Íslenski boltinn

Rúnar: Skýrist á næstu 2-3 dögum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Arnþór
Rúnar Kristinsson vildi ekkert tjá sig um næstu skref sín í fótboltanum en hann lét á dögunum af starfi sínu sem þjálfari KR.

Rúnar hefur verið sterklega orðaður við Lilleström í Noregi en félagið er nú að leita sér að nýjum þjálfara. Samkvæmt fjölmiðlum í Noregi þykir Rúnar koma einna helst til greina í starfið.

Hann vildi ekkert segja um gang mála eða hvort hann væri í viðræðum við Lilleström. „Mín mál skýrast vonandi á næstu 2-3 dögum,“ sagði hann við Vísi í dag.

Rúnar náði frábærum árangri með KR en hann vann alls fimm stóra titla með liðinu á fjóru og hálfu tímabili sem þjálfari þess.


Tengdar fréttir

Rúnar þarf að svara KR í vikunni

KR-ingar ætla ekki að bíða endalaust eftir svari frá Rúnari Kristinssyni um hvort hann ætli sér að þjálfa lið félagsins áfram eður ei.

Rúnar hættur hjá KR

Sterklega orðaður við starfið hjá Lilleström í Noregi.

Rúnar á leið í erfiðar aðstæður?

Margt bendir til þess að Rúnar Kristinsson fyrrverandi þjálfari KR taki við þjálfun norska knattspyrnuliðsins Lilleström en Rúnar gæti komið inn í mjög erfiðar aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×