Bólusetningin gagnast fleirum en 12 ára stúlkum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. febrúar 2014 10:23 "Við höfum ekki verið nógu dugleg til þess að hvetja konur og aðra til þess að bólusetja sig,“ segir Kristján. VÍSIR/VILHELM/AÐSEND Félag bandarískra kvensjúkdóma- og fæðingalækna hvetja til þess að bæði konur og karlar upp að 26 ára aldri verði bólusett gegn HPV veirunni. Þar eins og hér á landi eru 12 ára stúlkur þær einu sem eru bólusettar gegn veirunni. „Það eru fleiri hópar sem þessar bólusetningar myndu geta haft áhrif á en ungar stúlkur,“ segir Kristján Oddsson, yfirlæknir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. „Umræðan um þetta er aðeins að hefjast hér á landi.“ „Við höfum ekki verið nógu dugleg til þess að hvetja konur og aðra til þess að bólusetja sig,“ segir Kristján. En að hans sögn myndu bólusetningarnar koma sér vel fyrir fleiri en þær sem eru bólusettar nú.HPV veiran veldur meðal annars krabbameini í endaþarmi Um 80 prósent fólks smitast af HPV veirunni tveimur árum eftir að það byrjar að stunda kynlíf. Um 40 tegundir eru af veirunni og um 15 af þeim eru krabbameinsvaldandi. Í um 90 prósent tilfella losnar fólkið við veiruna af sjálfu sér að sögn Kristjáns. Bóluefnið sem ungum stúlkum er gefið í dag ver þær fyrir tveimur af þessum 15 krabbameinsvaldandi veirum en þær tvær valda um 70 prósent af leghálskrabbameinum. „HPV veiran getur einnig valdið krabbameini í endaþarmi, munnkoki og getnaðarlimi,“ segir Kristján. Samkynhneigðir karlar eru í 17 prósent meiri hættu á að fá krabbamein í endaþarmsop en þeir sem hafa bara kynmök við konur. Það er vegna HPV veirunnar. Foreldrar ungra drengja ættu því að hafa það í huga að láta bólusetja þá. Konur sem eru að koma úr löngum samböndum og hafa áhuga á að stofna til nýrra ættu sömuleiðis að hugleiða bólusetningu. Ekki sé víst að þær hafi fengið veiruna og með bólusetningu væru þær að verja sig gagnvart smiti. Í Danmörku er konum boðið upp á ókeypis bólusetningu upp að 26 ára aldri. Hér á landi þyrftu þær konur og þeir karlmenn sem hafa áhuga á bólusetningu að greiða fyrir hana sjálf. Tvær tegundir bólusetninga eru í boði hér á landi nú og sú dýrari kostar um 22 þúsund krónur skiptið. Til þess að bólusetningin virki þarf að fara þrisvar sinnum í hana á sex mánaða tímabili. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Félag bandarískra kvensjúkdóma- og fæðingalækna hvetja til þess að bæði konur og karlar upp að 26 ára aldri verði bólusett gegn HPV veirunni. Þar eins og hér á landi eru 12 ára stúlkur þær einu sem eru bólusettar gegn veirunni. „Það eru fleiri hópar sem þessar bólusetningar myndu geta haft áhrif á en ungar stúlkur,“ segir Kristján Oddsson, yfirlæknir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. „Umræðan um þetta er aðeins að hefjast hér á landi.“ „Við höfum ekki verið nógu dugleg til þess að hvetja konur og aðra til þess að bólusetja sig,“ segir Kristján. En að hans sögn myndu bólusetningarnar koma sér vel fyrir fleiri en þær sem eru bólusettar nú.HPV veiran veldur meðal annars krabbameini í endaþarmi Um 80 prósent fólks smitast af HPV veirunni tveimur árum eftir að það byrjar að stunda kynlíf. Um 40 tegundir eru af veirunni og um 15 af þeim eru krabbameinsvaldandi. Í um 90 prósent tilfella losnar fólkið við veiruna af sjálfu sér að sögn Kristjáns. Bóluefnið sem ungum stúlkum er gefið í dag ver þær fyrir tveimur af þessum 15 krabbameinsvaldandi veirum en þær tvær valda um 70 prósent af leghálskrabbameinum. „HPV veiran getur einnig valdið krabbameini í endaþarmi, munnkoki og getnaðarlimi,“ segir Kristján. Samkynhneigðir karlar eru í 17 prósent meiri hættu á að fá krabbamein í endaþarmsop en þeir sem hafa bara kynmök við konur. Það er vegna HPV veirunnar. Foreldrar ungra drengja ættu því að hafa það í huga að láta bólusetja þá. Konur sem eru að koma úr löngum samböndum og hafa áhuga á að stofna til nýrra ættu sömuleiðis að hugleiða bólusetningu. Ekki sé víst að þær hafi fengið veiruna og með bólusetningu væru þær að verja sig gagnvart smiti. Í Danmörku er konum boðið upp á ókeypis bólusetningu upp að 26 ára aldri. Hér á landi þyrftu þær konur og þeir karlmenn sem hafa áhuga á bólusetningu að greiða fyrir hana sjálf. Tvær tegundir bólusetninga eru í boði hér á landi nú og sú dýrari kostar um 22 þúsund krónur skiptið. Til þess að bólusetningin virki þarf að fara þrisvar sinnum í hana á sex mánaða tímabili.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira