Hundaræktandinn á Dalsmynni vill ógilda átta fullyrðingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2014 11:30 Árni Stefán Árnason lögfræðingur. VÍSIr/stefán Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur og Hundaræktarinnar ehf. að Dalsmynni gegn lögfræðingnum Árna Stefáni Árnasyni hefst í Héraðsdómi Reykjarvíkur á morgun. Árna er gefið að sök að hafa með ærumeiðandi ummælum í október í fyrra, í fréttum á dv.is og í þættinum Málinu á Skjá einum, vegið alvarlega að starfsheiðri Ástu og starfseminnar í Dalsmynni. Alls er farið fram á að átta ummæli verði dæmd ógild og ómerk og er þess þá einnig krafist að Árni greiði Ástu tvær milljónir króna með vöxtum frá 9 október í fyrra í miskabætur. Málsatvik eru þau að þann 8. október 2013 birtist frétt á vefsíðunni dv.is undir fyrirsögninni „Dýraverndarlögfræðingur: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“. Í fréttinni var greint frá því að sama kvöld yrði sýndur sjónvarpsþáttur á sjónvarpsstöðinni Skjá einum, þar sem fjallað yrði um starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni, en Ásta Sigurðadóttir veitir henni forstöðu. Í fréttinni og í sjónvarpsþættinum fullyrti Árni að í rekstri Hundaræktarinnar hefðu um langan tíma verið brotin dýraverndarlög og í færslu á bloggsíðu sinni daginn eftir fullyrti hann einnig að Ásta hefði augljóslega gerst brotleg við lög, að Hundaræktin viðhefði framleiðslu á dýrum við bágborin skilyrði og að Ásta „hefði eitthvað að fela“Ummælin átta Ummæli Árna, sem farið er fram á að verði dæmd ógild og ómerk, eru eftirfarandi: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“„Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“„Dýraníð að Dalsmynni“„Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðar allt að tveggja ára fangelsi.“„Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“„Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“„Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“„Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“Starfsheitið eykur vigtinaÍ stefnunni á hendur Árna eru ummælin hér að ofan sögð fela í sér „alvarlegar og óviðurkvæmilegar aðdróttanir og ærumeiðingar“ um að Dalsmynni stundi dýraníð, brjóti dýraverndarlög og hafi hluti að fela, „svo fátt sé nefnt“. Ekki sé um gildisdóma að ræða heldur staðhæfingar um staðreyndir og eru ummælin sögð sérstaklega alvarleg í ljósi þess að Árni kynnir sig ýmist sem dýraverndarlögfræðing eða lögfræðing með dýrarétt sem sérsvið. „Það ljær ummælum hans trúverðugleika í augum almennings og eru ærumeiðingar og aðdróttanir hans því enn alvarlegri en ef leikmaður hefði viðhaft þær,“ er fram kemur í stefnunni.Ásta áður sigrað Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ásta stefnir fyrir ærumeiðandi ummæli um Dalsmynni en árið 2009 sigraði hún meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur. Þá var um að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. Öll voru þau birt á heimasíðunni hundaspjall.is en það va rbloggsíða í umsjá Hrafnhildar.Hrafnhildi var gert að greiða Ástu hálfa milljón í málskostnað en kröfu um miskabætur var hafnað.Nánar er rætt við Ástu Sigurðardóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Tengdar fréttir Hundaræktandi á Dalsmynni sigrar í meiðyrðamáli Húsfreyjan á hundaræktunarbúinu Dalsmynni, Ásta Sigurðardóttir, sigraði meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur, en ummælin höfðu verið skrifuð á bloggsíðu í umsjá Hrafnhildar. Um er að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. 11. febrúar 2009 13:09 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur og Hundaræktarinnar ehf. að Dalsmynni gegn lögfræðingnum Árna Stefáni Árnasyni hefst í Héraðsdómi Reykjarvíkur á morgun. Árna er gefið að sök að hafa með ærumeiðandi ummælum í október í fyrra, í fréttum á dv.is og í þættinum Málinu á Skjá einum, vegið alvarlega að starfsheiðri Ástu og starfseminnar í Dalsmynni. Alls er farið fram á að átta ummæli verði dæmd ógild og ómerk og er þess þá einnig krafist að Árni greiði Ástu tvær milljónir króna með vöxtum frá 9 október í fyrra í miskabætur. Málsatvik eru þau að þann 8. október 2013 birtist frétt á vefsíðunni dv.is undir fyrirsögninni „Dýraverndarlögfræðingur: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“. Í fréttinni var greint frá því að sama kvöld yrði sýndur sjónvarpsþáttur á sjónvarpsstöðinni Skjá einum, þar sem fjallað yrði um starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni, en Ásta Sigurðadóttir veitir henni forstöðu. Í fréttinni og í sjónvarpsþættinum fullyrti Árni að í rekstri Hundaræktarinnar hefðu um langan tíma verið brotin dýraverndarlög og í færslu á bloggsíðu sinni daginn eftir fullyrti hann einnig að Ásta hefði augljóslega gerst brotleg við lög, að Hundaræktin viðhefði framleiðslu á dýrum við bágborin skilyrði og að Ásta „hefði eitthvað að fela“Ummælin átta Ummæli Árna, sem farið er fram á að verði dæmd ógild og ómerk, eru eftirfarandi: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“„Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“„Dýraníð að Dalsmynni“„Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðar allt að tveggja ára fangelsi.“„Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“„Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“„Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“„Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“Starfsheitið eykur vigtinaÍ stefnunni á hendur Árna eru ummælin hér að ofan sögð fela í sér „alvarlegar og óviðurkvæmilegar aðdróttanir og ærumeiðingar“ um að Dalsmynni stundi dýraníð, brjóti dýraverndarlög og hafi hluti að fela, „svo fátt sé nefnt“. Ekki sé um gildisdóma að ræða heldur staðhæfingar um staðreyndir og eru ummælin sögð sérstaklega alvarleg í ljósi þess að Árni kynnir sig ýmist sem dýraverndarlögfræðing eða lögfræðing með dýrarétt sem sérsvið. „Það ljær ummælum hans trúverðugleika í augum almennings og eru ærumeiðingar og aðdróttanir hans því enn alvarlegri en ef leikmaður hefði viðhaft þær,“ er fram kemur í stefnunni.Ásta áður sigrað Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ásta stefnir fyrir ærumeiðandi ummæli um Dalsmynni en árið 2009 sigraði hún meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur. Þá var um að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. Öll voru þau birt á heimasíðunni hundaspjall.is en það va rbloggsíða í umsjá Hrafnhildar.Hrafnhildi var gert að greiða Ástu hálfa milljón í málskostnað en kröfu um miskabætur var hafnað.Nánar er rætt við Ástu Sigurðardóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.
Tengdar fréttir Hundaræktandi á Dalsmynni sigrar í meiðyrðamáli Húsfreyjan á hundaræktunarbúinu Dalsmynni, Ásta Sigurðardóttir, sigraði meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur, en ummælin höfðu verið skrifuð á bloggsíðu í umsjá Hrafnhildar. Um er að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. 11. febrúar 2009 13:09 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Hundaræktandi á Dalsmynni sigrar í meiðyrðamáli Húsfreyjan á hundaræktunarbúinu Dalsmynni, Ásta Sigurðardóttir, sigraði meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur, en ummælin höfðu verið skrifuð á bloggsíðu í umsjá Hrafnhildar. Um er að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. 11. febrúar 2009 13:09