Kaldar kveðjur til opinberra starfsmanna Elín Björg Jónsdóttir skrifar 1. september 2014 00:00 Neikvæð viðhorf í garð starfsmanna hins opinbera að undanförnu vekja óneitanlega nokkrar vangaveltur um í hvaða átt samfélag okkar stefnir. Fram til þessa hefur almenn samstaða ríkt um hvert grunnhlutverk ríkisins á að vera. Það er að veita öllum heilbrigðisþjónustu og umönnun sem á þurfa að halda, tryggja öryggi og veita menntun óháð efnahag og búsetu. Þetta er sú samfélagsgerð sem þróuð hefur verið á Norðurlöndunum og fyrir vikið eru lífsskilyrði hvergi betri í heiminum. Ýmislegt bendir til að samstaða um hvert hlutverk ríkisins eigi að vera sé ekki lengur til staðar. Reglulega hefur gróflega verið vegið að starfsheiðri starfsmanna ríkis og sveitarfélaga – fólks sem einmitt sinnir þeim störfum sem við byggjum samfélagsgerð okkar á. Opinberlega er talað um að leita verði leiða til að minnka réttindi þessa fólks, gefið er í skyn að það sinni ekki störfum sínum sem skyldi og því þurfi að fækka enn frekar. Yfirgnæfandi meirihluti opinberra starfsmanna sinnir grunnstoðum samfélagsins. Sem dæmi þá manna opinberir starfsmenn lögreglu og slökkvilið, allar heilbrigðisstofnanir landsins, menntastofnanir frá leikskóla og upp í háskóla og sinna allri þeirri þjónustu sem velferðarkerfið veitir. Um 70% starfsmanna hins opinbera eru konur og störf fólksins í almannaþjónustunni er sá grunnur sem við byggjum samfélagsgerð okkar á. Það er hagur heildarinnar að halda úti slíku öryggisneti og það eykur lífsgæði okkar sem þjóðar. Niðurrif á störfum opinberra starfsmanna er þess vegna í raun niðurrif á okkar samfélagsgerð sem fram til þessa hefur byggst upp á jöfnum rétti allra til menntunar, heilbrigðisþjónustu og mannlegrar reisnar. Við megum ekki fjarlægjast hugsjónina um jöfnuð og hverfa til frekari einstaklingshyggju því félagsleg samheldni skilar samfélaginu mun meiru. Það er óumdeilt að öflugt velferðarkerfi er grunnur góðra lífsskilyrða okkar og hjarta velferðarkerfisins er fólkið sem innan þess starfar. Þess vegna á starfsfólk hins opinbera betra skilið frá æðstu yfirmönnum sínum en þær köldu kveðjur sem því hafa borist að undanförnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Neikvæð viðhorf í garð starfsmanna hins opinbera að undanförnu vekja óneitanlega nokkrar vangaveltur um í hvaða átt samfélag okkar stefnir. Fram til þessa hefur almenn samstaða ríkt um hvert grunnhlutverk ríkisins á að vera. Það er að veita öllum heilbrigðisþjónustu og umönnun sem á þurfa að halda, tryggja öryggi og veita menntun óháð efnahag og búsetu. Þetta er sú samfélagsgerð sem þróuð hefur verið á Norðurlöndunum og fyrir vikið eru lífsskilyrði hvergi betri í heiminum. Ýmislegt bendir til að samstaða um hvert hlutverk ríkisins eigi að vera sé ekki lengur til staðar. Reglulega hefur gróflega verið vegið að starfsheiðri starfsmanna ríkis og sveitarfélaga – fólks sem einmitt sinnir þeim störfum sem við byggjum samfélagsgerð okkar á. Opinberlega er talað um að leita verði leiða til að minnka réttindi þessa fólks, gefið er í skyn að það sinni ekki störfum sínum sem skyldi og því þurfi að fækka enn frekar. Yfirgnæfandi meirihluti opinberra starfsmanna sinnir grunnstoðum samfélagsins. Sem dæmi þá manna opinberir starfsmenn lögreglu og slökkvilið, allar heilbrigðisstofnanir landsins, menntastofnanir frá leikskóla og upp í háskóla og sinna allri þeirri þjónustu sem velferðarkerfið veitir. Um 70% starfsmanna hins opinbera eru konur og störf fólksins í almannaþjónustunni er sá grunnur sem við byggjum samfélagsgerð okkar á. Það er hagur heildarinnar að halda úti slíku öryggisneti og það eykur lífsgæði okkar sem þjóðar. Niðurrif á störfum opinberra starfsmanna er þess vegna í raun niðurrif á okkar samfélagsgerð sem fram til þessa hefur byggst upp á jöfnum rétti allra til menntunar, heilbrigðisþjónustu og mannlegrar reisnar. Við megum ekki fjarlægjast hugsjónina um jöfnuð og hverfa til frekari einstaklingshyggju því félagsleg samheldni skilar samfélaginu mun meiru. Það er óumdeilt að öflugt velferðarkerfi er grunnur góðra lífsskilyrða okkar og hjarta velferðarkerfisins er fólkið sem innan þess starfar. Þess vegna á starfsfólk hins opinbera betra skilið frá æðstu yfirmönnum sínum en þær köldu kveðjur sem því hafa borist að undanförnu.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun