Þegar stórir karlar verða litlir Finnbogi Hermannsson skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Sú var tíðin að lögreglustjóranum í Reykjavík fannst sér hentast að brenna uppsafnaðar upplýsingar um óvini ríkisins þegar þær fylltu orðið hvert gljúfur og gil á gömlu lögreglustöðinni við Pósthússtræti. Var þetta í Kaldastríðinu og sérstakur lögregluþjónn hafður að störfum við að snuðra uppi stjórnmálaskoðanir og athafnir þess fólks sem hugsanlega gerði athugasemdir við gjörðir stjórnvalda þess tíma, ekki síst í utanríkismálum. Upplýsingar um þetta fólk voru svo handlangaðar inn í ameríska sendiráðið við Laufásveg og biðu betri tíma. Um var að ræða algjörlega löglausa starfsemi enda var hún ekki til á pappírum og lögregluþjónninn ekki við þessa iðju bak við luktar dyr. Endaði með því að farið var með tunnusekki af pappírum upp fyrir bæ og gögnum brennt í gataðri öskutunnu við ónefndan sumarbústað. Líklega var Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur að skírskota til bréfabrunans í öskutunnunni þegar hann sagði í viðtali á Stöð 2 29. október sl. að auðvitað hefði lögreglustjórinn átt að brenna þessa skýrslu þegar hann sá hana. Og átti við skýrslu Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns um ýmis lögregluafskipti í kjölfar bankahrunsins. Þegar Geir Jón hafði dundað við sína skýrslu í hálft ár, þótti honum aftur á móti hentast að fara með hana sem kennslugagn í svokölluðum Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins. Til er heilt myndband af kennslustund Geirs Jóns þar sem hann lýsir afrekum lögreglunnar í baráttu við skrílinn á Austurvelli eins og ritstjóri Morgunblaðsins kemst að orði í síðasta Reykjavíkurbréfi. Segjum sem svo að Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins hefði viljað varpa einhverju ljósi á leikreglur lýðræðisríkis þar sem fólk hefur tjáningarfrelsi og rétt til að mótmæla. Fengið lögfræðing til að fara yfir réttindi mótmælenda og þá fulltrúa lögreglu til að útskýra hennar hlutverk. Nei. Mættur var á svæðið upprennandi stjórnmálamaður og fyrrverandi lögregluþjónn í einum og sama manninum. Orðinn krossfari og merkisberi Sjálfstæðisflokksins og veifaði skýrslu sinni mjög gestíkúlerandi sem krossfari fánanum. Deo les volt hrópuðu krossfararnir forðum og unglingarnir í Stjórnmálaskólanum hlustuðu hugfangnir.Nærgangandi upplýsingar Seint og um síðir kom svo skýrslan fyrir almenningssjónir eftir viðkomu hjá umboðsmanni alþingis. Átti einungis að berast til Evu Hauksdóttur skv. umboðsmanni. Öllum er klúðrið kunnugt. Og skýrsluhöfundur er nú ekki lengur bara góðgjarn lögregluþjónn og mannasættir. Hann var nefnilega að færa í letur nærgangandi upplýsingar um fjölda pólitískra andstæðinga sína og þeirra á meðal fólk sem hann hefur setið með á Alþingi sem varaþingmaður. Samstundis urðu öll ummæli í skýrslunni um Vinstri græn og aðra óvini Sjálfstæðisflokksins með öllu ótrúverðug og skýrslan gjörónýt. Eftir stendur hins vegar í hugum fólks að lögreglan hafi staðið sig vel við erfiðar aðstæður þar sem reitt fólk kom saman og margir búnir að tapa ævihýrunni bara sisona. Forvirkar rannsóknir er ekki gamalt hugtak í íslensku. Er þýðing á enska heitinu proactive investigation. Lögreglan hefur viljað lögleiða forvirkar rannsóknir en ekki tekist. Þökk sé Ögmundi Jónassyni og fleirum. Skýrslugerðir Geirs Jóns Þórissonar heyra vafalítið undir forvirkar rannsóknir og pólitískar persónunjósnir. Ekki síst í ljósi þess að honum fannst eðlilegast að fara beint með gumsið inn í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins í Valhöllu. Og svo svívirðilega lýkur skýrslugerðinni, að herða skuli á stríðum söngum með því að safna saman og setja í fæl allt myndefni sem tilheyrir tímaramma atburðanna. Hvað verður nú um traustið sem lögreglan með súrum svita hafði byggt upp hjá almenningi, þegar í ljós kemur að innan hennar ganga menn enn lausir við sömu iðju og ástunduð var í Pósthússtrætinu forðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Sjá meira
Sú var tíðin að lögreglustjóranum í Reykjavík fannst sér hentast að brenna uppsafnaðar upplýsingar um óvini ríkisins þegar þær fylltu orðið hvert gljúfur og gil á gömlu lögreglustöðinni við Pósthússtræti. Var þetta í Kaldastríðinu og sérstakur lögregluþjónn hafður að störfum við að snuðra uppi stjórnmálaskoðanir og athafnir þess fólks sem hugsanlega gerði athugasemdir við gjörðir stjórnvalda þess tíma, ekki síst í utanríkismálum. Upplýsingar um þetta fólk voru svo handlangaðar inn í ameríska sendiráðið við Laufásveg og biðu betri tíma. Um var að ræða algjörlega löglausa starfsemi enda var hún ekki til á pappírum og lögregluþjónninn ekki við þessa iðju bak við luktar dyr. Endaði með því að farið var með tunnusekki af pappírum upp fyrir bæ og gögnum brennt í gataðri öskutunnu við ónefndan sumarbústað. Líklega var Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur að skírskota til bréfabrunans í öskutunnunni þegar hann sagði í viðtali á Stöð 2 29. október sl. að auðvitað hefði lögreglustjórinn átt að brenna þessa skýrslu þegar hann sá hana. Og átti við skýrslu Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns um ýmis lögregluafskipti í kjölfar bankahrunsins. Þegar Geir Jón hafði dundað við sína skýrslu í hálft ár, þótti honum aftur á móti hentast að fara með hana sem kennslugagn í svokölluðum Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins. Til er heilt myndband af kennslustund Geirs Jóns þar sem hann lýsir afrekum lögreglunnar í baráttu við skrílinn á Austurvelli eins og ritstjóri Morgunblaðsins kemst að orði í síðasta Reykjavíkurbréfi. Segjum sem svo að Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins hefði viljað varpa einhverju ljósi á leikreglur lýðræðisríkis þar sem fólk hefur tjáningarfrelsi og rétt til að mótmæla. Fengið lögfræðing til að fara yfir réttindi mótmælenda og þá fulltrúa lögreglu til að útskýra hennar hlutverk. Nei. Mættur var á svæðið upprennandi stjórnmálamaður og fyrrverandi lögregluþjónn í einum og sama manninum. Orðinn krossfari og merkisberi Sjálfstæðisflokksins og veifaði skýrslu sinni mjög gestíkúlerandi sem krossfari fánanum. Deo les volt hrópuðu krossfararnir forðum og unglingarnir í Stjórnmálaskólanum hlustuðu hugfangnir.Nærgangandi upplýsingar Seint og um síðir kom svo skýrslan fyrir almenningssjónir eftir viðkomu hjá umboðsmanni alþingis. Átti einungis að berast til Evu Hauksdóttur skv. umboðsmanni. Öllum er klúðrið kunnugt. Og skýrsluhöfundur er nú ekki lengur bara góðgjarn lögregluþjónn og mannasættir. Hann var nefnilega að færa í letur nærgangandi upplýsingar um fjölda pólitískra andstæðinga sína og þeirra á meðal fólk sem hann hefur setið með á Alþingi sem varaþingmaður. Samstundis urðu öll ummæli í skýrslunni um Vinstri græn og aðra óvini Sjálfstæðisflokksins með öllu ótrúverðug og skýrslan gjörónýt. Eftir stendur hins vegar í hugum fólks að lögreglan hafi staðið sig vel við erfiðar aðstæður þar sem reitt fólk kom saman og margir búnir að tapa ævihýrunni bara sisona. Forvirkar rannsóknir er ekki gamalt hugtak í íslensku. Er þýðing á enska heitinu proactive investigation. Lögreglan hefur viljað lögleiða forvirkar rannsóknir en ekki tekist. Þökk sé Ögmundi Jónassyni og fleirum. Skýrslugerðir Geirs Jóns Þórissonar heyra vafalítið undir forvirkar rannsóknir og pólitískar persónunjósnir. Ekki síst í ljósi þess að honum fannst eðlilegast að fara beint með gumsið inn í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins í Valhöllu. Og svo svívirðilega lýkur skýrslugerðinni, að herða skuli á stríðum söngum með því að safna saman og setja í fæl allt myndefni sem tilheyrir tímaramma atburðanna. Hvað verður nú um traustið sem lögreglan með súrum svita hafði byggt upp hjá almenningi, þegar í ljós kemur að innan hennar ganga menn enn lausir við sömu iðju og ástunduð var í Pósthússtrætinu forðum.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar