Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2014 21:03 Kvikmyndagerðamaðurinn Alferð Möller hjá Lifestyle Films fangaði hreint ótrúlegan utanvegaakstur á Sólheimasandi á þriðjudaginn síðastliðinn en í myndskeiðinu, sem nálgast má hér að ofan, sést hvernig bílstjórinn keyrir hring eftir hring með tilheyrandi jarðrofi. Í samtali við Vísi segir Alfreð að ökumaðurinn og farþegarnir þrír sem voru innanborðs hafi ekið töluvert áður en hann tók upp myndavélina og hafi verið hinir hressustu við hringspólið. „Svo slógu þeir bara höndunum saman, gáfu hvorum öðrum „High-five“ og keyrðu í burtu,“ segir Alfreð. Ef vel er að gáð má sjá hvernig farþegi bílsins myndar athæfið út um glugga bifreiðarinnar. Þá hafði einnig verið komið fyrir myndavél á vélarhlíf bílsins. Bíllinn er bílaleigubíll og samkvæmt heimildum Vísis má ökumaðurinn búast við hárri sekt frá bílaleigunni sem hann skipti við. Starfsmönnum leigunnar hefur verið gert viðvart og verður ökumaðurinn ávíttur þegar bílnum verður skilað. Myndbandinu var deilt í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar fyrr í kvöld og hefur það vakið umtalsverða úlfúð. Fólk er gáttað á framferði ökumannsins og einni netverji gengur svo langt að kalla hann „kýrhaus“.Aldrei séð annað eins Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en ströng viðurlög geta verið við utanvegaakstri sem þessum. Í lögum um náttúruvernd segir að bannað sé að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Hver sá sá sem brýtur gegn ákvæðum laganna eða settum reglum þeim tengdum skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Ef alvarleg spjöll verða á náttúru vegna athæfisins varðar sektina að lágmarki 350 þúsund krónum eða allt að fjögurra ára fangelsisvist.Atli Árdal, varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli, segir að að málið verði tekið til skoðunar. „Þetta er alveg út úr korti. Við höfum verið að sjá nákvæmlega svona för en ég hef aldrei séð myndir af gerenda eins og þarna,“ segir Atli og bætir við að þeir hjá lögreglunni biðji fólk um að fara vel og snyrtilega um landið. Tengdar fréttir Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Ók utan vega við Lakagíga Erlendur ferðamaður gæti átt yfir höfði sér hálfrar milljón króna sekt vegna utanvegaaksturs. 7. ágúst 2014 21:09 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Varasamir hálendisvegir Vegir á hálendinu eru víða mjög blautir og miklir pollar hafa myndast í slóðum. 8. júlí 2014 07:49 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Alferð Möller hjá Lifestyle Films fangaði hreint ótrúlegan utanvegaakstur á Sólheimasandi á þriðjudaginn síðastliðinn en í myndskeiðinu, sem nálgast má hér að ofan, sést hvernig bílstjórinn keyrir hring eftir hring með tilheyrandi jarðrofi. Í samtali við Vísi segir Alfreð að ökumaðurinn og farþegarnir þrír sem voru innanborðs hafi ekið töluvert áður en hann tók upp myndavélina og hafi verið hinir hressustu við hringspólið. „Svo slógu þeir bara höndunum saman, gáfu hvorum öðrum „High-five“ og keyrðu í burtu,“ segir Alfreð. Ef vel er að gáð má sjá hvernig farþegi bílsins myndar athæfið út um glugga bifreiðarinnar. Þá hafði einnig verið komið fyrir myndavél á vélarhlíf bílsins. Bíllinn er bílaleigubíll og samkvæmt heimildum Vísis má ökumaðurinn búast við hárri sekt frá bílaleigunni sem hann skipti við. Starfsmönnum leigunnar hefur verið gert viðvart og verður ökumaðurinn ávíttur þegar bílnum verður skilað. Myndbandinu var deilt í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar fyrr í kvöld og hefur það vakið umtalsverða úlfúð. Fólk er gáttað á framferði ökumannsins og einni netverji gengur svo langt að kalla hann „kýrhaus“.Aldrei séð annað eins Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en ströng viðurlög geta verið við utanvegaakstri sem þessum. Í lögum um náttúruvernd segir að bannað sé að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Hver sá sá sem brýtur gegn ákvæðum laganna eða settum reglum þeim tengdum skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Ef alvarleg spjöll verða á náttúru vegna athæfisins varðar sektina að lágmarki 350 þúsund krónum eða allt að fjögurra ára fangelsisvist.Atli Árdal, varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli, segir að að málið verði tekið til skoðunar. „Þetta er alveg út úr korti. Við höfum verið að sjá nákvæmlega svona för en ég hef aldrei séð myndir af gerenda eins og þarna,“ segir Atli og bætir við að þeir hjá lögreglunni biðji fólk um að fara vel og snyrtilega um landið.
Tengdar fréttir Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Ók utan vega við Lakagíga Erlendur ferðamaður gæti átt yfir höfði sér hálfrar milljón króna sekt vegna utanvegaaksturs. 7. ágúst 2014 21:09 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Varasamir hálendisvegir Vegir á hálendinu eru víða mjög blautir og miklir pollar hafa myndast í slóðum. 8. júlí 2014 07:49 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14
Ók utan vega við Lakagíga Erlendur ferðamaður gæti átt yfir höfði sér hálfrar milljón króna sekt vegna utanvegaaksturs. 7. ágúst 2014 21:09
Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00
Varasamir hálendisvegir Vegir á hálendinu eru víða mjög blautir og miklir pollar hafa myndast í slóðum. 8. júlí 2014 07:49