Rithöfundar gripu fyrir augu og eyru á þingpöllum Heimir Már Pétursson skrifar 12. desember 2014 19:00 Stjórnarandstaðan fordæmdi hækkun á lægra þrepi virðisaukaskattsins við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra sagði skattkerfisbreytingarnar hins vegar stuðla að lækkun verðlags. Rithöfundar sem mættu á þingpalla gripu fyrir augu og eyru á þingpöllum þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Áður en atkvæðagreiðslan um breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu hófst á Alþingi í dag höfðu rithöfundar með táknrænum hætti raðað eintökum af ljóðabókinni NEI eftir Ara Jósefsson á tröppurnar við aðalinngang Alþingis. Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka mótmæltu fyrirætlunum stjórnvalda um að hækka neðra þrep virðisaukaskattsins á matvæli, bækur, tónlist og fleira. „Og ég mun segja nei við þessari tillögu, virðulegur forseti, því ég styð það ekki að hækka álögur á almenning í landinu. Og ég styð það svo sannarlega ekki að hækka verð á bókum og tónlist og ég vil nota þetta tækifæri og vara háttvirta þingmenn við, því hér er búið að færa fram varnaðarorð,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þá sögðu þingmenn stjórnarandstöðunnar að hækkun á virðisaukaskatti á matvæli úr 7 prósentum í 11 kæmi verst niður á þeim sem minnst hefðu á milli handanna og minntu formann Framsóknarflokksins og þingenn flokksins á fyrri heitstrengingar í þessum efnum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði frumvarpið ásamt afnámi vörugjalda færa fimm milljarða til heimilanna í landinu og breytingarnar á kerfinu væru tímabærar. Kerfið læki og fjölgun ferðamanna sýndi að það væri ekki að skila því sem það ætti að skila. Verðlag muni lækka og kaupmáttur aukast. „Það er ótrúlegt að sjá menn koma hér upp og nefna einn og tvo vöruflokka. En sjá ekki allt hitt sem er t.d. í efra þrepinu. Þetta er í efra þrepinu,“ sagði fjármálaráðherra og benti á viðinn og hljóðnemana í ræðupúltinu á Alþingi. „Fötin sem við erum í, ljósin, málningin, gólfið, teppið, þakið, grindverkið þarna uppi. Allt er þetta í efra þrepinu,“ sagði Bjarni en afnám almennra vörugjalda mun lækka margt af þessum vörum í verði. Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður Rithöfundasambandsins ásamt öðrum rithöfundum fjömenntu á þingpalla og þegar atkvæði voru greidd um um hækkun skattsins á bækur og tónlist gripu þeir fyrir augu og eyru og gengu svo út úr þinghúsinu. Hvers vegna er það svona bagalegt að virðisaukaskattur á bækur hækki um þessi prósentustig? „Þetta er afar táknræn og hugmyndafræðileg aðgerð hjá stjórnvöldum að leggja skatt á menningu með þessum hætti. Um alla Evrópu eru menn að lækka og afnema skatt á bókum til að efla læsi,“ segir Kristín Helga. Sem dæmi séu Norðmenn að afnema virðisaukaskatt á bókum vegna þess að þeir telji sig vera að verja örtungumál. „Þannig að ef norska er orðin örtunga þá er íslenska kannski leynimál,“ sagði formaður Rithöfundasambandsins. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Stjórnarandstaðan fordæmdi hækkun á lægra þrepi virðisaukaskattsins við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra sagði skattkerfisbreytingarnar hins vegar stuðla að lækkun verðlags. Rithöfundar sem mættu á þingpalla gripu fyrir augu og eyru á þingpöllum þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Áður en atkvæðagreiðslan um breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu hófst á Alþingi í dag höfðu rithöfundar með táknrænum hætti raðað eintökum af ljóðabókinni NEI eftir Ara Jósefsson á tröppurnar við aðalinngang Alþingis. Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka mótmæltu fyrirætlunum stjórnvalda um að hækka neðra þrep virðisaukaskattsins á matvæli, bækur, tónlist og fleira. „Og ég mun segja nei við þessari tillögu, virðulegur forseti, því ég styð það ekki að hækka álögur á almenning í landinu. Og ég styð það svo sannarlega ekki að hækka verð á bókum og tónlist og ég vil nota þetta tækifæri og vara háttvirta þingmenn við, því hér er búið að færa fram varnaðarorð,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þá sögðu þingmenn stjórnarandstöðunnar að hækkun á virðisaukaskatti á matvæli úr 7 prósentum í 11 kæmi verst niður á þeim sem minnst hefðu á milli handanna og minntu formann Framsóknarflokksins og þingenn flokksins á fyrri heitstrengingar í þessum efnum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði frumvarpið ásamt afnámi vörugjalda færa fimm milljarða til heimilanna í landinu og breytingarnar á kerfinu væru tímabærar. Kerfið læki og fjölgun ferðamanna sýndi að það væri ekki að skila því sem það ætti að skila. Verðlag muni lækka og kaupmáttur aukast. „Það er ótrúlegt að sjá menn koma hér upp og nefna einn og tvo vöruflokka. En sjá ekki allt hitt sem er t.d. í efra þrepinu. Þetta er í efra þrepinu,“ sagði fjármálaráðherra og benti á viðinn og hljóðnemana í ræðupúltinu á Alþingi. „Fötin sem við erum í, ljósin, málningin, gólfið, teppið, þakið, grindverkið þarna uppi. Allt er þetta í efra þrepinu,“ sagði Bjarni en afnám almennra vörugjalda mun lækka margt af þessum vörum í verði. Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður Rithöfundasambandsins ásamt öðrum rithöfundum fjömenntu á þingpalla og þegar atkvæði voru greidd um um hækkun skattsins á bækur og tónlist gripu þeir fyrir augu og eyru og gengu svo út úr þinghúsinu. Hvers vegna er það svona bagalegt að virðisaukaskattur á bækur hækki um þessi prósentustig? „Þetta er afar táknræn og hugmyndafræðileg aðgerð hjá stjórnvöldum að leggja skatt á menningu með þessum hætti. Um alla Evrópu eru menn að lækka og afnema skatt á bókum til að efla læsi,“ segir Kristín Helga. Sem dæmi séu Norðmenn að afnema virðisaukaskatt á bókum vegna þess að þeir telji sig vera að verja örtungumál. „Þannig að ef norska er orðin örtunga þá er íslenska kannski leynimál,“ sagði formaður Rithöfundasambandsins.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent