Innlent

Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri SASS

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Bjarni Guðmundsson, nýr framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Bjarni Guðmundsson, nýr framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Bjarni Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) en gengið var frá ráðningu hans á stjórnarfundi samtakanna í dag. Alls sóttu 45 um starfið en fjórir drógu umsókn sína til baka.

Bjarni gegndi stöðu framkvæmdastjóra þróunar hjá RÚV frá árinu 2007 til 2014 en lét af þeim störfum sl. vor. Frá 1997 til 2007 gegndi hann starfi framkvæmdastjóra Sjónvarps og var jafnframt staðgengill útvarpsstjóra frá árinu 1998. Bjarni hefur áralanga stjórnunarreynslu.

Hann bar m.a. ábyrgð á stefnumótun og samningagerð hjá RÚV og sinnti starfsmannamálum allt til ársins 2010. Jafnframt hefur hann reynslu af fjárhagsáætlunargerð, frágangi ársreikninga, gerð framkvæmda- og rekstraráætlana, unnið að stefnumótun fyrirtækja og opinberra stofnana og sinnt daglegri stjórnun skrifstofu útvarpsstjóra.

Bjarni vann náið með stjórn og framkvæmdastjórn RÚV á þeim árum sem hann starfaði hjá félaginu. Bjarni lauk MBA gráðu frá Edinborgarháskóla árið 1992, B.Sc gráðu í rafmagnstæknifræði frá Tækniháskólanum í Óðinsvéum árið 1985 og rafvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1980. Áætlað er að Bjarni taki til starfa hjá SASS í janúar 2015.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×