Kjartan Henry Finnbogason er genginn í raðir danska 1. deildarliðsins AC Horsens frá bikarmeisturum KR. Kjartan skrifaði undir samning sem gildir fram á sumarið 2016.
Þjálfari Horsens er Bo Henriksen sem lék á sínum tíma með Val, Fram og ÍBV hér á landi.
Þetta verður í fyrsta sinn frá árinu 2010 sem Kjartan leikur erlendis. Hann gekk ungur til liðs við Celtic, en náði aldrei að spila leik fyrir skoska stórveldið.
Hann var tvívegis lánaður frá Celtic; annars vegar til Queen's Park og hins vegar Åtvidabergs FF. Kjartan hefur einnig leikið með norska liðinu Sandefjord og Falkirk í Skotlandi.
Kjartan lék sinn 200. leik fyrir KR gegn Stjörnunni í gær. Hann hefur skorað 93 mörk
fyrir Vesturbæjarliðið í þessum 200 leikjum.
Kjartan til Horsens

Tengdar fréttir

Uppbótartíminn: Enginn Evrópublús hjá Stjörnunni | Myndbönd
Átjánda umferð Pepsi-deildar karla fór fram í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag?

Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: KR - Stjarnan 2-3 | Stjarnan heldur í titilvonina
Stjarnan vann magnaðan sigur, 3-2, á KR-ingum í Vesturbænum í kvöld. Ólafur Karl Finsen gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld sem heldur áfram í Íslandsmeistaravonirnar.