöndun af laginu Flawless með Nicki Minaj. Þeir sem kaupa geisladiskinn uppá gamla mátann, sem kemur út mánudaginn 25. nóvember, fá einnig DVD-disk með 28 tónlistarmyndböndum og myndbrotum úr tónleikaferðalagi söngkonunnar. Ekki er ljóst hvort plaggið sem gengið hefur manna á milli er falsað eður ei og hefur Beyoncé sjálf ekki tjáð sig um það. Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Söngkonan Beyoncé kom aðdáendum sínum í opna skjöldu þegar hún gaf út sína fimmtu stúdíóplötu, Beyoncé, þann 13. desember á síðasta ári á iTunes. Enginn nema hennar nánustu vissu af þessari óvæntu plötuútgáfu en platan seldist í rúmlega átta hundruð þúsund eintökum fyrstu þrjá dagana á iTunes. Platan hefur selst í meira en fimm milljón eintaka á heimsvísu. Nú þegar styttist í eins árs afmæli þessa óvænta viðburðar hafa sögusagnir farið á kreik að Beyoncé ætli að endurtaka leikinn. Dularfull mynd sem hefur farið víða á netinu ýtir enn fremur undir þessar sögur. Á myndinni sést það sem virðist vera útgáfusamningur frá Parkwood Entertainment og Columbia Records um plötuna Beyoncé - Self Titled - Volume 2. Samkvæmt myndinni ætti nýja platan að koma út föstudaginn 14. nóvember á iTunes.Plaggið fræga.Þá stendur einnig á plagginu að fjölmargir listamenn muni heyrast á plötunni, þar á meðal Drake, Jay Z, Nicki Minaj, Justin Timberlake, Rihanna, Frank Ocean og dóttir Beyoncé og Jay Z, Blue Ivy. Svo virðist sem um sé að ræða lúxusútgáfu af plötunni Beyoncé með ellefu nýju lögum, þar á meðal endurhljóðblöndun af laginu Flawless með Nicki Minaj. Þeir sem kaupa geisladiskinn uppá gamla mátann, sem kemur út mánudaginn 25. nóvember, fá einnig DVD-disk með 28 tónlistarmyndböndum og myndbrotum úr tónleikaferðalagi söngkonunnar. Ekki er ljóst hvort plaggið sem gengið hefur manna á milli er falsað eður ei og hefur Beyoncé sjálf ekki tjáð sig um það.
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp