Enski boltinn

Enski boltinn: Sumarið hjá Everton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roberto Martinez náði frábærum árangri með Everton á sínu fyrsta tímabili.
Roberto Martinez náði frábærum árangri með Everton á sínu fyrsta tímabili. Vísir/Getty
Everton hefur haft hægt um sig á leikmannamarkaðinum í sumar.

Eini leikmaðurinn sem samið hefur við Everton er miðjumaðurinn Gareth Barry sem lék með liðinu á láni á síðustu leiktíð og átti stóran þátt í góðu gengi þess.

Enn er óljóst hvað verður um Lacina Traore, Gerard Deulofeu og Romelu Lukaku sem léku einnig sem lánsmenn hjá Everton á síðustu leiktíð.

Óvissan með framtíð þess síðastnefnda er sérstaklega mikil, en fréttum ber ekki saman hvort hann vilji fara til Everton eða hvort hann ætli að vera á Stamford Bridge og berjast fyrir sæti sínu hjá Chelsea.

Eftir góðan árangur síðasta tímabils og hagstæð viðskipti í undanförnum tveimur félagaskiptagluggum er ljóst að Roberto Martinez hefur fé til að eyða í leikmenn, en það er ekki ljóst hversu mikið.

Nokkrir leikmenn hafa verið sterklega orðaðir við Everton, þ.á.m. Muhamed Besic sem átti góða leiki með Bosníu-Herzegóvínu á HM í Brasilíu.

Ánægjulegu fréttirnar eru hins vegar þær að hægri bakvörðurinn Seamus Coleman, sem var valinn í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, gerði nýjan samning við Everton í byrjun sumars.

Kominn:

Gareth Barry frá Manchester City

Farnir:

Mason Springthorpe samningslaus

Apostolos Vellios samningslaus

Magaye Gueye samningi rift


Tengdar fréttir

Stoltur af þátttöku Everton

Roberto Martinez er stoltur af því þrír leikmenn frá Everton séu í enska landsliðshópnum á Heimsmeistaramótinu.

Deulofeu valinn í spænska landsliðið

Gerard Deulofeu hefur verið valinn í spænska landsliðshópinn fyrir vináttulandsleik gegn Bólivíu í Sevilla 30. maí næstkomandi.

Enski boltinn: Sumarið hjá Chelsea

Jose Mourinho hefur haft í nógu að snúast í sumar, en talsverðar berytingar hafa orðið liði Chelsea sem hafnaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Martinez framlengdi til 2019

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, skrifaði undir nýjan langtímasamning við félagið í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×