Logi: Forréttindi fyrir mig Anton Ingi Leifsson skrifar 10. ágúst 2014 09:00 Logi í treyju númer 14. Vísir/kkí Logi Gunnarsson, landsliðsmaður, er klár í slaginn gegn Bretlandi í kvöld. Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins og hefst hann klukkan 19:00 í Laugardalshöll. „Það er mikill missir af Jóni Arnóri. Hann er okkar besti leikmaður, en svona getur gerst. Maður vissi að það gæti gerst þótt maður hefur ekkert talað um það í fjölmiðlum. Hann var búinn með sinn samning og þetta er möguleiki," sagði Logi Gunarsson í samtali við Vísi og sagðist skilja félaga sinn í landsliðinu til marga ára, Jón Arnór Stefánsson, mjög vel, en Jón Arnór gaf ekki kost á sér í verkefnið. „Þetta er mjög erfið aðstaða og við skiljum hann allir. Við vitum núna að það er ákveðinn ábyrgð sem færist á aðra og við erum í stakkbúnir til þess." „Maður nálgast leikina alltaf eins og er alltaf tilbúinn þegar kallið kemur. Það er mjög eðlilegt að á leikmenn sem spila hans stöðu, eins og ég til dæmis, muni fá meiri ábyrgð. Við erum margir með margra ára reynslu í landsliðinu og erum búnir að spila margar stöður og marga stórleiki. Við vitum hvað við erum að fara út í," sagði Logi. „Bretarnir eru virkilega sterkir. Við erum alltaf að spila á móti sterkum þjóðum hérna heima. Maður veit að þetta er alltaf hægt. Við erum búnir að stríða Serbíu og Svartfjallalandi sem höfðu ekki tapað leik síðast þegar þeir voru hérna. Við eigum alltaf séns og sérstaklega núna þegar það eru bara tvær þjóðir með okkur í riðli, þá vitum við að við erum í ágætis færi," sagði Logi um möguleikana á því að komast á EM. Hvað þarf íslenska liðið að gera til þess að vinna Bretana í Höllinni í kvöld? „Það er margt sem þarf að hugsa um þegar kemur að svona. Við ætlum að koma þeir á óvart. Það eru ekkert allir sem koma hérna til Íslands og halda að við séum með eitthvað lið, því við erum með kraftin og áræðnina og komumst langt á henni. Við erum með kraftmikla leikmenn, en einnig mjög góða þótt við séum frá litla Íslandi," sagði Logi. Logi spilaði á dögunum sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd og segir hann að það sé mikill heiður. „Það er bara gaman, en þetta er alltaf mikill heiður að spila fyrir Ísland. Það eru forrétti fyrir mig að vera ennþá í þessu eftir 14 ár og að vera að spila á háum standard í Evrópu því þetta eru hörkulið sem við erum að mæta," sagði Logi. „Ég hef spilað með pabba nokkura þessa leikmanna eins og Martin og Elvar. Þetta er sérstakt fyrir mig og ekki bara fá að vera með heldur vera mikill partur af liðinu og jafnvel byrjunarliðsmaður. Það fær mig líka til að gefa mér ákveðið búst að halda mér í þessu formi sem ég er í," og segist hann ekki vera að hugsa sig um að hætta." „Ef líkaminn leyfir og ef ég er heppinn áfram þá er ekkert sem er að stoppa mig," sem hlakkar til samstarfsins með Friðriki Inga Rúnarssyni og Teiti Örlygssyni sem tóku við Njarðvíkurliðinu í sumar. „Friðrik byrjaði með mig í meistaraflokki þegar 16 ára, 1997 og svo með landsliðinu til 2003. Það er gott samband á milli okkar og við erum mjög nánir. Ég tók mín fyrstu skref með Teit, hetjunni minni, og það verður mjög spennandi í vetur að fá að vera aftur með þessum snillingum," sagði Logi við Vísi að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Logi Gunnarsson, landsliðsmaður, er klár í slaginn gegn Bretlandi í kvöld. Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins og hefst hann klukkan 19:00 í Laugardalshöll. „Það er mikill missir af Jóni Arnóri. Hann er okkar besti leikmaður, en svona getur gerst. Maður vissi að það gæti gerst þótt maður hefur ekkert talað um það í fjölmiðlum. Hann var búinn með sinn samning og þetta er möguleiki," sagði Logi Gunarsson í samtali við Vísi og sagðist skilja félaga sinn í landsliðinu til marga ára, Jón Arnór Stefánsson, mjög vel, en Jón Arnór gaf ekki kost á sér í verkefnið. „Þetta er mjög erfið aðstaða og við skiljum hann allir. Við vitum núna að það er ákveðinn ábyrgð sem færist á aðra og við erum í stakkbúnir til þess." „Maður nálgast leikina alltaf eins og er alltaf tilbúinn þegar kallið kemur. Það er mjög eðlilegt að á leikmenn sem spila hans stöðu, eins og ég til dæmis, muni fá meiri ábyrgð. Við erum margir með margra ára reynslu í landsliðinu og erum búnir að spila margar stöður og marga stórleiki. Við vitum hvað við erum að fara út í," sagði Logi. „Bretarnir eru virkilega sterkir. Við erum alltaf að spila á móti sterkum þjóðum hérna heima. Maður veit að þetta er alltaf hægt. Við erum búnir að stríða Serbíu og Svartfjallalandi sem höfðu ekki tapað leik síðast þegar þeir voru hérna. Við eigum alltaf séns og sérstaklega núna þegar það eru bara tvær þjóðir með okkur í riðli, þá vitum við að við erum í ágætis færi," sagði Logi um möguleikana á því að komast á EM. Hvað þarf íslenska liðið að gera til þess að vinna Bretana í Höllinni í kvöld? „Það er margt sem þarf að hugsa um þegar kemur að svona. Við ætlum að koma þeir á óvart. Það eru ekkert allir sem koma hérna til Íslands og halda að við séum með eitthvað lið, því við erum með kraftin og áræðnina og komumst langt á henni. Við erum með kraftmikla leikmenn, en einnig mjög góða þótt við séum frá litla Íslandi," sagði Logi. Logi spilaði á dögunum sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd og segir hann að það sé mikill heiður. „Það er bara gaman, en þetta er alltaf mikill heiður að spila fyrir Ísland. Það eru forrétti fyrir mig að vera ennþá í þessu eftir 14 ár og að vera að spila á háum standard í Evrópu því þetta eru hörkulið sem við erum að mæta," sagði Logi. „Ég hef spilað með pabba nokkura þessa leikmanna eins og Martin og Elvar. Þetta er sérstakt fyrir mig og ekki bara fá að vera með heldur vera mikill partur af liðinu og jafnvel byrjunarliðsmaður. Það fær mig líka til að gefa mér ákveðið búst að halda mér í þessu formi sem ég er í," og segist hann ekki vera að hugsa sig um að hætta." „Ef líkaminn leyfir og ef ég er heppinn áfram þá er ekkert sem er að stoppa mig," sem hlakkar til samstarfsins með Friðriki Inga Rúnarssyni og Teiti Örlygssyni sem tóku við Njarðvíkurliðinu í sumar. „Friðrik byrjaði með mig í meistaraflokki þegar 16 ára, 1997 og svo með landsliðinu til 2003. Það er gott samband á milli okkar og við erum mjög nánir. Ég tók mín fyrstu skref með Teit, hetjunni minni, og það verður mjög spennandi í vetur að fá að vera aftur með þessum snillingum," sagði Logi við Vísi að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira