Tífaldur Grammy-hafi til Íslands Freyr Bjarnason skrifar 12. desember 2014 08:30 Arturo Sandoval heiðrar minningu Dizzie Gillespie á sinni nýjustu plötu, Dear Diz. Tífaldi Grammy-verðlaunahafinn og djassgoðsögnin Arturo Sandoval efnir til djassveislu, ásamt hljómsveit sinni, í Eldborgarsal Hörpu 18. febrúar. Sandoval, sem fæddist á Kúbu en er núna bandarískur ríkisborgari, mun m.a. heiðra minningu góðvinar síns og lærimeistara Dizzie Gillespie en nýjasta plata djassarans, Dear Diz, er óður til Gillespie. „Ég hef rosalega gaman af djassi og einhvern veginn finnst mér þessir erlendu djassarar ekki hafa verið duglegir að koma til Íslands. Ég var með Chick Korea [í Eldborg] í fyrra og það gekk rosalega vel, þannig að mig langaði að fá annan djassara,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. „Það eru alltaf einhverjir jólatónleikar og popp- og rokktónleikar en sjaldan sem koma svona alvöru djasstónleikar,“ bætir hann við og telur miða á tónleikana hina fullkomnu jólagjöf fyrir íslenska djassgeggjara. „Þeir sem hafa snefil af áhuga á djassi ættu að skella sér á þessa tónleika. Hann Sandoval er algjör snillingur á þessi hljóðfæri sem hann spilar á.“ Arturo Sandoval hefur, auk þess að spila mikið með Gillespie, spilað með mörgum þekktustu djasstónlistarmönnnum heims en einnig með listamönnum á borð við Frank Sinatra, Paul Anka, Rod Stewart, Alicia Keys og Justin Timberlake. Hann spilaði með Celine Dion á Óskarsverðlaununum, á Grammy-hátíðinni með Timberlake og með Keys á Billboard-hátíðinni. Fjallað var um ævi hins 65 ára Sandoval í sjónvarpsmyndinni For Love or Country: The Arturo Sandoval Story sem kom út árið 2000 með Andy Garcia í hlutverki djassarans. Miðasala á tónleikana hefst mánudaginn 15. desember á Harpa.is, Midi.is og í síma 5285050.Margverðlaunaður tónlistarmaður Auk þess að vera tífaldur Grammy-verðlaunahafi hefur Sandoval sjö sinnum til viðbótar verið tilnefndur til þessara virtu verðlauna. Hann hefur jafnframt sex sinnum hlotið bandarísku Billboard-verðlaunin, auk Emmy-verðlaunanna. Á síðasta ári fékk hann afhenta Frelsisorðuna úr hendi Baracks Obama Bandaríkjaforseta við hátíðlega athöfn. Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tífaldi Grammy-verðlaunahafinn og djassgoðsögnin Arturo Sandoval efnir til djassveislu, ásamt hljómsveit sinni, í Eldborgarsal Hörpu 18. febrúar. Sandoval, sem fæddist á Kúbu en er núna bandarískur ríkisborgari, mun m.a. heiðra minningu góðvinar síns og lærimeistara Dizzie Gillespie en nýjasta plata djassarans, Dear Diz, er óður til Gillespie. „Ég hef rosalega gaman af djassi og einhvern veginn finnst mér þessir erlendu djassarar ekki hafa verið duglegir að koma til Íslands. Ég var með Chick Korea [í Eldborg] í fyrra og það gekk rosalega vel, þannig að mig langaði að fá annan djassara,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. „Það eru alltaf einhverjir jólatónleikar og popp- og rokktónleikar en sjaldan sem koma svona alvöru djasstónleikar,“ bætir hann við og telur miða á tónleikana hina fullkomnu jólagjöf fyrir íslenska djassgeggjara. „Þeir sem hafa snefil af áhuga á djassi ættu að skella sér á þessa tónleika. Hann Sandoval er algjör snillingur á þessi hljóðfæri sem hann spilar á.“ Arturo Sandoval hefur, auk þess að spila mikið með Gillespie, spilað með mörgum þekktustu djasstónlistarmönnnum heims en einnig með listamönnum á borð við Frank Sinatra, Paul Anka, Rod Stewart, Alicia Keys og Justin Timberlake. Hann spilaði með Celine Dion á Óskarsverðlaununum, á Grammy-hátíðinni með Timberlake og með Keys á Billboard-hátíðinni. Fjallað var um ævi hins 65 ára Sandoval í sjónvarpsmyndinni For Love or Country: The Arturo Sandoval Story sem kom út árið 2000 með Andy Garcia í hlutverki djassarans. Miðasala á tónleikana hefst mánudaginn 15. desember á Harpa.is, Midi.is og í síma 5285050.Margverðlaunaður tónlistarmaður Auk þess að vera tífaldur Grammy-verðlaunahafi hefur Sandoval sjö sinnum til viðbótar verið tilnefndur til þessara virtu verðlauna. Hann hefur jafnframt sex sinnum hlotið bandarísku Billboard-verðlaunin, auk Emmy-verðlaunanna. Á síðasta ári fékk hann afhenta Frelsisorðuna úr hendi Baracks Obama Bandaríkjaforseta við hátíðlega athöfn.
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira