Rithöfundar gripu fyrir augu og eyru á þingpöllum Heimir Már Pétursson skrifar 12. desember 2014 19:00 Stjórnarandstaðan fordæmdi hækkun á lægra þrepi virðisaukaskattsins við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra sagði skattkerfisbreytingarnar hins vegar stuðla að lækkun verðlags. Rithöfundar sem mættu á þingpalla gripu fyrir augu og eyru á þingpöllum þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Áður en atkvæðagreiðslan um breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu hófst á Alþingi í dag höfðu rithöfundar með táknrænum hætti raðað eintökum af ljóðabókinni NEI eftir Ara Jósefsson á tröppurnar við aðalinngang Alþingis. Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka mótmæltu fyrirætlunum stjórnvalda um að hækka neðra þrep virðisaukaskattsins á matvæli, bækur, tónlist og fleira. „Og ég mun segja nei við þessari tillögu, virðulegur forseti, því ég styð það ekki að hækka álögur á almenning í landinu. Og ég styð það svo sannarlega ekki að hækka verð á bókum og tónlist og ég vil nota þetta tækifæri og vara háttvirta þingmenn við, því hér er búið að færa fram varnaðarorð,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þá sögðu þingmenn stjórnarandstöðunnar að hækkun á virðisaukaskatti á matvæli úr 7 prósentum í 11 kæmi verst niður á þeim sem minnst hefðu á milli handanna og minntu formann Framsóknarflokksins og þingenn flokksins á fyrri heitstrengingar í þessum efnum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði frumvarpið ásamt afnámi vörugjalda færa fimm milljarða til heimilanna í landinu og breytingarnar á kerfinu væru tímabærar. Kerfið læki og fjölgun ferðamanna sýndi að það væri ekki að skila því sem það ætti að skila. Verðlag muni lækka og kaupmáttur aukast. „Það er ótrúlegt að sjá menn koma hér upp og nefna einn og tvo vöruflokka. En sjá ekki allt hitt sem er t.d. í efra þrepinu. Þetta er í efra þrepinu,“ sagði fjármálaráðherra og benti á viðinn og hljóðnemana í ræðupúltinu á Alþingi. „Fötin sem við erum í, ljósin, málningin, gólfið, teppið, þakið, grindverkið þarna uppi. Allt er þetta í efra þrepinu,“ sagði Bjarni en afnám almennra vörugjalda mun lækka margt af þessum vörum í verði. Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður Rithöfundasambandsins ásamt öðrum rithöfundum fjömenntu á þingpalla og þegar atkvæði voru greidd um um hækkun skattsins á bækur og tónlist gripu þeir fyrir augu og eyru og gengu svo út úr þinghúsinu. Hvers vegna er það svona bagalegt að virðisaukaskattur á bækur hækki um þessi prósentustig? „Þetta er afar táknræn og hugmyndafræðileg aðgerð hjá stjórnvöldum að leggja skatt á menningu með þessum hætti. Um alla Evrópu eru menn að lækka og afnema skatt á bókum til að efla læsi,“ segir Kristín Helga. Sem dæmi séu Norðmenn að afnema virðisaukaskatt á bókum vegna þess að þeir telji sig vera að verja örtungumál. „Þannig að ef norska er orðin örtunga þá er íslenska kannski leynimál,“ sagði formaður Rithöfundasambandsins. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Stjórnarandstaðan fordæmdi hækkun á lægra þrepi virðisaukaskattsins við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra sagði skattkerfisbreytingarnar hins vegar stuðla að lækkun verðlags. Rithöfundar sem mættu á þingpalla gripu fyrir augu og eyru á þingpöllum þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Áður en atkvæðagreiðslan um breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu hófst á Alþingi í dag höfðu rithöfundar með táknrænum hætti raðað eintökum af ljóðabókinni NEI eftir Ara Jósefsson á tröppurnar við aðalinngang Alþingis. Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka mótmæltu fyrirætlunum stjórnvalda um að hækka neðra þrep virðisaukaskattsins á matvæli, bækur, tónlist og fleira. „Og ég mun segja nei við þessari tillögu, virðulegur forseti, því ég styð það ekki að hækka álögur á almenning í landinu. Og ég styð það svo sannarlega ekki að hækka verð á bókum og tónlist og ég vil nota þetta tækifæri og vara háttvirta þingmenn við, því hér er búið að færa fram varnaðarorð,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þá sögðu þingmenn stjórnarandstöðunnar að hækkun á virðisaukaskatti á matvæli úr 7 prósentum í 11 kæmi verst niður á þeim sem minnst hefðu á milli handanna og minntu formann Framsóknarflokksins og þingenn flokksins á fyrri heitstrengingar í þessum efnum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði frumvarpið ásamt afnámi vörugjalda færa fimm milljarða til heimilanna í landinu og breytingarnar á kerfinu væru tímabærar. Kerfið læki og fjölgun ferðamanna sýndi að það væri ekki að skila því sem það ætti að skila. Verðlag muni lækka og kaupmáttur aukast. „Það er ótrúlegt að sjá menn koma hér upp og nefna einn og tvo vöruflokka. En sjá ekki allt hitt sem er t.d. í efra þrepinu. Þetta er í efra þrepinu,“ sagði fjármálaráðherra og benti á viðinn og hljóðnemana í ræðupúltinu á Alþingi. „Fötin sem við erum í, ljósin, málningin, gólfið, teppið, þakið, grindverkið þarna uppi. Allt er þetta í efra þrepinu,“ sagði Bjarni en afnám almennra vörugjalda mun lækka margt af þessum vörum í verði. Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður Rithöfundasambandsins ásamt öðrum rithöfundum fjömenntu á þingpalla og þegar atkvæði voru greidd um um hækkun skattsins á bækur og tónlist gripu þeir fyrir augu og eyru og gengu svo út úr þinghúsinu. Hvers vegna er það svona bagalegt að virðisaukaskattur á bækur hækki um þessi prósentustig? „Þetta er afar táknræn og hugmyndafræðileg aðgerð hjá stjórnvöldum að leggja skatt á menningu með þessum hætti. Um alla Evrópu eru menn að lækka og afnema skatt á bókum til að efla læsi,“ segir Kristín Helga. Sem dæmi séu Norðmenn að afnema virðisaukaskatt á bókum vegna þess að þeir telji sig vera að verja örtungumál. „Þannig að ef norska er orðin örtunga þá er íslenska kannski leynimál,“ sagði formaður Rithöfundasambandsins.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira