Árangur áfram – í tónlist! Greipur Gíslason og Katrín Jakobsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Fyrir nokkrum árum lét menntamálaráðuneytið vinna ítarlega skýrslu um listgreinakennslu á Íslandi. Margt gott kom fram í henni, meðal annars að listgreinakennsla á Íslandi væri á mjög háu stigi og að henni gott aðgengi, ekki síst tónlistarkennslu. Vissulega mætti ýmislegt gera betur, til að mynda þegar kemur að listgreinakennslu í grunnskólum og samstarfi þeirra og tónlistarskóla. Þar sem gott samstarf er milli tónlistarskóla og almennra grunnskóla eru hlutfallslega margir nemendur í tónlistarnámi, það hlutfall er sums staðar mjög hátt, ekki síst úti á landi. Það sýnir áhuga nemenda á því að sækja sér þessa mikilvægu menntun. Kennarahópur tónlistarskólanna hefur svo sinnt ýmsum fleiri störfum í samfélaginu en tónlistarskólakennarar á Íslandi koma hvaðanæva úr heiminum og endurspegla þá staðreynd að erlendir tónlistarmenn hafa lengi gegnt lykilhlutverki við að byggja upp íslenskt menningar- og tónlistarlíf. Markmið okkar ætti að vera að tryggja að sem flestir eigi gott aðgengi að breiðu og vönduðu framboði af list- og menningarfræðslu og því er mikilvægt að efla fremur tónlistarskóla og skólahljómsveitir, vinna að uppbyggingu tónmennta innan almenna skólakerfisins og styrkja uppbyggingu annarra listgreina. Einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár er sköpun og öflug kennsla ólíkra listgreina hlýtur þar að vera lykilatriði. Lykillinn að því markmiði eru góðir kennarar. Það er því dapurleg staðreynd að tónlistarskólakennarar séu nú í verkfalli og það er von okkar að sú deila leysist sem allra fyrst; það hlýtur að vera kappsmál hins opinbera að byggja upp sem öflugasta listgreinakennslu til hagsbóta fyrir einstaklingana og samfélagið. Platón hélt því fram að allir ættu að leggja stund á tónlist til að auka menningarlegan þroska sálarinnar og að samhljómur og taktur hjálpuðu sálinni við að vinna bæði úr jákvæðum og neikvæðum tilfinningum. Grundvöllur tónlistarmenntunar er einmitt sú hugmynd að hún sé mannbætandi og geti hjálpað öllum að þroska hæfileika sína. Þannig fær fjöldi fólks tækifæri til að öðlast þroska og rækta hæfileika sína, auðga samfélagið og skapa ný verðmæti. Öflug tónlistarmenntun hefur nefnilega líka verið grundvöllur þess að íslenskir tónlistarmenn hafa náð árangri á heimsmælikvarða sem við öll getum verið stolt af sem þjóð. Þess vegna er svo mikilvægt að við tökum höndum saman og byggjum upp á þessum góða grunni og gætum þess að hann molni ekki niður vegna hirðuleysis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum lét menntamálaráðuneytið vinna ítarlega skýrslu um listgreinakennslu á Íslandi. Margt gott kom fram í henni, meðal annars að listgreinakennsla á Íslandi væri á mjög háu stigi og að henni gott aðgengi, ekki síst tónlistarkennslu. Vissulega mætti ýmislegt gera betur, til að mynda þegar kemur að listgreinakennslu í grunnskólum og samstarfi þeirra og tónlistarskóla. Þar sem gott samstarf er milli tónlistarskóla og almennra grunnskóla eru hlutfallslega margir nemendur í tónlistarnámi, það hlutfall er sums staðar mjög hátt, ekki síst úti á landi. Það sýnir áhuga nemenda á því að sækja sér þessa mikilvægu menntun. Kennarahópur tónlistarskólanna hefur svo sinnt ýmsum fleiri störfum í samfélaginu en tónlistarskólakennarar á Íslandi koma hvaðanæva úr heiminum og endurspegla þá staðreynd að erlendir tónlistarmenn hafa lengi gegnt lykilhlutverki við að byggja upp íslenskt menningar- og tónlistarlíf. Markmið okkar ætti að vera að tryggja að sem flestir eigi gott aðgengi að breiðu og vönduðu framboði af list- og menningarfræðslu og því er mikilvægt að efla fremur tónlistarskóla og skólahljómsveitir, vinna að uppbyggingu tónmennta innan almenna skólakerfisins og styrkja uppbyggingu annarra listgreina. Einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár er sköpun og öflug kennsla ólíkra listgreina hlýtur þar að vera lykilatriði. Lykillinn að því markmiði eru góðir kennarar. Það er því dapurleg staðreynd að tónlistarskólakennarar séu nú í verkfalli og það er von okkar að sú deila leysist sem allra fyrst; það hlýtur að vera kappsmál hins opinbera að byggja upp sem öflugasta listgreinakennslu til hagsbóta fyrir einstaklingana og samfélagið. Platón hélt því fram að allir ættu að leggja stund á tónlist til að auka menningarlegan þroska sálarinnar og að samhljómur og taktur hjálpuðu sálinni við að vinna bæði úr jákvæðum og neikvæðum tilfinningum. Grundvöllur tónlistarmenntunar er einmitt sú hugmynd að hún sé mannbætandi og geti hjálpað öllum að þroska hæfileika sína. Þannig fær fjöldi fólks tækifæri til að öðlast þroska og rækta hæfileika sína, auðga samfélagið og skapa ný verðmæti. Öflug tónlistarmenntun hefur nefnilega líka verið grundvöllur þess að íslenskir tónlistarmenn hafa náð árangri á heimsmælikvarða sem við öll getum verið stolt af sem þjóð. Þess vegna er svo mikilvægt að við tökum höndum saman og byggjum upp á þessum góða grunni og gætum þess að hann molni ekki niður vegna hirðuleysis.
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun