Sögustundin: ÍA - KR 1996 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2014 16:15 Guðjón Þórðarson fær flugferð frá lærisveinum sínum. Mynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson (ÞÖK) Það er óhætt að segja að 10. áratugur síðustu aldar hafi verið áratugur ÍA, en liðið varð þá Íslandsmeistari fimm ár í röð, frá 1992 til 1996. Síðasti titilinn var sá torsóttasti, en úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni þegar Skagamenn unnu KR-inga 4-1 í frægum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. ÍA missti sterka leikmenn eftir tímabilið 1995, en Sigurður Jónsson og Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir héldu út í atvinnumennsku. Þrátt fyrir það tefldu Skagamenn fram sterku liði og miklu munaði um innkomu hins 17 ára Bjarna Guðjónssonar, sonar Guðjóns Þórðarsonar sem tók við liði ÍA á ný eftir tvö ár hjá KR. Arftaki hans í Vesturbænum var Luca Lúkas Kostic, fyrrverandi fyrirliði ÍA. ÍA og KR voru í sérflokki í Sjóvá-Almennra deildinni (eins og 1. deild nefndist þá). Skagamenn voru í toppsætinu framan af móti, en KR-ingar náðu toppsætinu með sigri í leiknum gegn ÍA á KR-velli í 9. umferð. Ríkharður Daðason skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu, en KR varð fyrir miklu áfalli þegar að Guðmundur Benediktsson meiddist í leiknum. Guðmundur hafði farið hamförum í fyrri umferðinni og var þegar þarna var komið við sögu markahæsti leikmaður deildarinnar með níu mörk.Meiðsli Gumma Ben settu strik í reikning KR sumarið 1996.Vísir/DaníelKR-ingar misstu af tækifæri til að ná fjögurra stiga forystu þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli gegn Keflavík í 10. umferð og í næstu umferð töpuðu Vesturbæingar sínum fyrsta leik gegn Leiftri Ólafsfirði. Skagamenn voru einnig í vandræðum með að hala inn stig á þessum tíma, en markahrókurinn Mihajlo Bibercic yfirgaf liðið eftir að hafa verið settur á bekkinn í leik gegn Val. ÍA sat í toppsætinu þegar þrjár umferðir voru eftir. Í 16. umferð tók ÍA á móti Grindavík og eftir átta mínútna leik í seinni hálfleik var útlitið ekki bjart fyrir Guðjón Þórðarson og lærisveina hans; tveimur mörkum undir og einum manni færri. En Skagamenn áttu magnaðan endasprett og skoruðu sex mörk á síðasta hálftímanum og unnu leikinn 6-3. Á sama tíma vann KR ÍBV með einu marki gegn engu. Í 17. og næstsíðustu umferðinni komst KR á toppinn á markatölu eftir 3-2 tap ÍA fyrir ÍBV á Hásteinsvelli. Á sama tíma skildu KR og Stjarnan jöfn á KR-velli, 1-1, en Einar Þór Daníelsson, vinstri kantmaður KR, var rekinn af velli í leiknum og var því í leikbanni í úrslitaleiknum sem fór fram degi á eftir öðrum leikjum í lokaumferðinni.Feðgarnir á góðri stund.Það leit ekki vel út með veðrið í vikunni fyrir úrslitaleikinn eins og Gunnlaugur Jónsson, núverandi þjálfari ÍA, lýsti í samtali við Vísi á þriðjudaginn: „Í minningunni var það stórkostlegur leikur. Það var troðfullur völlur og það hefðu verið fleiri áhorfendur ef Hvalfjarðargöngin hefðu verið komin. Það voru margir sem þurftu frá að hverfa í Reykjavík þaðan sem Akraborgin lagði úr höfn, Það leit ekkert sérstaklega út með veðrið. Það var þvílík rigning daganna á undan, en það stytti upp að morgni leikdags og það var frábært veður meðan leikurinn fór fram. Stemmningin á leiknum var líka frábær,“ sagði Gunnlaugur, en KR dugði jafntefli til að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn síðan 1968. Guðjón Þórðarson kom mörgum í opna skjöldu með liðsuppstillingu sinni eins og Gunnlaugur lýsti fyrir Vísi: „Ég var ekki fastamaður í liðinu þetta sumar, en hann stillti mér upp sem hægri bakverði og Steinari Adolfssyni sem vinstri bakverði og setti Sigursteinn Gíslason á miðjuna þar sem hann hafði ekki spilað í einhvern tíma. Og Sigursteinn naut sín mjög vel á þungum velli á móti þeirra akkeri á miðjunni, Heimi Guðjónssyni. Það gekk allt upp og þetta var stórkostlegur sigur.“Liðin þennan dag voru þannig skipuð:ÍA: Þórður Þórðarson; Gunnlaugur Jónsson, Ólafur Adolfsson, Zoran Milijkovic, Steinar Adolfsson; Ólafur Þórðarson, Alexander Högnason, Sigursteinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson; Haraldur Hinriksson (35. Kári Steinn Reynisson), Bjarni Guðjónsson. KR: Kristján Finnbogason; Þormóður Egilsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Ólafur H. Kristjánsson; Hilmar Björnsson, Heimir Guðjónsson, Sigurður Örn Jónsson (63. Ásmundur Haraldsson), Þorsteinn Jónsson (68. Bjarni Þorsteinsson); Guðmundur Benediktsson, Ríkharður Daðason.Guðjón og Sigursteinn Gíslason í Meistaraleik Steina Gíslason 2011.Mynd/Guðmundur BjarkiSkagamenn reyndust sterkari þegar á hólminn var komið. Miðvörðurinn Ólafur Adolfsson skoraði fyrsta mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu Haraldar Ingólfssonar einni mínútu fyrir leikhlé og eftir 20 mínútna leik í seinni hálfleik tvöfaldaði Haraldur forystuna með skalla eftir fyrirgjöf Bjarna Guðjónssonar frá hægri. Sex mínútum minnkaði Ríkharður muninn með sínu 14. marki í deildinni, en Bjarni kláraði leikinn með tveimur mörkum á fjórum mínútum undir lokin. Hið fyrra kom eftir sendingu Sigursteins og hið síðara eftir sendingu fyrirliðans Ólafs Þórðarsonar sem lyfti Íslandsmeistarabikarnum að leik loknum.Ólafur Þórðarson var fyrirliði ÍA 1993-1997.Mynd/Guðmundur Bjarki„Við sýndum enn og aftur að Skagamenn eru bestir þegar mest á reynir,“ sagði Ólafur Þórðarson í samtali við DV eftir leikinn. „Við vorum oftast á toppnum í sumar og allt tal um að KR-ingar hafi verið að spila bestu knattspyrnuna í sumar kveikti bara enn frekar í okkur. Við lékum að mínu mati einn okkar besta leik í sumar og hann kom á virkilega góðum tíma. Það lögðu sig allir 100% í verkefnið og vel það og þegar það gerist er uppskeran góð. „Við gerðum okkur alveg grein fyrir því að það var allt eða ekkert fyrir okkur. Við höfðum allt að vinna og engu að tapa. Við erum langbestir.“Fyrirsögn umfjöllunar DV um leikinn.Skjáskot/DV Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bödker: Scholz var sá besti Hendryk Bödker, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, er maðurinn á bak við þá sterku tengingu sem liðið hefur átt við danska knattspyrnumenn undanfarin ár. 30. september 2014 20:02 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. 28. september 2014 00:01 Getum tekið við minnst sex þúsund manns Úrslitaleikur FH og Stjörnunnar verður líklega afar vel sóttur. 29. september 2014 23:36 Handrið í stúku Kaplakrikavallar of lágt Enn er unnið við lokafrágang stúkunnar á Kaplakrikavelli og verður handriðið fullgert í vetur. 1. október 2014 06:30 Gæsahúðar myndband frá Garðbæingum | Þrír dagar í úrslitaleikinn Ef Stjörnumenn komast ekki í stuð við að horfa á þetta þá er eitthvað að. 1. október 2014 11:41 Lennon: Hewson reyndi að slá mig til baka í meidda typpið Skotinn sló Bretann því hann hélt að Sam Hewson myndi missa af úrslitaleiknum. 29. september 2014 15:30 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - FH 1-4 | Afmælisbarnið með leik upp á tíu Afmælisbarnið Atli Guðnason fór á kostum og skoraði þrennu þegar FH valtaði yfir Val í síðari hálfleik. 28. september 2014 00:01 Sögulegur afmælisdagur Atla FH-ingurinn Atli Guðnason hefur náð bæði markaþrennu og stoðsendingaþrennu á einum mánuði en framganga hans í lokakafla Íslandsmótsins á mestan þátt í því að FH-liðið er aðeins einu stigi frá titlinum. 30. september 2014 06:30 Atli fyrstur til að fá tíu í einkunn | Myndband Reynir Leósson útskýrir hvað gerir Atla Guðnason svona góðan og fer yfir fullkomna frammistöðu hans í sigrinum á FH. 30. september 2014 11:00 Gunnlaugur: Stjarnan þarf að stöðva Atla Guðnason Gunnlaugur Jónsson segir að reynslan og hefðin verði með FH í liði gegn Stjörnunni í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn. 1. október 2014 07:00 Leiktímum breytt í lokaumferðinni - mögnuð ellefu tíma dagskrá á Stöð 2 Sport Tveir leikir í beinni útsendingu og Pepsi-mörkinni í opinni dagskrá. 29. september 2014 14:07 Úrslitaleikur í Krikanum | Úrslit dagsins Topplið Pepsi-deildar karla, FH og Stjarnan, voru í miklu stuði og sáu til þess að það verður hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika um næstu helgi. 28. september 2014 00:01 Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30 Harpa: Stundin er með Stjörnuliðinu, en hefðin með FH Sem kunnugt er mætast FH og Stjarnan í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn. 2. október 2014 10:55 Hittast á toppnum eftir ólíkan áratug FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á laugardaginn en gengi liðanna síðasta áratuginn hefur verið eins ólíkt og hugsast getur. 2. október 2014 07:30 Uppselt í stóru stúkuna í Krikanum Miðarnir á úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn rjúka út í forsölu. 1. október 2014 14:57 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Það er óhætt að segja að 10. áratugur síðustu aldar hafi verið áratugur ÍA, en liðið varð þá Íslandsmeistari fimm ár í röð, frá 1992 til 1996. Síðasti titilinn var sá torsóttasti, en úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni þegar Skagamenn unnu KR-inga 4-1 í frægum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. ÍA missti sterka leikmenn eftir tímabilið 1995, en Sigurður Jónsson og Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir héldu út í atvinnumennsku. Þrátt fyrir það tefldu Skagamenn fram sterku liði og miklu munaði um innkomu hins 17 ára Bjarna Guðjónssonar, sonar Guðjóns Þórðarsonar sem tók við liði ÍA á ný eftir tvö ár hjá KR. Arftaki hans í Vesturbænum var Luca Lúkas Kostic, fyrrverandi fyrirliði ÍA. ÍA og KR voru í sérflokki í Sjóvá-Almennra deildinni (eins og 1. deild nefndist þá). Skagamenn voru í toppsætinu framan af móti, en KR-ingar náðu toppsætinu með sigri í leiknum gegn ÍA á KR-velli í 9. umferð. Ríkharður Daðason skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu, en KR varð fyrir miklu áfalli þegar að Guðmundur Benediktsson meiddist í leiknum. Guðmundur hafði farið hamförum í fyrri umferðinni og var þegar þarna var komið við sögu markahæsti leikmaður deildarinnar með níu mörk.Meiðsli Gumma Ben settu strik í reikning KR sumarið 1996.Vísir/DaníelKR-ingar misstu af tækifæri til að ná fjögurra stiga forystu þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli gegn Keflavík í 10. umferð og í næstu umferð töpuðu Vesturbæingar sínum fyrsta leik gegn Leiftri Ólafsfirði. Skagamenn voru einnig í vandræðum með að hala inn stig á þessum tíma, en markahrókurinn Mihajlo Bibercic yfirgaf liðið eftir að hafa verið settur á bekkinn í leik gegn Val. ÍA sat í toppsætinu þegar þrjár umferðir voru eftir. Í 16. umferð tók ÍA á móti Grindavík og eftir átta mínútna leik í seinni hálfleik var útlitið ekki bjart fyrir Guðjón Þórðarson og lærisveina hans; tveimur mörkum undir og einum manni færri. En Skagamenn áttu magnaðan endasprett og skoruðu sex mörk á síðasta hálftímanum og unnu leikinn 6-3. Á sama tíma vann KR ÍBV með einu marki gegn engu. Í 17. og næstsíðustu umferðinni komst KR á toppinn á markatölu eftir 3-2 tap ÍA fyrir ÍBV á Hásteinsvelli. Á sama tíma skildu KR og Stjarnan jöfn á KR-velli, 1-1, en Einar Þór Daníelsson, vinstri kantmaður KR, var rekinn af velli í leiknum og var því í leikbanni í úrslitaleiknum sem fór fram degi á eftir öðrum leikjum í lokaumferðinni.Feðgarnir á góðri stund.Það leit ekki vel út með veðrið í vikunni fyrir úrslitaleikinn eins og Gunnlaugur Jónsson, núverandi þjálfari ÍA, lýsti í samtali við Vísi á þriðjudaginn: „Í minningunni var það stórkostlegur leikur. Það var troðfullur völlur og það hefðu verið fleiri áhorfendur ef Hvalfjarðargöngin hefðu verið komin. Það voru margir sem þurftu frá að hverfa í Reykjavík þaðan sem Akraborgin lagði úr höfn, Það leit ekkert sérstaklega út með veðrið. Það var þvílík rigning daganna á undan, en það stytti upp að morgni leikdags og það var frábært veður meðan leikurinn fór fram. Stemmningin á leiknum var líka frábær,“ sagði Gunnlaugur, en KR dugði jafntefli til að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn síðan 1968. Guðjón Þórðarson kom mörgum í opna skjöldu með liðsuppstillingu sinni eins og Gunnlaugur lýsti fyrir Vísi: „Ég var ekki fastamaður í liðinu þetta sumar, en hann stillti mér upp sem hægri bakverði og Steinari Adolfssyni sem vinstri bakverði og setti Sigursteinn Gíslason á miðjuna þar sem hann hafði ekki spilað í einhvern tíma. Og Sigursteinn naut sín mjög vel á þungum velli á móti þeirra akkeri á miðjunni, Heimi Guðjónssyni. Það gekk allt upp og þetta var stórkostlegur sigur.“Liðin þennan dag voru þannig skipuð:ÍA: Þórður Þórðarson; Gunnlaugur Jónsson, Ólafur Adolfsson, Zoran Milijkovic, Steinar Adolfsson; Ólafur Þórðarson, Alexander Högnason, Sigursteinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson; Haraldur Hinriksson (35. Kári Steinn Reynisson), Bjarni Guðjónsson. KR: Kristján Finnbogason; Þormóður Egilsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Ólafur H. Kristjánsson; Hilmar Björnsson, Heimir Guðjónsson, Sigurður Örn Jónsson (63. Ásmundur Haraldsson), Þorsteinn Jónsson (68. Bjarni Þorsteinsson); Guðmundur Benediktsson, Ríkharður Daðason.Guðjón og Sigursteinn Gíslason í Meistaraleik Steina Gíslason 2011.Mynd/Guðmundur BjarkiSkagamenn reyndust sterkari þegar á hólminn var komið. Miðvörðurinn Ólafur Adolfsson skoraði fyrsta mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu Haraldar Ingólfssonar einni mínútu fyrir leikhlé og eftir 20 mínútna leik í seinni hálfleik tvöfaldaði Haraldur forystuna með skalla eftir fyrirgjöf Bjarna Guðjónssonar frá hægri. Sex mínútum minnkaði Ríkharður muninn með sínu 14. marki í deildinni, en Bjarni kláraði leikinn með tveimur mörkum á fjórum mínútum undir lokin. Hið fyrra kom eftir sendingu Sigursteins og hið síðara eftir sendingu fyrirliðans Ólafs Þórðarsonar sem lyfti Íslandsmeistarabikarnum að leik loknum.Ólafur Þórðarson var fyrirliði ÍA 1993-1997.Mynd/Guðmundur Bjarki„Við sýndum enn og aftur að Skagamenn eru bestir þegar mest á reynir,“ sagði Ólafur Þórðarson í samtali við DV eftir leikinn. „Við vorum oftast á toppnum í sumar og allt tal um að KR-ingar hafi verið að spila bestu knattspyrnuna í sumar kveikti bara enn frekar í okkur. Við lékum að mínu mati einn okkar besta leik í sumar og hann kom á virkilega góðum tíma. Það lögðu sig allir 100% í verkefnið og vel það og þegar það gerist er uppskeran góð. „Við gerðum okkur alveg grein fyrir því að það var allt eða ekkert fyrir okkur. Við höfðum allt að vinna og engu að tapa. Við erum langbestir.“Fyrirsögn umfjöllunar DV um leikinn.Skjáskot/DV
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bödker: Scholz var sá besti Hendryk Bödker, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, er maðurinn á bak við þá sterku tengingu sem liðið hefur átt við danska knattspyrnumenn undanfarin ár. 30. september 2014 20:02 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. 28. september 2014 00:01 Getum tekið við minnst sex þúsund manns Úrslitaleikur FH og Stjörnunnar verður líklega afar vel sóttur. 29. september 2014 23:36 Handrið í stúku Kaplakrikavallar of lágt Enn er unnið við lokafrágang stúkunnar á Kaplakrikavelli og verður handriðið fullgert í vetur. 1. október 2014 06:30 Gæsahúðar myndband frá Garðbæingum | Þrír dagar í úrslitaleikinn Ef Stjörnumenn komast ekki í stuð við að horfa á þetta þá er eitthvað að. 1. október 2014 11:41 Lennon: Hewson reyndi að slá mig til baka í meidda typpið Skotinn sló Bretann því hann hélt að Sam Hewson myndi missa af úrslitaleiknum. 29. september 2014 15:30 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - FH 1-4 | Afmælisbarnið með leik upp á tíu Afmælisbarnið Atli Guðnason fór á kostum og skoraði þrennu þegar FH valtaði yfir Val í síðari hálfleik. 28. september 2014 00:01 Sögulegur afmælisdagur Atla FH-ingurinn Atli Guðnason hefur náð bæði markaþrennu og stoðsendingaþrennu á einum mánuði en framganga hans í lokakafla Íslandsmótsins á mestan þátt í því að FH-liðið er aðeins einu stigi frá titlinum. 30. september 2014 06:30 Atli fyrstur til að fá tíu í einkunn | Myndband Reynir Leósson útskýrir hvað gerir Atla Guðnason svona góðan og fer yfir fullkomna frammistöðu hans í sigrinum á FH. 30. september 2014 11:00 Gunnlaugur: Stjarnan þarf að stöðva Atla Guðnason Gunnlaugur Jónsson segir að reynslan og hefðin verði með FH í liði gegn Stjörnunni í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn. 1. október 2014 07:00 Leiktímum breytt í lokaumferðinni - mögnuð ellefu tíma dagskrá á Stöð 2 Sport Tveir leikir í beinni útsendingu og Pepsi-mörkinni í opinni dagskrá. 29. september 2014 14:07 Úrslitaleikur í Krikanum | Úrslit dagsins Topplið Pepsi-deildar karla, FH og Stjarnan, voru í miklu stuði og sáu til þess að það verður hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika um næstu helgi. 28. september 2014 00:01 Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30 Harpa: Stundin er með Stjörnuliðinu, en hefðin með FH Sem kunnugt er mætast FH og Stjarnan í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn. 2. október 2014 10:55 Hittast á toppnum eftir ólíkan áratug FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á laugardaginn en gengi liðanna síðasta áratuginn hefur verið eins ólíkt og hugsast getur. 2. október 2014 07:30 Uppselt í stóru stúkuna í Krikanum Miðarnir á úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn rjúka út í forsölu. 1. október 2014 14:57 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Bödker: Scholz var sá besti Hendryk Bödker, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, er maðurinn á bak við þá sterku tengingu sem liðið hefur átt við danska knattspyrnumenn undanfarin ár. 30. september 2014 20:02
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. 28. september 2014 00:01
Getum tekið við minnst sex þúsund manns Úrslitaleikur FH og Stjörnunnar verður líklega afar vel sóttur. 29. september 2014 23:36
Handrið í stúku Kaplakrikavallar of lágt Enn er unnið við lokafrágang stúkunnar á Kaplakrikavelli og verður handriðið fullgert í vetur. 1. október 2014 06:30
Gæsahúðar myndband frá Garðbæingum | Þrír dagar í úrslitaleikinn Ef Stjörnumenn komast ekki í stuð við að horfa á þetta þá er eitthvað að. 1. október 2014 11:41
Lennon: Hewson reyndi að slá mig til baka í meidda typpið Skotinn sló Bretann því hann hélt að Sam Hewson myndi missa af úrslitaleiknum. 29. september 2014 15:30
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - FH 1-4 | Afmælisbarnið með leik upp á tíu Afmælisbarnið Atli Guðnason fór á kostum og skoraði þrennu þegar FH valtaði yfir Val í síðari hálfleik. 28. september 2014 00:01
Sögulegur afmælisdagur Atla FH-ingurinn Atli Guðnason hefur náð bæði markaþrennu og stoðsendingaþrennu á einum mánuði en framganga hans í lokakafla Íslandsmótsins á mestan þátt í því að FH-liðið er aðeins einu stigi frá titlinum. 30. september 2014 06:30
Atli fyrstur til að fá tíu í einkunn | Myndband Reynir Leósson útskýrir hvað gerir Atla Guðnason svona góðan og fer yfir fullkomna frammistöðu hans í sigrinum á FH. 30. september 2014 11:00
Gunnlaugur: Stjarnan þarf að stöðva Atla Guðnason Gunnlaugur Jónsson segir að reynslan og hefðin verði með FH í liði gegn Stjörnunni í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn. 1. október 2014 07:00
Leiktímum breytt í lokaumferðinni - mögnuð ellefu tíma dagskrá á Stöð 2 Sport Tveir leikir í beinni útsendingu og Pepsi-mörkinni í opinni dagskrá. 29. september 2014 14:07
Úrslitaleikur í Krikanum | Úrslit dagsins Topplið Pepsi-deildar karla, FH og Stjarnan, voru í miklu stuði og sáu til þess að það verður hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika um næstu helgi. 28. september 2014 00:01
Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30
Harpa: Stundin er með Stjörnuliðinu, en hefðin með FH Sem kunnugt er mætast FH og Stjarnan í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn. 2. október 2014 10:55
Hittast á toppnum eftir ólíkan áratug FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á laugardaginn en gengi liðanna síðasta áratuginn hefur verið eins ólíkt og hugsast getur. 2. október 2014 07:30
Uppselt í stóru stúkuna í Krikanum Miðarnir á úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn rjúka út í forsölu. 1. október 2014 14:57