Obama varar við að ekki verði stigið yfir línuna 20. febrúar 2014 00:00 Obama var í Mexíkó þar sem hann hitti meðal annars Enrique Pena Nieto, forseta landsins og forsætisráðherra Kanada, Stephen Harper. vísir/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti í kvöld úkraínsk stjórnvöld til þess að beita ekki ofbeldi í deilum stjórnvalda við mótmælendur í landinu. Hann varaði jafnframt við því að ef stigið yrði yfir línuna, þá myndi slíkt hafa afleiðingar. Obama lét ummælin falla í heimsókn sinni í Mexíkó í dag. Hann gaf til kynna að refsiaðgerðir væru mögulegar gagnvart ófriðaraðilum í Kænugarði. „Úkraínsk stjórnvöld bera meginþunga ábyrgðar á því að komið sé fram við friðsama mótmælendur á réttan hátt, að úkraínska þjóðin geti komið saman og tjáð sig um sín málefni án ótta við kúgun,“ sagði Obama. Obama sagði jafnframt að hann vildi að það væri á hreinu bandarísk stjórnvöld muni fylgjast grannt með gangi mála í Úkraínu næstu daga og að mikilvægt væri að mótmælendur sýndu einnig stillingu. Hann bætti við að Bandaríkin muni reyna að nálgast sjónarmið allra hlutaðeigandi aðila en mikilvægast væri að úkraínska þjóðin geti tjáð vilja sinn. Sagði Obama að hann trúi því að mikill meirihluti úkraínsku þjóðarinnar væri hlynntur inngöngu í Evrópusambandið. Evrópusambandið mun á morgun funda um ástandið í Kænugarði eftir óeirðirnar sem geisuðu þar síðastliðna nótt, þar sem tugir féllu og meira en þúsund manns særðust í mannskæðustu átökum í Kænugarði frá því forseti landsins, Viktor Janúkovítsj, hafnaði í nóvember að skrifa undir samstarfssamning við Evrópusambandið. Úkraína Tengdar fréttir Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30 Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08 Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30 Vopnahlé í Úkraínu Meðlimir stjórnar og stjórnarandstöðu munu setjast að samningaborðinu. 19. febrúar 2014 22:02 „Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti í kvöld úkraínsk stjórnvöld til þess að beita ekki ofbeldi í deilum stjórnvalda við mótmælendur í landinu. Hann varaði jafnframt við því að ef stigið yrði yfir línuna, þá myndi slíkt hafa afleiðingar. Obama lét ummælin falla í heimsókn sinni í Mexíkó í dag. Hann gaf til kynna að refsiaðgerðir væru mögulegar gagnvart ófriðaraðilum í Kænugarði. „Úkraínsk stjórnvöld bera meginþunga ábyrgðar á því að komið sé fram við friðsama mótmælendur á réttan hátt, að úkraínska þjóðin geti komið saman og tjáð sig um sín málefni án ótta við kúgun,“ sagði Obama. Obama sagði jafnframt að hann vildi að það væri á hreinu bandarísk stjórnvöld muni fylgjast grannt með gangi mála í Úkraínu næstu daga og að mikilvægt væri að mótmælendur sýndu einnig stillingu. Hann bætti við að Bandaríkin muni reyna að nálgast sjónarmið allra hlutaðeigandi aðila en mikilvægast væri að úkraínska þjóðin geti tjáð vilja sinn. Sagði Obama að hann trúi því að mikill meirihluti úkraínsku þjóðarinnar væri hlynntur inngöngu í Evrópusambandið. Evrópusambandið mun á morgun funda um ástandið í Kænugarði eftir óeirðirnar sem geisuðu þar síðastliðna nótt, þar sem tugir féllu og meira en þúsund manns særðust í mannskæðustu átökum í Kænugarði frá því forseti landsins, Viktor Janúkovítsj, hafnaði í nóvember að skrifa undir samstarfssamning við Evrópusambandið.
Úkraína Tengdar fréttir Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30 Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08 Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30 Vopnahlé í Úkraínu Meðlimir stjórnar og stjórnarandstöðu munu setjast að samningaborðinu. 19. febrúar 2014 22:02 „Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30
Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08
Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30
Vopnahlé í Úkraínu Meðlimir stjórnar og stjórnarandstöðu munu setjast að samningaborðinu. 19. febrúar 2014 22:02
„Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30