Hundaræktandinn á Dalsmynni vill ógilda átta fullyrðingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2014 11:30 Árni Stefán Árnason lögfræðingur. VÍSIr/stefán Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur og Hundaræktarinnar ehf. að Dalsmynni gegn lögfræðingnum Árna Stefáni Árnasyni hefst í Héraðsdómi Reykjarvíkur á morgun. Árna er gefið að sök að hafa með ærumeiðandi ummælum í október í fyrra, í fréttum á dv.is og í þættinum Málinu á Skjá einum, vegið alvarlega að starfsheiðri Ástu og starfseminnar í Dalsmynni. Alls er farið fram á að átta ummæli verði dæmd ógild og ómerk og er þess þá einnig krafist að Árni greiði Ástu tvær milljónir króna með vöxtum frá 9 október í fyrra í miskabætur. Málsatvik eru þau að þann 8. október 2013 birtist frétt á vefsíðunni dv.is undir fyrirsögninni „Dýraverndarlögfræðingur: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“. Í fréttinni var greint frá því að sama kvöld yrði sýndur sjónvarpsþáttur á sjónvarpsstöðinni Skjá einum, þar sem fjallað yrði um starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni, en Ásta Sigurðadóttir veitir henni forstöðu. Í fréttinni og í sjónvarpsþættinum fullyrti Árni að í rekstri Hundaræktarinnar hefðu um langan tíma verið brotin dýraverndarlög og í færslu á bloggsíðu sinni daginn eftir fullyrti hann einnig að Ásta hefði augljóslega gerst brotleg við lög, að Hundaræktin viðhefði framleiðslu á dýrum við bágborin skilyrði og að Ásta „hefði eitthvað að fela“Ummælin átta Ummæli Árna, sem farið er fram á að verði dæmd ógild og ómerk, eru eftirfarandi: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“„Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“„Dýraníð að Dalsmynni“„Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðar allt að tveggja ára fangelsi.“„Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“„Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“„Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“„Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“Starfsheitið eykur vigtinaÍ stefnunni á hendur Árna eru ummælin hér að ofan sögð fela í sér „alvarlegar og óviðurkvæmilegar aðdróttanir og ærumeiðingar“ um að Dalsmynni stundi dýraníð, brjóti dýraverndarlög og hafi hluti að fela, „svo fátt sé nefnt“. Ekki sé um gildisdóma að ræða heldur staðhæfingar um staðreyndir og eru ummælin sögð sérstaklega alvarleg í ljósi þess að Árni kynnir sig ýmist sem dýraverndarlögfræðing eða lögfræðing með dýrarétt sem sérsvið. „Það ljær ummælum hans trúverðugleika í augum almennings og eru ærumeiðingar og aðdróttanir hans því enn alvarlegri en ef leikmaður hefði viðhaft þær,“ er fram kemur í stefnunni.Ásta áður sigrað Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ásta stefnir fyrir ærumeiðandi ummæli um Dalsmynni en árið 2009 sigraði hún meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur. Þá var um að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. Öll voru þau birt á heimasíðunni hundaspjall.is en það va rbloggsíða í umsjá Hrafnhildar.Hrafnhildi var gert að greiða Ástu hálfa milljón í málskostnað en kröfu um miskabætur var hafnað.Nánar er rætt við Ástu Sigurðardóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Tengdar fréttir Hundaræktandi á Dalsmynni sigrar í meiðyrðamáli Húsfreyjan á hundaræktunarbúinu Dalsmynni, Ásta Sigurðardóttir, sigraði meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur, en ummælin höfðu verið skrifuð á bloggsíðu í umsjá Hrafnhildar. Um er að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. 11. febrúar 2009 13:09 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur og Hundaræktarinnar ehf. að Dalsmynni gegn lögfræðingnum Árna Stefáni Árnasyni hefst í Héraðsdómi Reykjarvíkur á morgun. Árna er gefið að sök að hafa með ærumeiðandi ummælum í október í fyrra, í fréttum á dv.is og í þættinum Málinu á Skjá einum, vegið alvarlega að starfsheiðri Ástu og starfseminnar í Dalsmynni. Alls er farið fram á að átta ummæli verði dæmd ógild og ómerk og er þess þá einnig krafist að Árni greiði Ástu tvær milljónir króna með vöxtum frá 9 október í fyrra í miskabætur. Málsatvik eru þau að þann 8. október 2013 birtist frétt á vefsíðunni dv.is undir fyrirsögninni „Dýraverndarlögfræðingur: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“. Í fréttinni var greint frá því að sama kvöld yrði sýndur sjónvarpsþáttur á sjónvarpsstöðinni Skjá einum, þar sem fjallað yrði um starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni, en Ásta Sigurðadóttir veitir henni forstöðu. Í fréttinni og í sjónvarpsþættinum fullyrti Árni að í rekstri Hundaræktarinnar hefðu um langan tíma verið brotin dýraverndarlög og í færslu á bloggsíðu sinni daginn eftir fullyrti hann einnig að Ásta hefði augljóslega gerst brotleg við lög, að Hundaræktin viðhefði framleiðslu á dýrum við bágborin skilyrði og að Ásta „hefði eitthvað að fela“Ummælin átta Ummæli Árna, sem farið er fram á að verði dæmd ógild og ómerk, eru eftirfarandi: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“„Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“„Dýraníð að Dalsmynni“„Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðar allt að tveggja ára fangelsi.“„Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“„Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“„Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“„Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“Starfsheitið eykur vigtinaÍ stefnunni á hendur Árna eru ummælin hér að ofan sögð fela í sér „alvarlegar og óviðurkvæmilegar aðdróttanir og ærumeiðingar“ um að Dalsmynni stundi dýraníð, brjóti dýraverndarlög og hafi hluti að fela, „svo fátt sé nefnt“. Ekki sé um gildisdóma að ræða heldur staðhæfingar um staðreyndir og eru ummælin sögð sérstaklega alvarleg í ljósi þess að Árni kynnir sig ýmist sem dýraverndarlögfræðing eða lögfræðing með dýrarétt sem sérsvið. „Það ljær ummælum hans trúverðugleika í augum almennings og eru ærumeiðingar og aðdróttanir hans því enn alvarlegri en ef leikmaður hefði viðhaft þær,“ er fram kemur í stefnunni.Ásta áður sigrað Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ásta stefnir fyrir ærumeiðandi ummæli um Dalsmynni en árið 2009 sigraði hún meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur. Þá var um að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. Öll voru þau birt á heimasíðunni hundaspjall.is en það va rbloggsíða í umsjá Hrafnhildar.Hrafnhildi var gert að greiða Ástu hálfa milljón í málskostnað en kröfu um miskabætur var hafnað.Nánar er rætt við Ástu Sigurðardóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.
Tengdar fréttir Hundaræktandi á Dalsmynni sigrar í meiðyrðamáli Húsfreyjan á hundaræktunarbúinu Dalsmynni, Ásta Sigurðardóttir, sigraði meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur, en ummælin höfðu verið skrifuð á bloggsíðu í umsjá Hrafnhildar. Um er að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. 11. febrúar 2009 13:09 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Hundaræktandi á Dalsmynni sigrar í meiðyrðamáli Húsfreyjan á hundaræktunarbúinu Dalsmynni, Ásta Sigurðardóttir, sigraði meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur, en ummælin höfðu verið skrifuð á bloggsíðu í umsjá Hrafnhildar. Um er að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. 11. febrúar 2009 13:09
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent