Verðofbeldi í skjóli stjórnarráðsins Þórólfur Matthíasson skrifar 2. október 2014 07:00 Árið 1904 réði Standard Oil Co. um 90% af allri olíuframleiðslu í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Fram til 1. janúar 1984 var AT&T eini seljandi símaþjónustu í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Um aldamótin 2000 var markaðshlutdeild Microsoft á markaði fyrir stýrikerfi um 97%. Öll urðu þessi fyrirtæki, fyrir tilstyrk markaðsstöðu sinnar, afar sterk fjárhagslega. Keppinautar héldu því fram að fyrirtækjunum væri tamara að nota fjárhagsstyrk sinn til að takmarka samkeppni en til rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Svo háværar voru þessar raddir að samkeppnisyfirvöld beggja vegna Atlantshafs lögðust í áralöng málaferli til að binda enda á samkeppnishamlandi atferli fyrirtækjanna. Aðgerðir samkeppnisyfirvalda höfðu í öllum tilfellum afgerandi áhrif til lækkunar kostnaðar og hraðari tækniþróunar. Þróun samgangna (einkabíllinn), fjarskipta (farsímar) og netþjónustu hefðu nær örugglega orðið allt önnur og hægari hefðu yfirvöld ekki gripið til sinna ráða. Aðgerðir samkeppnisyfirvalda gegn verðofbeldi skiluðu góðum árangri. Mjólkursamsalan (MS) og tengd fyrirtæki er með yfir 95% af mjólkurvörumarkaðnum á Íslandi. Sé litið til þeirra sögulegu dæma hér að ofan er ekki undarlegt þó samkeppnisyfirvöld hér á landi hafi fyrirtækið til skoðunar með jöfnu millibili. Nýlegur úrskurður þar sem MS er sektuð um 370 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum sannar nauðsyn þess. En þar með er ekki öll sagan sögð.Óskammfeilin framkoma Samkvæmt búvörulögum er heildsöluverðlagning nokkurra tilgreindra vörutegunda sem MS framleiðir á hendi svokallaðrar verðlagsnefndar búvöru. Verðlagsnefndin auglýsir tvenns konar verð fyrir nýmjólkurduft og undanrennuduft. Annars vegar verð til matvælaframleiðenda sem ekki eru í samkeppni við MS. Þeir fá nýmjólkurduftið á 659 krónur kílóið, en aðilar í samkeppni við MS þurfa að borga 1.360 krónur! Þetta er 100% verðmunur! Svipaða sögu er að segja um undanrennuduftið, nema hvað verðmunurinn er heldur minni. Stjórnarráðið leggur ofurtolla á innflutt duft og kemur þannig algjörlega í veg fyrir samkeppni að utan. Þetta er svo óskammfeilin framkoma að engu tali tekur. Verðlagsnefnd búvara er skipuð sjö mönnum. Formaður er starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, fyrrverandi forstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, tveir eru frá Bændasamtökum Íslands, tveir eru frá afurðastöðvum (les MS) og síðan sinn hver frá ASÍ og BSRB. Fulltrúar launafólks eru í minnihluta. Því má fullyrða að stjórnvöld hafi afhent starfsmönnum og eigendum einkasölurisa á neysluvörumarkaði sjálfdæmi um verðlagningu á mikilvægri neysluvöru, vöru sem er bæði notuð af neytendum og af öðrum aðilum í matvælaiðnaði. Og starfsmenn og eigendur einkasölurisans standa undir væntingum og beita verð-ofbeldi úr vopnasafni John D. Rockefeller, eiganda Standard Oil, við verðlagningu á hráefnum til mögulegra keppinauta sinna. Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) telur að seta fulltrúa ASÍ og BSRB í þessari ólánsnefnd réttlæti allar hennar gerðir. Því spyr ég: Er ekki rétt að ASÍ og BSRB hætti að blessa verðofbeldi mjólkurframleiðenda og afturkalli skipan fulltrúa í verðlagsnefnd búvara? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1904 réði Standard Oil Co. um 90% af allri olíuframleiðslu í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Fram til 1. janúar 1984 var AT&T eini seljandi símaþjónustu í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Um aldamótin 2000 var markaðshlutdeild Microsoft á markaði fyrir stýrikerfi um 97%. Öll urðu þessi fyrirtæki, fyrir tilstyrk markaðsstöðu sinnar, afar sterk fjárhagslega. Keppinautar héldu því fram að fyrirtækjunum væri tamara að nota fjárhagsstyrk sinn til að takmarka samkeppni en til rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Svo háværar voru þessar raddir að samkeppnisyfirvöld beggja vegna Atlantshafs lögðust í áralöng málaferli til að binda enda á samkeppnishamlandi atferli fyrirtækjanna. Aðgerðir samkeppnisyfirvalda höfðu í öllum tilfellum afgerandi áhrif til lækkunar kostnaðar og hraðari tækniþróunar. Þróun samgangna (einkabíllinn), fjarskipta (farsímar) og netþjónustu hefðu nær örugglega orðið allt önnur og hægari hefðu yfirvöld ekki gripið til sinna ráða. Aðgerðir samkeppnisyfirvalda gegn verðofbeldi skiluðu góðum árangri. Mjólkursamsalan (MS) og tengd fyrirtæki er með yfir 95% af mjólkurvörumarkaðnum á Íslandi. Sé litið til þeirra sögulegu dæma hér að ofan er ekki undarlegt þó samkeppnisyfirvöld hér á landi hafi fyrirtækið til skoðunar með jöfnu millibili. Nýlegur úrskurður þar sem MS er sektuð um 370 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum sannar nauðsyn þess. En þar með er ekki öll sagan sögð.Óskammfeilin framkoma Samkvæmt búvörulögum er heildsöluverðlagning nokkurra tilgreindra vörutegunda sem MS framleiðir á hendi svokallaðrar verðlagsnefndar búvöru. Verðlagsnefndin auglýsir tvenns konar verð fyrir nýmjólkurduft og undanrennuduft. Annars vegar verð til matvælaframleiðenda sem ekki eru í samkeppni við MS. Þeir fá nýmjólkurduftið á 659 krónur kílóið, en aðilar í samkeppni við MS þurfa að borga 1.360 krónur! Þetta er 100% verðmunur! Svipaða sögu er að segja um undanrennuduftið, nema hvað verðmunurinn er heldur minni. Stjórnarráðið leggur ofurtolla á innflutt duft og kemur þannig algjörlega í veg fyrir samkeppni að utan. Þetta er svo óskammfeilin framkoma að engu tali tekur. Verðlagsnefnd búvara er skipuð sjö mönnum. Formaður er starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, fyrrverandi forstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, tveir eru frá Bændasamtökum Íslands, tveir eru frá afurðastöðvum (les MS) og síðan sinn hver frá ASÍ og BSRB. Fulltrúar launafólks eru í minnihluta. Því má fullyrða að stjórnvöld hafi afhent starfsmönnum og eigendum einkasölurisa á neysluvörumarkaði sjálfdæmi um verðlagningu á mikilvægri neysluvöru, vöru sem er bæði notuð af neytendum og af öðrum aðilum í matvælaiðnaði. Og starfsmenn og eigendur einkasölurisans standa undir væntingum og beita verð-ofbeldi úr vopnasafni John D. Rockefeller, eiganda Standard Oil, við verðlagningu á hráefnum til mögulegra keppinauta sinna. Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) telur að seta fulltrúa ASÍ og BSRB í þessari ólánsnefnd réttlæti allar hennar gerðir. Því spyr ég: Er ekki rétt að ASÍ og BSRB hætti að blessa verðofbeldi mjólkurframleiðenda og afturkalli skipan fulltrúa í verðlagsnefnd búvara?
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun