Gengur aftur á bak upp Esjuna Stefán Árni Pálsson skrifar 12. desember 2014 11:25 Vilborg Arna Gissurardóttir og Selma Björk Hermannsdóttir. Á morgun, laugardaginn 13. desember, gengur Vilborg Arna Gissurardóttir upp Esjuna - aftur á bak - til styrktar baráttunni gegn einelti. Þetta er hluti af áskorun sem hún tók í tengslum við fjáröflunarátak Barnaheilla - Jólapeysuna. Í ár er safnað fyrir Vináttu - forvarnarverkefni gegn einelti í leikskóla. Selma Björk Hermannsdóttir, baráttukona gegn einelti hefur lagt Jólapeysunni lið og ætlar að hvetja Vilborgu áfram og ganga með henni upp - þó ekki aftur á bak. Selma varð þekkt eftir að hún skrifaði grein um einelti sem hún varð fyrir frá því hún var í leikskóla vegna þess að hún fæddist með skarð í vör. Í framhaldinu fór hún að halda fyrirlestra með föður sínum í skólum. Saga Selmu er táknræn fyrir Vináttu-verkefnið sem verið er að safna fyrir, því hún varð fyrst fyrir barðinu á einelti í leikskóla. Þangað má oft rekja rætur eineltis og þess vegna er afar mikilvægt að hefja forvarnir strax þá. Vilborg og Selma leggja af stað í birtingu á morgun, eða um klukkan 11 og ætla að safna þannig áheitum. Með þeim í för verða einnig nokkrir aðrir einstaklingar sem styðja baráttuna gegn einelti og aðrir eru einnig velkomnir að slást í hópinn. Þetta verður í fyrsta sinn sem Selma fer alla leið upp á topp Esjunnar. Þetta er því mikið afrek hjá þeim báðum, afturgöngunni Vilborgu og Selmu sem fer alla leið á toppinn. Þær eru að leggja ótrúlega mikið á sig til að vinna gegn einelti og eiga svo sannarlega skilið að það skili sér í áheitasöfnuninni. Áheitasíða Vilborgar má sjá hér.Einnig er hægt að heita á þær með sms-um: 1.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1510 2.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1520 5.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1550 Vilborg Arna Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Lífið samstarf Fleiri fréttir Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Sjá meira
Á morgun, laugardaginn 13. desember, gengur Vilborg Arna Gissurardóttir upp Esjuna - aftur á bak - til styrktar baráttunni gegn einelti. Þetta er hluti af áskorun sem hún tók í tengslum við fjáröflunarátak Barnaheilla - Jólapeysuna. Í ár er safnað fyrir Vináttu - forvarnarverkefni gegn einelti í leikskóla. Selma Björk Hermannsdóttir, baráttukona gegn einelti hefur lagt Jólapeysunni lið og ætlar að hvetja Vilborgu áfram og ganga með henni upp - þó ekki aftur á bak. Selma varð þekkt eftir að hún skrifaði grein um einelti sem hún varð fyrir frá því hún var í leikskóla vegna þess að hún fæddist með skarð í vör. Í framhaldinu fór hún að halda fyrirlestra með föður sínum í skólum. Saga Selmu er táknræn fyrir Vináttu-verkefnið sem verið er að safna fyrir, því hún varð fyrst fyrir barðinu á einelti í leikskóla. Þangað má oft rekja rætur eineltis og þess vegna er afar mikilvægt að hefja forvarnir strax þá. Vilborg og Selma leggja af stað í birtingu á morgun, eða um klukkan 11 og ætla að safna þannig áheitum. Með þeim í för verða einnig nokkrir aðrir einstaklingar sem styðja baráttuna gegn einelti og aðrir eru einnig velkomnir að slást í hópinn. Þetta verður í fyrsta sinn sem Selma fer alla leið upp á topp Esjunnar. Þetta er því mikið afrek hjá þeim báðum, afturgöngunni Vilborgu og Selmu sem fer alla leið á toppinn. Þær eru að leggja ótrúlega mikið á sig til að vinna gegn einelti og eiga svo sannarlega skilið að það skili sér í áheitasöfnuninni. Áheitasíða Vilborgar má sjá hér.Einnig er hægt að heita á þær með sms-um: 1.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1510 2.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1520 5.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1550
Vilborg Arna Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Lífið samstarf Fleiri fréttir Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Sjá meira