George Clooney kvæntist sinni heittelskuðu, Amal Alamuddin, í Feneyjum í kvöld.
Brúðkaupsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og var vart þverfótað fyrir stjörnum við athöfnina. Á meðal gesta voru leikarinn Matt Damon, fyrirsætan Cindy Crawford og söngvari U2, Bono.
George Clooney er einn þekktasti leikari og leikstjóri heims og hefur notið mikillar kvenhylli í gegnum tíðina. Amal Alamuddin er þekktur mannréttindalögfræðingur og hefur til dæmis starfað fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks.
George Clooney kvæntist í kvöld
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
