„Furðulegasta viðtal sem ég hef farið í“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2014 08:20 Sigmundur Davíð í viðtalinu síðastliðinn sunnudag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hafa átt von á léttu kaffispjalli í þættinum Sunnudagsmorgni með Gísla Marteini Baldurssyni á Rúv um síðastliðna helgi. Sigmundur Davíð var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Sigmundur Davíð segist ekki hafa horft á viðtalið umtalaða. „Nei, ég horfi yfirleitt ekki á sjálfan mig í sjónvarpi eða útvarpi. Þótt ég hafi verið í fjölmiðlum og stjórnmálum í mörg ár þá hef ég ekki vanist því,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann hafi átt von á viðtali af öðru tagi en raunin varð í þættinum á sunnudag. „Ég átti von á léttu kaffispjalli, það var ekki svo,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þetta er furðulegasta viðtal sem ég hef farið í.“ Þeir Gísli Marteinn og Sigmundur Davíð tókust á í viðtalinu. Þáttastjórnandi var ákveðinn og greip ítrekað fram í fyrir gesti sínum þegar honum fannst hann ekki svara spurningum sínum. Sigmundi þótti nóg um. „Auðvitað finnst manni ekki gott að viðtal skuli þróast með þessum hætti. Þetta er það sem viðtal á ekki að gera.“ Sigmundur Davíð segist hafa fengið tvo slæma kosti í viðtalinu. Annars vegar að láta vaða yfir sig og láta þáttastjórnandann endurtúlka öll sín orð. „Eða tala yfir þáttastjórnandann sem er ekki áferðarfagurt.“ Forsætisráðherra segir að ef menn vilji fá skýr svör þá séu viðtöl á borð við það sem hann fór í ekki leiðin til þess. Að snúa út úr svörum fólks, koma að eigin skoðunum og leyfa ekki viðbrögð. „Loks þegar maður kemur einhverju að þá er reynt að snúa út úr því.“ Sigmundur Davíð og Gísli Marteinn þekkjast vel og störfuðu á sínum tíma saman hjá Ríkisútvarpinu. Sigmundur segir þá hafa þekkst í fimmtán ár og séu ágætis vinir. Hann hafi einmitt gaman af því að rökræða við vini sína en þetta hafi einfaldlega ekki verið rökræður. Tengdar fréttir Viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi Evrópuskýrsluna, skattalækkanir og umtalað viðtal á Rúv síðastliðinn sunnudag í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. febrúar 2014 08:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hafa átt von á léttu kaffispjalli í þættinum Sunnudagsmorgni með Gísla Marteini Baldurssyni á Rúv um síðastliðna helgi. Sigmundur Davíð var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Sigmundur Davíð segist ekki hafa horft á viðtalið umtalaða. „Nei, ég horfi yfirleitt ekki á sjálfan mig í sjónvarpi eða útvarpi. Þótt ég hafi verið í fjölmiðlum og stjórnmálum í mörg ár þá hef ég ekki vanist því,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann hafi átt von á viðtali af öðru tagi en raunin varð í þættinum á sunnudag. „Ég átti von á léttu kaffispjalli, það var ekki svo,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þetta er furðulegasta viðtal sem ég hef farið í.“ Þeir Gísli Marteinn og Sigmundur Davíð tókust á í viðtalinu. Þáttastjórnandi var ákveðinn og greip ítrekað fram í fyrir gesti sínum þegar honum fannst hann ekki svara spurningum sínum. Sigmundi þótti nóg um. „Auðvitað finnst manni ekki gott að viðtal skuli þróast með þessum hætti. Þetta er það sem viðtal á ekki að gera.“ Sigmundur Davíð segist hafa fengið tvo slæma kosti í viðtalinu. Annars vegar að láta vaða yfir sig og láta þáttastjórnandann endurtúlka öll sín orð. „Eða tala yfir þáttastjórnandann sem er ekki áferðarfagurt.“ Forsætisráðherra segir að ef menn vilji fá skýr svör þá séu viðtöl á borð við það sem hann fór í ekki leiðin til þess. Að snúa út úr svörum fólks, koma að eigin skoðunum og leyfa ekki viðbrögð. „Loks þegar maður kemur einhverju að þá er reynt að snúa út úr því.“ Sigmundur Davíð og Gísli Marteinn þekkjast vel og störfuðu á sínum tíma saman hjá Ríkisútvarpinu. Sigmundur segir þá hafa þekkst í fimmtán ár og séu ágætis vinir. Hann hafi einmitt gaman af því að rökræða við vini sína en þetta hafi einfaldlega ekki verið rökræður.
Tengdar fréttir Viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi Evrópuskýrsluna, skattalækkanir og umtalað viðtal á Rúv síðastliðinn sunnudag í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. febrúar 2014 08:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi Evrópuskýrsluna, skattalækkanir og umtalað viðtal á Rúv síðastliðinn sunnudag í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. febrúar 2014 08:01