Hálfur milljarður í þróunaraðstoð til Úganda Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. febrúar 2014 20:00 Mikil ólga er í Úganda eftir að dagblað birti nöfn 200 samkynhneigðra einstaklinga í landinu. Forseti Úganda skrifaði undir lög í gær sem banna og heimila lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð. Utanríkisráðherra íhugar að breyta þróunaraðstoð við Úganda vegna málsins. Ísland veitir Úganda um hálfan milljarð árlega í þróunaraðstoð. Vestræn ríki hafa fordæmt þá ákvörðun Yoweri Museveni forseta Úganda að skrifa undir lög sem banna samkynhneigð í landinu og þær hörðu refsingar sem beita á samkynhneigða. Óttast er að samkynheigðir í landinu verði ofsóttir sérstaklega eftir að dagblaðið Red Pepper nafngreindi 200 einstaklinga og sagði þá samkynhneigða.Varpað í lífstíðarfangelsi Nýju lögin taka hart á samkynhneigð og eiga samkynhneigðir á hættu að vera varpað í lífstíðarfangelsi fyrir kynhneigð sína. Þeim sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra verður einnig refsað. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að stórauka fjárframlög til samtaka samkynhneigðra í landinu án þess að draga úr heildarframlögum í þróunaraðstoð til landsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að halda áfram þróunaraðstoð til Úganda þrátt fyrir bann við samkynhneigð í landinu. „Við verðum að fara mjög varlega. Okkar þróunaraðstoð beinist að sveitarfélögum eða sjálfsstjórnarsvæðum og ég tel að við eigum ekki að hlaupa frá þeim verkefnum sem þar eru þó svo að þetta sé mjög óheppilegt,“ segir Gunnar Bragi.482 milljónir til Úganda Ísland veitti Úganda tæpan hálfan milljarð í þróunaraðstoð á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu. Breyting gæti orðið á úthlutuninni eftir atburði síðustu daga. „Við munum skoða hvort við getum með einhverjum hætti komið hluta fjárhæðarinnar við þróunaraðstoðina til þeirra aðila sem eru að berjast fyrir mannréttindum í Úganda. Við höfum fengið fyrirspurn um slíkt og munum skoða það vandlega.“ Tengdar fréttir Vilja beina þróunaraðstoð til samtaka samkynhneigðra í Úganda Þingmenn allra flokka á Alþingi lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. 25. febrúar 2014 10:37 „Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54 Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Birti lista með nöfnum samkynhneigðra Dagblað birti í dag lista yfir "200 helstu homma" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 10:56 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Mikil ólga er í Úganda eftir að dagblað birti nöfn 200 samkynhneigðra einstaklinga í landinu. Forseti Úganda skrifaði undir lög í gær sem banna og heimila lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð. Utanríkisráðherra íhugar að breyta þróunaraðstoð við Úganda vegna málsins. Ísland veitir Úganda um hálfan milljarð árlega í þróunaraðstoð. Vestræn ríki hafa fordæmt þá ákvörðun Yoweri Museveni forseta Úganda að skrifa undir lög sem banna samkynhneigð í landinu og þær hörðu refsingar sem beita á samkynhneigða. Óttast er að samkynheigðir í landinu verði ofsóttir sérstaklega eftir að dagblaðið Red Pepper nafngreindi 200 einstaklinga og sagði þá samkynhneigða.Varpað í lífstíðarfangelsi Nýju lögin taka hart á samkynhneigð og eiga samkynhneigðir á hættu að vera varpað í lífstíðarfangelsi fyrir kynhneigð sína. Þeim sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra verður einnig refsað. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að stórauka fjárframlög til samtaka samkynhneigðra í landinu án þess að draga úr heildarframlögum í þróunaraðstoð til landsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að halda áfram þróunaraðstoð til Úganda þrátt fyrir bann við samkynhneigð í landinu. „Við verðum að fara mjög varlega. Okkar þróunaraðstoð beinist að sveitarfélögum eða sjálfsstjórnarsvæðum og ég tel að við eigum ekki að hlaupa frá þeim verkefnum sem þar eru þó svo að þetta sé mjög óheppilegt,“ segir Gunnar Bragi.482 milljónir til Úganda Ísland veitti Úganda tæpan hálfan milljarð í þróunaraðstoð á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu. Breyting gæti orðið á úthlutuninni eftir atburði síðustu daga. „Við munum skoða hvort við getum með einhverjum hætti komið hluta fjárhæðarinnar við þróunaraðstoðina til þeirra aðila sem eru að berjast fyrir mannréttindum í Úganda. Við höfum fengið fyrirspurn um slíkt og munum skoða það vandlega.“
Tengdar fréttir Vilja beina þróunaraðstoð til samtaka samkynhneigðra í Úganda Þingmenn allra flokka á Alþingi lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. 25. febrúar 2014 10:37 „Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54 Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Birti lista með nöfnum samkynhneigðra Dagblað birti í dag lista yfir "200 helstu homma" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 10:56 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Vilja beina þróunaraðstoð til samtaka samkynhneigðra í Úganda Þingmenn allra flokka á Alþingi lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. 25. febrúar 2014 10:37
„Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54
Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46
Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28
Birti lista með nöfnum samkynhneigðra Dagblað birti í dag lista yfir "200 helstu homma" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 10:56