Erlent

„Ógeðslegt fólk“

VÍSIR/AFP
Forseti Úganda, Yoweri Museveni, lét þung orð falla um samkynhneigða í viðtali sem CNN tók við hann skömmu eftir að hann skrifaði undir lög sem kveða á um lífstíðardóm fyrir samkynkneigð í landinu.

„Hverslags fólk er þetta?" „Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt" sagði Museveni í viðtalinu.

Frumvarpið var lagt fram þann 20. desember síðastliðinn og samþykkti forsetinn það í gær. Hinsegin fólk í Úganda er uggandi vegna þess.

Lögin hafa vakið mikla reiði víðsvegar um heiminn. Samtökin’78 og Amnesty International standa fyrir styrktartónleikum 6. mars næstkomandi til að vekja athygli á stöðu hinsegin fólks í Úganda og afla fjár fyrir grasrót hinsegin fólks í landinu.


Tengdar fréttir

Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði

"Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra.

Birti lista með nöfnum samkynhneigðra

Dagblað birti í dag lista yfir "200 helstu homma" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×