Hálfur milljarður í þróunaraðstoð til Úganda Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. febrúar 2014 20:00 Mikil ólga er í Úganda eftir að dagblað birti nöfn 200 samkynhneigðra einstaklinga í landinu. Forseti Úganda skrifaði undir lög í gær sem banna og heimila lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð. Utanríkisráðherra íhugar að breyta þróunaraðstoð við Úganda vegna málsins. Ísland veitir Úganda um hálfan milljarð árlega í þróunaraðstoð. Vestræn ríki hafa fordæmt þá ákvörðun Yoweri Museveni forseta Úganda að skrifa undir lög sem banna samkynhneigð í landinu og þær hörðu refsingar sem beita á samkynhneigða. Óttast er að samkynheigðir í landinu verði ofsóttir sérstaklega eftir að dagblaðið Red Pepper nafngreindi 200 einstaklinga og sagði þá samkynhneigða.Varpað í lífstíðarfangelsi Nýju lögin taka hart á samkynhneigð og eiga samkynhneigðir á hættu að vera varpað í lífstíðarfangelsi fyrir kynhneigð sína. Þeim sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra verður einnig refsað. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að stórauka fjárframlög til samtaka samkynhneigðra í landinu án þess að draga úr heildarframlögum í þróunaraðstoð til landsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að halda áfram þróunaraðstoð til Úganda þrátt fyrir bann við samkynhneigð í landinu. „Við verðum að fara mjög varlega. Okkar þróunaraðstoð beinist að sveitarfélögum eða sjálfsstjórnarsvæðum og ég tel að við eigum ekki að hlaupa frá þeim verkefnum sem þar eru þó svo að þetta sé mjög óheppilegt,“ segir Gunnar Bragi.482 milljónir til Úganda Ísland veitti Úganda tæpan hálfan milljarð í þróunaraðstoð á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu. Breyting gæti orðið á úthlutuninni eftir atburði síðustu daga. „Við munum skoða hvort við getum með einhverjum hætti komið hluta fjárhæðarinnar við þróunaraðstoðina til þeirra aðila sem eru að berjast fyrir mannréttindum í Úganda. Við höfum fengið fyrirspurn um slíkt og munum skoða það vandlega.“ Tengdar fréttir Vilja beina þróunaraðstoð til samtaka samkynhneigðra í Úganda Þingmenn allra flokka á Alþingi lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. 25. febrúar 2014 10:37 „Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54 Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Birti lista með nöfnum samkynhneigðra Dagblað birti í dag lista yfir "200 helstu homma" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 10:56 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Mikil ólga er í Úganda eftir að dagblað birti nöfn 200 samkynhneigðra einstaklinga í landinu. Forseti Úganda skrifaði undir lög í gær sem banna og heimila lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð. Utanríkisráðherra íhugar að breyta þróunaraðstoð við Úganda vegna málsins. Ísland veitir Úganda um hálfan milljarð árlega í þróunaraðstoð. Vestræn ríki hafa fordæmt þá ákvörðun Yoweri Museveni forseta Úganda að skrifa undir lög sem banna samkynhneigð í landinu og þær hörðu refsingar sem beita á samkynhneigða. Óttast er að samkynheigðir í landinu verði ofsóttir sérstaklega eftir að dagblaðið Red Pepper nafngreindi 200 einstaklinga og sagði þá samkynhneigða.Varpað í lífstíðarfangelsi Nýju lögin taka hart á samkynhneigð og eiga samkynhneigðir á hættu að vera varpað í lífstíðarfangelsi fyrir kynhneigð sína. Þeim sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra verður einnig refsað. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að stórauka fjárframlög til samtaka samkynhneigðra í landinu án þess að draga úr heildarframlögum í þróunaraðstoð til landsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að halda áfram þróunaraðstoð til Úganda þrátt fyrir bann við samkynhneigð í landinu. „Við verðum að fara mjög varlega. Okkar þróunaraðstoð beinist að sveitarfélögum eða sjálfsstjórnarsvæðum og ég tel að við eigum ekki að hlaupa frá þeim verkefnum sem þar eru þó svo að þetta sé mjög óheppilegt,“ segir Gunnar Bragi.482 milljónir til Úganda Ísland veitti Úganda tæpan hálfan milljarð í þróunaraðstoð á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu. Breyting gæti orðið á úthlutuninni eftir atburði síðustu daga. „Við munum skoða hvort við getum með einhverjum hætti komið hluta fjárhæðarinnar við þróunaraðstoðina til þeirra aðila sem eru að berjast fyrir mannréttindum í Úganda. Við höfum fengið fyrirspurn um slíkt og munum skoða það vandlega.“
Tengdar fréttir Vilja beina þróunaraðstoð til samtaka samkynhneigðra í Úganda Þingmenn allra flokka á Alþingi lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. 25. febrúar 2014 10:37 „Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54 Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Birti lista með nöfnum samkynhneigðra Dagblað birti í dag lista yfir "200 helstu homma" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 10:56 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Vilja beina þróunaraðstoð til samtaka samkynhneigðra í Úganda Þingmenn allra flokka á Alþingi lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. 25. febrúar 2014 10:37
„Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54
Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46
Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28
Birti lista með nöfnum samkynhneigðra Dagblað birti í dag lista yfir "200 helstu homma" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 10:56